Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 29
« * fara. Ennfremur vissi hann þeg- ar breyta þurfti stefnunni á til- teknum breiddargráðum. Menn, sem áður höfðu gert tilraunir með fugla, héldu að þeir notuðu kennileiti á yfirborði jarðar til að styðjast við á ferðum sínum. Þeir héldu að ströndin fyrir botni Miðjarðarhafs væri merki hjá þeim um að breyta stefnunni í suður. En tilraunir okkar sýndu að fuglarnir settu stefnuna ein- göngu eftir stjörnunum. Næst breyttum við gerfihimn- inum þannig, að hann sýndi aðra lengd en þá réttu. Nótt eina þeg- ar Nonni var að baða vængjun- um og horfði í suðaustur, sýnd- um við honum gerfihiminn, sem búið var að færa til baka um 5 tíma og 10 mínútur. Samkvæmt því virtist staður búrsins vera 77° austar en hann var. Fuglinn sýndi strax merki þess að hann hafði orðið fyrir alvarlegri trufl- un. Hann horfði æstur á hinn framandi himinn, í meira en eina mínútu var hann í vafa um hvað gera skyldi, síðan sneri hann sér skyndilega við og stefndi í vest- ur. Samkvæmt gerfihimninum var staður búrsins austur við Balkash-vatn í Síberíu. Nonni vildi ekki una því og stefndi til Þýzkalands, þangað sem þessir fuglar byrja venjulega ferðir sínar. Jafnóðum og við minnk- uðum skekkjuna breytti fuglinn stefnu sinni til suðurs. Þegar við höfðum minnkað skekkjuna nið- ur í einn tíma og komnir á lengd Vínarborgar stefndi Nonni í suður. Þegar gerfihimininn var orðinn eins og hann átti að vera, þar sem við vorum staddir, á þeim tíma árs og nætur, tók fugl- inn upp hina venjulegu stefnu í suðaustur. Hátterni Nonna og tilraunir með aðra fugla, sanna að garð- söngvarar eru gæddir meðfædd- um undraverðum hæfileika til að rata eftir stjörnunum. 1 vitund þeirra er greipt nákvæm mynd af stjörnuhimninum miðuð við stað og tíma. Með því að líta snöggvast til himins vita fugl- arnir um leið stefnuna þangað sem þeir ætla að fara. Án nokk- VÍKINGUE urrar reynslu og með engan leið- arvísi annan en stjömumar, geta þeir gert sér grein fyrir hvar þeir eru staddir í tíma og rúmi. Undir skýjuðum næturhimni hafa þeir einhverja hliðsjón af fjallgörðum, strandlengjum og fljótum, sem glampar á í daufu næturskyni, á daginn nota garð- söngvarar sólina. Aðeins í blek- svarta myrkri, þegar lítið eða ekkert sést frá sér, eru fuglarnir í vandræðum. Þá fljúga þeir í hringi hjálparvana og dragast stundum að vitaljósum. Við ætlum að rannsaka ratvísi garðsöngvara í smáatriðum, fækka á kerfisbundinn hátt stjörnum og stjömumerkjum, til þess að komast að, ef hægt er, hvernig sú grundvallarmynd stjarna er, sem fuglarnir fara eftir. Mikil óvissa ríkir um það, hvernig fuglarnir geta leiðrétt fyrir breytingu stjörnuhimins í framþróunarátt, því eftir því sem ár og aldir líða breytist mynd stjömuhiminsins, að vísu hægt, en stöðugt og óaf .'átanlega. Jafnvel ennþá erfiðar "verður að útskýra, hvernig á því stóð að fuglamir tóku upp á því að treysta á stjörnurnar á íerðum sínum. Við vitum að garðsöngv- arar eru ekki einu dýrin sem búa yfir þessum hæfileika. Til- raunir hafa sýnt, að aðrir fugl- ar, skordýr, krabbar og köngu- lær, geta notað sól og stjörnur til að fara eftir. En margt fleira á yfirborði jarðar gæti komið til greina í sama tilgangi. Hvernig var sú framvinda, sem olli því, að fuglamir öðluðust hárná- kvæman hæfileika til að lesa úr stjörnunum. Hvernig sem því er varið, þá hljótum við að dást að hinu undraverða eðli fuglanna. Hinn litli garðsöngvari vegur aðeins hálft annað. lóð. Á haustin legg- ur hann Skyndilega upp í ótrú- legt ferðalag að nóttu til. Einn síns liðs en aldrei í félagsskap við fleiri fugla, flýgur hann suð- vestur um Þýzkaland, Frakldand og Spán, en breytir þá um stefnu, í suður, til hins fjarlæga áfanga- staðar í Suður-Afríku. Hann flýgur markvisst, hundruð mílna, á einni nóttu, án'þess að staldra við, svo viss er hann. Á vorin leggur hann aftur á stað, sömu leið til baka, til varpstöðvanna í’ Þýzkalandi eða Skandinavíu, til þess að fæða þar af sér nýja kyn- slóð lítilla söngfugla, sem alast upp, gæddir sama hæfileikanum og foreldrarnir til þess að rata sömu leið yfir höf og meginlönd, með stjörnurnar fyrir kort og kompás. Verðlaunagripir! ^_________________________/ 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.