Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 12
THE WORLD'S OIL 1955 18.900 7.100 .CAKIBSCAN I.8M . AUSTRAL ASIA j HlOOLÍ lAJT H »00 SIGN ATURER * nmavc 1 0STLIGE HAIVKUGLE FIGURES OENOTE MILUONS OF LONG TONS CRUDE OR CRUDE EQUIVALENT (SIIMtKt #*V(0 ON O'l t C*» jOUtNAk* Örn Steinsson: Orku-vandamál Stuðst við frásögn í MASKINMESTEREN í löndum Vestur-Evrópu bera menn nokkrar áhyggjur af fram- tíðarorkuþörf landanna. Innan Efnahagssamvinnustofnunar Ev- rópu (OEEC) hefur það lengi verið ljóst, að flutningserfiðleik- ar á eldsneyti geta hvenær sem er steðjað að. En það myndi hafa hækkandi verðlag á orku í för með sér, og þar af leiðandi hækk- aðan kostnað á framleiðsluvör- um landanna, sem gerir sam- keppnisaðstöðuna lakari á heims- markaðnum. Danir taka þessu vandamáli með alvöru. Þeir hafa komið upp hjá sér sérstöku orku- ráði. Ráðið á að fylgjast gaum- gæfilega með orkuþörf landsins, og athuga alla möguleika, sem til greina koma um sparnað á öllu eldsneyti. Danir eiga engar orkulindir í landi sínu og verða því að flytja inn alla orku. Þeir nota t. d. árlega 2000 milljónir danskra króna til kaupa á elds- neyti, er það nálægt 20% af öll- um innflutningi þeirra. Orkuþörf Dana, reiknuð í kola- tonnum, hefur vaxið frá því á árinu 1940, úr 5—6 milljónum tonna upp í 12 milljónir tonna árið 1958. Heimsnotkunin jókst frá 1945 til 1955 um 65%, og gert er ráð fyrir, að frá 1955 til 1975 muni notkunin aukast um 85%. Verði sama þróun á orkuþörf Dana, þurfa þeir eftir 14 ár að eyða um 3 milljörðum króna til orkugjafakaupa. Hvers vegna óx orkuþörfin svona ört? Þrennt kemur helzt til greina: I fyrsta lagi fólks- fjölgun, í öðru lagi vaxandi fram- IVIynd I Ljósi liturinn á kúlunum táknwr oliu- notkunina, en dökki liturinn fram- leiðslumagnið. leiðni og í þriðja lagi aukin vel- megun. 1 Bandaríkjunum er árleg elds- neytisþörf hvers íbúa reiknuð í kolatonnum um 8.7 tonn, í Eng- landi 5.1 tonn, Danmörku 3 tonn, í hinum Vestur-Evrópulöndunum 2.3 tonn og í öðrum heimshlutum að meðaltali aðeins 0.6 tonn (Rússland og önnur járntjalds- lönd þó ekki talin með). I Asíu og Indlandi er orkuþörf hvers íbúa aðeins 0.1—0.2 tonn. Þeg- ar íbúar Austurlanda, Afríku og Suður-Ameríku auka framleiðni sína verður orkuþörf heimsins geysileg. Hvert verður verð elds- neytisins þá? Til að anna hinni ört vaxandi eldsneytisþörf Vestur-Evrópu hefur brennsluolía í sívaxandi mæli verið notuð. Þessi stöðuga aukning á olíunotkuninni á ekki einungis rætur sínar að rekja til fremur lágs olíuverðs, heldur einnig til vöntunar á kolum. Á mynd 3 má sjá muninn á kola- framleiðslu Englendinga og notk- VÍKINGUR 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.