Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 6
Tveim dögum fyrir Maríu- messu fékk póstritarinn í Mun- chen — Marteinn Angermeyer slag, svo ósvikið bayerskt slag, að hálfri stundu síðar hafði hann gefið upp andann. Sál hans bjóst þó ekki þegar til ferðar, heldur gaf því fyrst nánar gætur, hvort jarðneskum leyfum væri hæfileg- ur sómi sýndur, skoðaði og taldi kransana, sem sendir höfðu ver- ið — frá ættingjum og vinum, frá starfsmannafélagi pósts og síma, og frá spilaklúbbnum hans. Sálin veitti því athygli með vel- þóknun, að sjálfur póstmeistar- inn var viðstaddur jarðarförina, og að ráðskonan flóði öll í tár- um, þegar karlakórinn hóf söng- inn við gröfina, þá fyrst hóf sál- in sig til himná! Þannig var þá Angermeyer póstritari kominn í anddyri Para- dísar, en langt frá því að vera hamingjusamur á svip, eins og við hefði mátt búast. Það eitt út af fyrir sig, að hann var nakinn, svipti þennan heiðursmann öllu öryggi. Hann átti öðruvísi lifn- aðarháttum að venjast. Þar við bættist svo að hann sem var van- ur baðhita skrifstofunnar, þoldi ekki kuldann í himingeimnum, hann taldi visst að mikill drag- súgur væri. hins vegar væri f jar- stæða. að biðia nokkxirn mann að láta aftur glugga, því forgarður Paradísar virtist aðeins aðskil- inn frá hinum eiginlega himni, af skýiavegg en milli dásamlegra súlnaraða strevmdi ilmandi loft óhíndrað inn og að ofan bví að ekkert bak var því heldur til tálmunar. Angermever var ekki vanur slíku takmarknlevsi. og það sem hann var ekki vanur, var honum á móti skani. Og sér til enn meiri skanrannar. sá hann sig umkringdan af alls konar fólki. sem greinilega var ekki allt frá Bavem. Þvf bað levndi sér ekki. að fólk betta var frá öll- um löndum veraldar, gult og brúnt og svart — sundnrleitar vorur sem hanu hafði aldrei séð áður. og allt betta fólk rang- hvolfdi i sér augunum í sælli trú- arhrifninvu. Hugsanir hans hvörfluðu aftur til jarðarinnar, með söknuði og þrá. f kvöld var einmitt spila- kvöld í klúbbnum hans, og hann öfundaði þá, sem voru svo ham- ingjusamir að geta enn tekið þátt í þeirri saklausu skemmtun. Starfsbræður hans myndu áreið- anlega vera að býsnast yfir hvað þeir hefðu mikið að gera, hvernig ludvig thoma bráðum, rumdi í Angermeyer og þokaði sér silalega í gegnum mannþröngina. Allir horfðu undrandi á seinlæti hans, en þeg- ar þessi þátttakandi þeirra í hinni tilvonandi himnasælu stjak- aði þeim ruddalega frá sér með olnbogunum urðu þeir alveg for- viða. Það er alveg óþarfi að garga sig hásan, sagði skrifar- inn við engilinn, sem mældi þenn- an furðulega gest með kringlótt- um leiftrandi augum. Ég er bú- inn að hrópa þrisvar, sagði hann loks í dálitlum ásökunartón. Sex PÓ§TRITARANS þeir hefðu sagt einum og öðrum til syndanna, og setja út á starf yfirmannsins. Þannig myndu samræðurnar áreiðanlega vera orðnar bráðfjörugar. Angermeyer andvarpaði þung- lega og sú synduga hugrenning vaknaði hjá honum, að glaður vildi hann vera horfinn úr dýrð himnanna, til hins bayerska höf- uðstaðar — ef hann gæti skipt við einhvern félaga sinna. — Ja, — þvílíkur hrakfallabálkur gat hann verið. Á jörðinni hafði hann ekki orðið þeirrar upphefð- ar aðnjótandi, sem hann í raun og veru átti skilið, en þegar hann var búinn að sætta sig við rit- arastöðuna sína, að vísu nöldr- andi og nuddandi, en í hjarta ánægður — þurfti hann þá ekki endilega að vera hrifsaður í burt, og lenda svo mitt á milli þess- ara berstrípuðu, andstyggilegu villimanna, sem ... Anger- meyer! Hann hrökk frá hugsunum sín- um við að heyra nafn sitt hróp- að með óþolinmæði. Hann sá stóran engil, ásýndum eins og verndaranda úr píslarleikjunum í Oberammergau, er bar hendurn- ar upp að munninum og kallaði nú aftur hvellum rómi: — Mar- teinn-----Angermeyer frá Mún- chen! Ja-á — ansaði skrifarinn ön- ugur, hvað viljið þér mér? Þóknast yður loks að ganga inn, kallaði engillinn. Ég kem sinnum mín vegna, svaraði Ang- enneyer með þeim ruddaskap, sem var orðinn honum eiginleg- ur, gegnum margra ára af- greiðslustörf á pósthúsinu, og bætti svo við nærri illkvittnis- elga: Þér fáið sjálfsagt kaup fyr- ir vinnu yðar hér. Hér er alls ekki staður fyrir slíkan tón og athugasemdir, kæri Angermeyer minn, svaraði eng- illinn. Ég er ekki yðar kæri! í öðru lagi hef ég aldrei haft nein viðskipti við yður, og í þriðja lagi er ég konunglegur bayersk- ur póstritari, ef þér vilduð gjöra svo vel að minnast þess. Þú varst það, en nú ertu bara sál, og verð- ur að semja þig að okkar heim- ilisháttum, sagði engillinn með þunga í röddinni. Mikael, var kallað óþolinmóð- lega að innan. Ég kem strax, svaraði engillinn, og ýtti hinum þrætugjarna skrifara inn í Para- dís með harðleikni, sem annars tíðkaðist ekki á himnum. Hver annar, hefði samstundis fengið ofbirtu í augun, af þeim undursamlega ljóma, og orðið gagntekinn af þeim töfrahljóm- um, er bárust úr fjarlægð, frá syngjandi og leikandi herskör- um engla. En Angermeyer hafði ákveðið með sjálfum sér að verða ekki uppnæmur fyrir því sem hann sæi hér, og hann var enn gramur eftir orðasennuna við erkiengilinn. Fyrir framan hann sat, mitt VÍKINGUR 214

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.