Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 17
brutu heilann um kynjasögurnar
um Baychimo. Gat það verið, að
skip þetta væri enn ofansjávar,
eftir allt, sem á daga þess hafði
drifið. Var það vegna sérstaks
byggingarlags ? Þrýsti ísinn því
upp í staðinn fyrir að mölbrjóta
hverja eina röng í skrokk þess?
Hvernig gat það rekið óraleiðir
fram og aftur án þess að
stranda? Þetta var hrein ráð-
gáta. Einn vetur í viðbót mundi
vissulega gera útaf við það. En
þar höfðu menn alveg rangt fyrir
sér. Hinn 6. apríl 1934 sigldi ís-
lenzka skonnortan Trader fram-
hjá Bathurst-höfða, sex hundruð
og fimmtíu mílur austur af Barr-
ow, en varð fyrir því óláni að
festast í ísnum. f nokkurri fjar-
lægð sá skipshöfn Traders annað
skip — gufuskip — sitjandi hátt
uppi í f jallháum borgarísjaka, en
þó auðsjáanlega í auðum sjó.
Þetta þótti skipshöfninni í meira
lagi kynlegt. Enginn reykur úr
reykháfnum, ekkert lífsmark á
þilfarinu. Skipstjóri Traders
sendi menn frá skipi sínu til frek-
ari rannsóknar og er þeir komu
nær, gátu þeir greinilega lesið
nafnið Baychimo og komust nú
að raun um að hér var kominn
hinn mikli, ódrepandi vegfarandi,
„draugaskipið", sem boðið hafði
byrginn ógnum Norðurheim-
skautshafa — vnannlaust, eftir
að skipshöfnin hafði yfirgefið það
fyrir tveim árum síðan. „Þegar
við komum út í skipið“, sagði ís-
lenzki skipstjórinn síðar, „gátum
við ekki annað séð, en allt væri
í sjófæru ásigkomulagi, nema að
sama sem ekkert vatn var eftir
í vatnskassanum, vatnsleiðslu-
kranarnir skildir eftir opnir,
sennilega af völdum ræningja.
öll loðskinnin voru horfin, en
lítils háttar dót skilið eftir; fá-
einir molar málmgrýtis, fáeinar
ritvélar og nokkrar höfuðbækur
lágu á víð og dreif um iestina.
Hjá einum vatnski'ananum lágu
ryðguð handjám. Þessi dular-
fulla furða seig hægt framhjá
okkur um kvöldið, möstur og reiði
hjúpað þykkum ísfeldi. Þessi
furðulega sýn hvarf svo þögul
VÍKINGUR
FIMMTUGUR
Hermann Bæringsson yfirvélstjóri
á m.s. Reykjafossi er fimmtugur,
fæddur í Keflavík, Rauðasands-
hreppi 2. des. 1908.
Hermann er einn okkar traust-
ustu manna í vélstjórastétt. Hann
er húsbóndahollur, og leggur sig
mjög fram um að halda vel utan
að þeim hlutum, sem honum er trú-
að fyrir. Kjörorð Hermanns er, að
vélstjórarnir sjálfir vinni sem mest
að viðhaldi vélaumbúnaðar skip-
anna, svo að viðhaldskostnaður
verði sem minnstur fyrir útgerðina.
---------------------------------
og dularfull inn í myrkur heim-
skautsnæturinnar-----------“.
Síðustu fregnir varðandi þetta
merkilega skip kom frá Eskimó-
um, sem bjuggu á ströndum
Norðvestur-landsins, sem héldu
því fram að enn væri skipið ofan-
sjávar árið 1937 ----------fimm
árum eftir að það var yfirgefið.
Beaufort-hafið er mikið haf og
á vetrum ganga innbomir menn
á þessum slóðum langar leiðir á
ísinn. Ágizkun um stað skipsins
var óljós, en þó slegið föstu að
væri norður af Mackenzie-ánni.
Gerum ráð fyrir að straumar
hafi haldið skipinu frá að reka
á land á meginlandinu eða ein-
hverra hinna óteljandi eyja, er
það þó alltaf leyndardómur
Hann er þvi sístarfandi með mikl-
um áhuga fyrir velgengni skipa-
félags síns. í rúma tvo áratugi hef-
ur Hermann verið dyggur þjónn
Eimskipafélags íslands, og um leið
haldið merki vélstjórastéttarinnar
hátt á loft.
Öll stríðsárin sigldi hann á skip-
um félagsins, fyrst á Selfossi, síðar
á Fjallfossi, þá á Goðafossi og loks
á Reykjafossi hinum eldri. Var hann
eini vélstjórinn, sem bjargaðist,
þegar Goðafoss var skotinn niður.
Mun óhætt að fullyrða, að Hermann
á kröftum sínum að þakka, að hann
er í okkar hópi í dag. Hann lokaðist
inni á vélartoppnum, er skipið varð
fyrir sprengingunni, en gat krækt
fingurgómunum í opinn glugga
yfir vélarúminu og þannig vegið sig
upp á handaafli gegnum gluggann.
Hann er líka að minnsta kosti
tveggja manna maki.
Hermann er ekki allra, en þeim
sem hann tekur, er hann tryggða-
tröll. í vinahópi er hann ræðinn og
skemmtilegur.
Ég vona af alhug, að hann eigi
enn eftir um mörg ókomin ár að
vinna Eimskipafélagi Islands mikið
gagn og á þann hátt verða yngri
vélstjórum til fyrirmyndar og eft-
irbreytni, og stétt okkar til álits-
aukningar.
Lifðu heill, kæri vinur.
öm Steinsson.
----------------------------------<3>
hvernig það hélt áfram að vera
til, þrátt fyrir fárviðri, grimmi-
legar hríðar og ógurlegan þrýst-
ing hinna bjargstóru borgarís-
jaka. Þannig endar þá þessi saga,
þessi undarlega saga um gufu-
skipið Baychimo, litla flutninga-
skipið, sem við lá að yrði að öðr-
um Hollendingnum fljúgandi.
Það valdi sér það hlutskipti að
sigla á hættulegum höfum til að
halda á lofti frægð sem vanrækt
og yfirgefið skip, en frama á
lögboðnum leiðum. Það er mögu-
legt en þó nokkuð ósennilegt, að
það hafi alls ekki sokkið en ryðg-
aðar leyfar þess f innist einhvem-
tíma á einhverri eyðilegri strönd
Norðurheimskauts-hafa.
Hveragerði, nóv. 1956.
225