Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 27
er sannað, að söngfuglarnir geta áttað sig á sólinni á ferðum sín- um, en þeir ferðast aðallega á nóttunni. Hvernig fara þeir að því að móta rétta stefnu á næt- urferðum sínum, næstum því hálfa leið í kringum jörðina. Fyr- ir nokkrum árum voru teknar upp kerfisbundnar rannsóknir á þessu í fuglabúrum í Freiburg. Þegar höfðu fengizt sannanir fyrir því að smáfuglarnir í búr- unum fóru að ókyrrast á viss- um tíma árs og voru þá gripnir ferðalöngun og farfuglaeðli. Við höfðum ungað út og alið upp söngfugla í lokuðum klefum og létum þar vera sumar árið um kring. Þrátt fyrir það að engin merki sáust neins staðar um árs- tíðaskipti, fóru fuglarnir að ókyrrast á haustin. Þeir fluttu sig til í sífellu eirðarleysislega og böðuðu vængjunum, þar sem þeir sátu á prikum og urðu andvaka nótt eftir nótt. Þannig var ástandið álíka lengi og þeir myndu hafa verið að fljúga til Afríku. Þá loksins fóru þeir að geta sofið á nóttunni. Á vorin þegar söngfuglarnir koma aftur til Evrópu, urðu fuglarnir í búr- inu aftur hvíldarlausir og nutu ekki svefns. Engu var líkara en að innan í þeim væri klukka, sem léti þá vita þegar hinn rétti tími væri kominn til langferða. 1 rannsóknarskyni settum við söngfugla í búr með glermæni, það var þannig útbúið, að fugl- arnir gátu aðeins séð svæði af stjörnuhimninum en annað um- hverfi ekki. Þegar fartíminn kom fóru þeir að ókyrrast, en tóku sér síðan stöðu og horfðu í ákveðna átt, rétt eins og um kompásnál væri að ræða. Við reyndum að breita stefnu þeirra með því að snúa fuglaprikunum og færa þau, en þeir tóku bara aftur upp sína fyrri, ákveðnu stefnu. Stefnan, sem þeir tóku fór eftir því, um hvaða tegund fugla var að ræða. Garðsöngvar- inn, stóri-hvítbarki og svarthöfði stefndu í suðvestur, en litli-hvít- barki horfðu í suðaustur. Þannig var þetta á haustin, en á vorin sneru fuglarnir sér í gagnstæð- VlKINGUR Flugleiðir farfuglanna eru sýndar með brotnu línunum. Örvamar sýna stefn- ur þær er fuglamir tóku í tilrauna- búrinu. ar áttir. Þetta eru nákvæmlega þær áttir sem ofangreindir fugl- ar fara í frá Mið-Evrópu til Af- ríku og til baka aftur. Litli-hvít- barki stefnir fyrst í suðaustur um Balkanskagann, en þaðan heldur hann í suður til Nílar- dalsins. Hinar tegundirnar halda í suðvestur og fljúga til Afríku um Spán og Gíbraltar. Hvort sem í hlut áttu reyndir farfuglar eða algerlega reynslu- lausir fuglar, þá tóku þeir upp rétta stefnu í búrinu. Hið eina sem þeir virtust hafa til að átta sig á var hinn stirndi nætur- himinn, sem sást upp um mæni búrsins. Til þess að rannsaka þetta betur, gerðum við nokkrar fleiri tilraunir. Við urðum þess vísari að þegar stjörnurnar voru huldar skýjaþykkni, urðu fugl- arnir áttavilltir. Þeir urðu líka ruglaðir þegar dreifð birta kom inn um mæninn. Til þess að geta tekið upp rétta, stöðuga stefnu, þurftu fuglarnir að geta séð stirndan himinn. Þeir gáfu svo nákvæmar gætur að himninum, að ef stjörnuhröp urðu, þá breittu þeir snöggvast um stefnu. Við settum fuglana í búr undir gerfi- himin, en það er hvelfing með eftirlíkingu af stjörnum. Þegar hvelfingin var látin vera upp- ljómuð en stjörnulaus, gátu fugl- arnir ekki tekið ákveðna stefnu. En þegar gerfihimininn var lát- inn vera eins og stjörnuhimin- inn er í Þýzkalandi, völdu fugl- arnir hina réttu stefnu, alveg eins og þeir myndu hafa gert, hefðu þeir séð hinn raunveru- lega stirnda himinn. Á gerfihimninum gátum við breytt stöðu stjarnanna. Með því að breyta miðbaugsfirð (declina- tion) þeirra fékkst út önnur breidd en sú sem við vorum staddir á. Þetta kom fuglunum til að halda að þeir væru stadd- ir norðar eða sunnar en þeir voru. Með því að færa stjörn- urnar í austur eða vestur, gæt- um við ef til vill ruglað fuglana í lengdinni, en hvað myndu þeir þá gera? Litli-hvítbarki heldur venjulega fyrst í suðaustur og yfir Balkanskaga, en þar breytir hann stefnu og flýgur beint í suður til Nílardalsins og þaðan áfram í suður til vetrarheim- kynna sinna. Tilraunir okkar voru búnar að sýna að svo lengi sem gerfihimininn var látinn sýna rétta stjörnumynd frá Þýzkalandi séð á 40° til 50° n. brd., tók tilraunafugl af litla- hvítbarka-tegund, sem við köll- uðum Nonna, þá stefnu sem bú- izt var við, nefnilega í suðaustur. En þegar við snerum gerfihimn- inum, þannig að stjömurnar gáfu til kynna suðlægari breidd en þá réttu, tók fuglinn upp samsvar- andi breytta stefnu meira til suð- urs, þegar gerfihimininn gaf til kynna 15° breidd, þá stefndi fuglinn beint í suður. Nonni var upp alinn í búri, hann hafði aldrei flogið úti und- ir beru lofti og þá heldur ekki farið til Afríku, samt gat hann notað stjörnurnar fyrir leiðar- ljós og valið þá leið, sem fuglar af hans tegund voru vanir að 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.