Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 13
400 200 un hennar á árunum 1870—1956. Efri kúrfan sýnir kolafram- leiðsluna en sú neðri kolanotkun- ina. Línuritið gefur til kynna að Englendingar verði að flytja inn í landið 35—40 milljónir tonna af kolum eða kolaígildum árlega til að fullnægja orkuþörf lands- ins. 1 Englandi er reyndar enn mikið til af kolum. Aðkeypt olía er þó ódýrari en að nytja nám- urnar, auk þess tekur um 8—10 300 ár að undirbúa námu undir kola- gröft. Englendingar hafa því ekki haft við að opna námur sín- ar í samræmi við vaxandi orku- þörf. 100 Mynd 2 sýnir hvernig Englend- ingar gera ráð fyrir að orku- þörfin þróist fram að árinu 1980. Efri hallalínan táknar orkuþörf- ina, en neðri hallalínan táknar orkuna, sem England hefur sjálft yfir að ráða á tímabilinu. Inn- lend orka mun verða kolaorka, vatnsaflsorka og kjamorka. Inn- lenda orkan verður þó hvergi nærri næg. Til að fullnægja orku- þörfinni verður England að flytja inn olíu. Olíumagnið, sem flytja verður inn er táknað með litlu skálínunum milli hallalínanna. Á línuritinu sést að olíuþörfin mun aukast um 50—60 milljónir tonna á ári, og kjarnorkan mun enn í mörg ár hafa tiltölulega lítil áhrif. Fyrst um sinn mun kjarn- orkan aðeins verða notuð til raf- magnsframleiðslu, en hlutfalls- lega lítið af eldsneyti Englands er notað til rafmagnsframleiðslu, eða aðeins 20% af heildarelds- neytisnotkuninni. Komið er í ljós, að mun dýrara er að koma upp kjarnorkuveri en búizt var við fyrir aðeins einu ári. Margir eldsneytissérfræð- ingar Englands hvetja því til þess að draga nokkuð úr fjár- veitingu til kjarnorkuvera, og einbeita sér meira að aukningu á kolaframleiðslu landsins. Áróð- urinn fyrir kjarnorkuverum hef- ur víða dregið úr áhuga manna fyrir orkuverum, sem nota hið gamla eldsneyti, kol og olíu. Þó er mjög mikill ókostur við kjarn- orkuverin, að þau eru þung í vöf- um hins daglega reksturs. Þann- VÍKINGUR ig tekur það um 8—9 klst., að ná fullri orkuframleiðslu og heilar 2 klst. að ná þeim niður aftur, en það skapar erfiðleika í fram- leiðslu, sem oft er háð sveiflum í álagi. I Evrópu standa málin þá Gap lo be filled by imports of oit Total requiremems Totat indigenous supplies - - - Hydro-electricity Coal suppties 04-1-1 1955 1960 4-1 1 1 1 I i ' i ' 1965 1970 400 30C 200 100 1975 1980 > T/A7.&}) IVIynd 2 þannig að öll löndin verða að flytja til sín meiri eða minni orkugjafa. Bandaríkin standa hins vegar vel að vígi. I Bandaríkjunum er mikið magn kola. Þau liggja grunnt í jörðu, þegar samanburður er gerður við önnur kolalönd. Auð- veldar þetta mjög allan námu- gröft. Mynd no. 3 sýnir dýpi nám- IUynd 3 anna og þykkt kolalaganna í þýð- ingarmestu kolalöndum heimsins. Á myndinni sést að meðalnámu- dýpt í Bandaríkjunum er 130 m, í Englandi 300 m og í Ruhr 720 m. Hefur þetta þau áhrif, að þegar hægt er að framleiða hvert kolatonn í Ameríku fyrir 30 kr., þá kostar framleiðslan á hverju tonni í Englandi 60 kr., en 100 kr. í Þýzkalandi. Þetta veldur því að kol frá Ameríku eru sam- keppnisfær á Evrópumarkaði, þrátt fyrir langan aðflutning. Af framanskráðu má sjá að það verður erfiðara og erfiðara að kaupa kol, en það þýðir að olían er sú lind, sem sjá mun heiminum fyrir verulegri orku næstu ár. Nú sem stendur er tal- ið, að olían fullnægi um helm- ingi orkuþarfar heimsins. Rafmagnsnotkun landanna fer mjög eftir velmegun íbúanna. Þannig notar hver íbúi Banda- ríkjanna og Kanada 3—4000 kílóvattstundir á ári og hver íbúi Danmerkrur 500. Austurlönd og Indland nota hins vegar mjög litla rafmagnsorku á íbúa. Eldsneytisþörfin mun eins og nú horfir aukast mjög á næstu árum. Aukningin verður að mestu leyti á olíusviðinu. Spurn- ingin er því: „Hvar á að taka olíuna?“ Mynd no. 1 sýnir olíufram- leiðsluna á ýmsum stöðum, ásamt áætluðu olíumagni. Dökku hálf- mánarnir tákna olíuframleiðsl- una, en þeir ljósu olíunotkunina. Bandaríkin og Rússland full- nægja sjálf olíuþörf sinni, en Vestur-Evrópulöndin verða að flytja inn næstum alla olíu, og kemur hún frá Mið-Austurlönd- um. Hagfræðilegt yfirlit yfir olíu- notkunina frá 1860 sýnir að Norður-Ameríka hefur þegar notað % af olíumagni landsins. Suður-Ámeríka Va, en Austur- lönd hins vegar mjög lítið brot af því geysilega olíumagni, sem þar er álitið vera fyrir hendi. Taið er, að um % hluta alls olíu- magns heimsins sé að finna í Mið-Austurlöndum. Mynd 4 sýnir þróunina í olíu- flutningunum. Dökku pílurnar sýna olíuflutningana á heims- höfunum. 1938 var Ameríka að- alútflytjandi á olíu, en um 1940 var hafin stórkostleg framleiðsla 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.