Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 23
 :*C . . . . ^ pollution Hallgrímur Jónsson: Ríki inglanna í hættu Það hefur komið í Ijós við sí- aukna olíunotkun og olíuflutn- inga með skipum, að olíublanda úr flutningaskipum svo og olíu- sori sem fleygt er í sjóinn, er stórhættulegt fyrir fuglalífið á sjónum, einkum við strendurnar. Hafa ráðstefnur verið haldnar um þetta fyrir nokkrum árum af fulltrúum margra þjóða, og reynt að finna ráð til úrbóta. Vélar hafa verið fundnar upp (sérstak- ar skilvindur) til þess að hreinsa olíuna bæði úr seglfestuvatni og austri. Alþjóðasamþykkt hefur verið gerð um skyldur skipstjórnar- manna að forðast olíuaustur í sjóinn. Eru margar þjóðir aðilar að henni. Eru í Bretlandi gild- VÍKINGUR andi lög um þetta er þeir kalla „Oil in Navigable Waters Act, 1955“. Einhverjar misfellur munu þó á því að lögum þessum sé hlýtt, því í nýútkomnu ensku fræðiriti er birt eftirfarandi klausa: „Eflirlitsmönnum gefið meira vald. Ný fyrirskipun var gefin út í flutningamálaráðuneytinu sam- kvæmt „lögunum um olíu á sigl- ingaleiðum frá 1955“, sem nú hefur tekið gildi. Er vakin at- hygli á hinum sífjölgandi laga- boðum sem skipsmenn verða að fara eftir og opinberir starfs- menn eiga að fylgjast með. Þessi nýja fyrirskipun frá 1958, veitir eftirlitsmönnum með skipum heimild til þess að fara út á skip þeirra þjóða sem al- þjóðasamþykktin nær til, þegar þau koma í brezkar hafnir, þar með samveldislandanna, og geta þeir heimtað að fá að sjá allar skýrslur sem fyrir er skipað að halda samkvæmt alþjóðasam- þykktinni. Skipstjórnarmenn, sem vanrækja að halda þessar skýrslur, eru þannig skyldaðir til að taka þátt í að grafa sína eigin gröf. Þetta nýja valdboð, fyrirskip- ar þeim að láta af hendi afrit af þeim skýrslum sem skylt er að halda á skipunum í þeim tilgangi að lögin séu ekki brotin, og votta að þau séu gefin eftir beztu vit- und. Hins vegar tekur þessi fyrir- skipun til brezkra skipa ekki fram um aðrar reglur en standa í lögunum fi'á 1955“. Skipaferðir eru að sjálfsögðu minni hér við land en víða annars staðar, og þá einkum olíuflutn- ingaskipa, og olíumengun sjávar- ins því sjaldgæfari. En fuglalíf er hér sérlega fjölskrúðugt, ekki einungis við landið, heldur og langt á haf út. Það er ekki nema sjálfsagður þegnskapur við ríki fuglanna, að eitra ekki að óþörfu lönd þeirra og lífsbjargarvegi. Hafið hugfast að jafnvel ein smágusa af þykkri brennsluolíu, en hún er mjög lím- kennd, getur breiðst yfir stóran flöt á sjónum og haldist þar jafn- vel dögum saman, ef lygnt er, og valdið harmkvælum og dauða f jölda fugla, sem eiga sér einskis ills von. Af því dauðastríði, sem þannig er stofnað til, fara eng- ar sögur, engan er hægt að draga til sektar fyrir það, að því er mér skilst, hér við land. En menn ættu að hafa hugfast, að gáleysi eitt eða kæruleysi getur verið orsök- in. Það er manndómsatriði að vera vel á verði um að slíkt komi ekki fyrir. Myndin, sem fylgir þessum línum, er af fuglum, sem lent hafa í olíu. Hún þarfnast ekki skýringar. 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.