Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 7
á meðal fagurlokkaðra engla,
vingjarnlega brosandi öldungur,
klæddur í dökkbláa skikkju, og
í mittisbelti hans héngu gullnir
lyklar. Þetta var hinn heilagi
Pétur, er kinkaði vingjarnlega
kolli til Angermeyers og mælti:
Vertu velkominn í vort ríki, son-
ur sæll. Hvað varstu að segja?
bætti hann við, er hann sá að
skrifarinn var eitthvað að
muldra. Þið gátuð vel látið mig
vera stundarkorn lengur þarna
niðri, tautaði Angermeyer, og
ólundarsvipurinn hvarf ekki al-
veg af honum ennþá.
Nei, Marteinn, svaraði post-
ulinn, en þú ert fyrsti maður,
sem ekki kemur á þennan stað
með fagnandi gleði. Ég á nú ekki
vanda til að vera með nein fagn-
aðarlæti, og vildi helzt vera kyrr
á mínum stað, tautaði Anger-
meyer á ný.
Pétur postuli sneri sér bros-
andi til englanna umhverfis hann
og sagði: Sjáið, Miinchenarbúi,
sem þarf að venjast himnaríki,
til þess að kunna við sig þar. En
við Angermeyer mælti hann í
alvörutón: Gakk á braut og gleð
þig, og hugleið að margar gjörð-
ir þinnar aumu ævi verðskuld-
uðu refsingu, en þér hefur verið
auðsýnd miskunn". Skrifarinn
heyrði það á tóninum að hinn
heilagi maður hafði talað sem
yfirvald, og hann þagði.
Fjörlegur unglingur kom og
tók í hönd Angermeyers. Póstrit-
arinn fann strax til andúðar á
framkomu þessa leiðsögumanns,
en var of þjakaður til þess að
finna hin réttu orð yfir það, og
fór að útskýra grundvallarhegð-
un Paradísarlífsins. Þú verður
að vita, að hér er allt gagntekið
af óskýranlegum fögnuði, sagði
engillinn, á efstu tilverustigum
búa hinir æðstu andar í sælli
leiðslu, en við hinir sem þú telst
nú einnig til, myndum herskara
sálnanna, og hlutverk okkar er
að gefa öllu blæ hinnar æðstu
gleði, með undurfögrum hörpu-
slætti. Við förum fyrst til æðsta
yfirboðara okkar, Asraels engils
og mun hann afhenda þér hörpu.
Hvað ætti ég að gera við
VÍKINGUR
hörpu, ég er ekki í skapi til þess
að syngja og kann ekkert að spila,
hreytti Angermeyer úr sér. Þú
átt bara að grípa inn í strengina,
sérðu — svona .. . sagði hinn
fjörlegi unglingur, um leið og
hann sló hörpu sína, og hoppaði
eftir nljómfallinu til skiptis á
hægri og vinstri fæti og söng með
nefhljóði: „Ha-le-lu-jah“.
Svipurinn á Angermeyer varð
eins og hann hefði drukkið súr-
an bjór. Dettur ykkur í hug, að
þið fáið mig út í þetta, óg til þess
að hoppa í kringum sjálfan mig
eins og loddari .. . ? sagði Ang-
ermeyer. Viljið þér gjöra svo vel
og hafa yður á burt, annars tek
ég af yður hörpuna og lem yður
sundur og saman með henni.
Unglingurinn rak upp angist-
aróp og lagði á flótta, en skyldi
Angermeyer einan eftir úti á
miðjum skrautblómaakri. Hann
settist niður, sárgramur út í ör-
lögin, sem höfðu fyrirbúið hon-
um, konunglegum póstritaranum
þetta hlutskipti, að vera að stripl-
ast skriðnakinn úti í guðsgrænni
náttúrunni. Hann horfði stúm-
um augum framfyrir sig og hug-
leiddi möguleikana fyrir því, að
komast undan á flótta. En þar
sem honum hugsaðist ekkert ráð,
en þvert á móti skildist, að hann
hafði verið hrakinn hingað að
yfirlögðu ráði, þá magnaði 'hann
sig í þeim ásetningi að vísa á bug
hverri þeirri kröfu, sem kæmi í
bága við skapgerð hans eða til-
hneygingar og þó fyrst og fremst
eiginleika hans sem konung-
legs ...
Hugsanaþráður hans var
skyndilega rofinn. Tveir risa-
englar gripu sitt í hvom hand-
legg hans og lögðu svo hratt og
óþyrmilega af stað með hann, að
fætur hans komu varla við jörð-
ina! Þetta var undarlegt!
Angermeyer fann til miklu
minni andúðar gegn þessum leið-
sögumönnum heldur en hinum
blíðlynda unglingi, og vöxtur,
svipur og hátterni þessara rudda-
fengnu anda, höfðu nærri því
uppörfandi áhrif á hann, svo að
þrátt fyrir hinn ógurlega hraða
sem hann var rekinn áfram með,
reyndi hann að spyrja kurteis-
lega: Fyrirgefið þér ... Haltu
þér saman! æpti engillinn til
vinstri. Húrra, samborgari!
hrópaði Angermeyer, glaður í
bragði og gerði tilraun til þess
að standa kyrr, en hann var
hrifinn áfram með ómótstæði-
legu afli, en loks gat hann stunið
upp lafmóður: Fyrir alla muni,
segið þið mér, hvaðan þið eruð.
Ef þú vilt endilega vita það,
buldi í englinum til hægri, þá var
ég klausturþjónn í Andechs. —
Jesús minn! hrópaði skrifarinn
upp yfir sig, og hugur hans
hvarflaði að heiðsvölum síðdeg-
isstundum yfir ölkollunni á
knæpunni, og það kom ósjálfrátt
vatn fram í munninn á honum.
Hve lítið þarf maður ekki til þess
að vera hamingjusamur, hvað
átti að gera við svona Paradís,
þegar maður hafði hana sjálfur
á jörðunni, hjarta hans laðaðist
að þessum stórskornu öndum.
Hvað ætlið þið að gera við mig
piltar? sagði Angermeyer nærri
því blíðlega. Þú færð nú bráðum
að sjá það og finna, sagði eng-
illinn til vinstri. Við höfum hugs-
að okkur, að henda þér út, sagði
engillinn til hægri.
Og varla var engillinn búinn að
sleppa orðinu, þegar Angermeyer
fann að hann var dreginn eins
og poki niður nokkrar tröppur og
slengt af heljarafli út í gaddfros-
inn snjóskafl og hann sá allt í
einu þúsundir stjarna tindra fyrir
augum sér. Hurð skall aftur ein-
hversstaðar nærri. Angermeyer
hafði vaknað við fallið og hið
svala loft sem lék um hann.
Angermeyer nuddaði augun og
horfði á sjálfan sig í undrun og
hrifningu, því hann var alklædd-
ur. Og hann skimaði í kringum
sig og kom auga á blessaðan
gamla ráðhústurninn, hann sá að
klukkan í honum mundi vera
þrjú að morgni dags. Þá skildist
honum, og hann varð glaður við;
að hann hefði sofnað á knæp-
unni og dreymt allt saman —
ja, — nema það að honum var
kastað út. — Það var áþreifan-
legur veruleiki!
Þorst. Ö. Stephensen þýddi.
215