Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 31
Hugmynd listamannsins um það, hvernig fiskveiðar á Norðursjó fóru fram, vakti atliygli lesendanna árið 1867. SKARKOLADALURINN Á sjókorti, sem skipstjórarnir fjórir fengu lánað hjá briggskip- stjóra nokkrum, tókst þeim að finna staðinn þar sem fjórða skútan hafði verið þegar veðrið skall á. Á þann hátt fannst þessi þröngi, djúpi neðansjávardalur. þar sem stór koli hélt sig að því er virtist í geysimildum torfum. Ein sagan frá silfurnámunum er um það, er skipstjóri nokkur frá Ramsgate, William Sudds að nafni, fann þar af tilviljun ái’ið 1834 og veiddi þar yfir fjögur þúsund stórkola í einu hali. Með- alþungi var 6 pund. Svo auðug reyndust fiskimið- in á Norðursjónum, að fiski- mennirnir í Brixham og Berking tóku að flytja sig búferlum til Hull og Grimsby, til þess betur að geta stundað veiðarnar. Þann- ig urðu til þessar mestu útgerð- arstöðvar Englands sem nú eru. Fljótlega urðu til stórir flotar af traustum segl-togurum, sem sóttu ákaft veiðarnar á Norður- sjó. Venjan var að hafa reynd- an skipstjóra eða „Admiral" fyr- ir hverjum flota. Mest orð fór af „Short Blues", „Gamecock", og „Red Cross“, en það voru nöfnin á fánum þeirra. I þá daga, er gnægð fiskjar var fyrir hendi, höfðu togararn- irsamvinnu er þeir kölluðu „Bulk fleeting“. Frá hverjum flota var aflinn fluttur á árabátum yfir í hraðskreiða kúttera (móður- skip). Fiskurinn var svo fluttur til næstu hafnar, losaður þar með hraði og ekið á hestvögnum með enn meiri hraða til Billingsgate markaðsins í Lundúnum. Sam- keppnin milli fiskiflotanna var mjög hörð. Rúmið í kútterunum var lítið og fiskurinn skemmdist fljótt. Það varð því kapphlaup um að komast sem fyrst að landi. Sá sem fyrstur kom var fyrst af- greiddur. Þetta leiddi oft beinlínis til handalögmáls. Árabátarnir reru hver á annan, hásetarnir börð- ust með hnefum, árum og báts- hökum. Kolastykkjum, seglfestu- steinum og öðru sem hönd á festi, var beitt. Vond veður ollu og tíð- VÍKINGUR um tjóni. Menn mörðust á fingr- um og útlimum, bátum hvolfdi og menn drukknuðu. En fiski- veiðarnar héldu áfram dag og nótt með óstjórnlegu kappi, og oft drógu skipin vörpur sínar hættulega nærri hvort öðru. Þessi aðferð að fiska í sam- floti, leiddi einu sinni til hættu- legs áreksturs á Norðursjó. Það var um miðnætti 22. októ- ber 1904. „Gamecock“-flotinn frá Hull undir stjórn „Admiral“ Carr var að veiðum um 200 sjó- mílur norðaustur af Spurnhöfða. Skyndilega vakti einn hásetinn á togaranum „Bassein" athygli skipstjórans á stórum skipum, sem nálguðust með miklum hraða. „Þetta eru herskip“, svar- aði skipstjórinn, og sneri sér að öðru, sem honum þótti meira máli skipta. En hann hafði naum- ast sleppt orðinu, þegar leitar- ljósum var brugðið upp á skip- unum. Var þetta flotadeild her- skipa, fjögur alls. Renndu þau svo nærri, að togararnir veltust ákaft af bógbylgjum þeirra. Rétt á eftir þeim komu önnur fjögur herskip, og spúðu þau rauðgulum leiftrum. „Þetta eru brezk her- skip að æfingum og skjóta leið- beiningaskotum“, segir „Admir- al“ Carr við einn af hásetunum. En hann komst fljótlega að raun um að svo var ekki. Miklir vatns- strókar eftir sprengikúlur risu allt í kring um „Gamecock“-skip- in, allt varð í uppnámi á svip- stundu. Togarinn „Moulmein“ varð fyrstur fyrir skoti. Fall- byssukúla fór í gegnum eldhús- ið og afturmastrið. Svo nærri sigldu þessi eldspúandi herskip, að togaramenn sem voru bæði undrandi og hræddir, heyrðu glamrið í fallbyssulásunum. Á togaranum „Crane“ hljóp einn hásetinn, Harry Moggard að nafni, út að borðstokknum o't veifaði fiski í ákafa, til þess að sýna árásarmönnum að hér væri um friðsöm fiskiskip að ræða. Svarið sem hann fékk, var áköf skothríð, sem sópaði burt fisk- inum og handleggnum með. Crane var undirlagður af skot- hríðinni. Þegar skipverjar þustu að björgunarbátnum, kom sprengikúla í vinduna og menn- irnir féllu hver um annan af sprengjubrotunum. Skipstjórinn féll höfðinu styttri í þessari hi’íð. Þriðji stýrimaður féll einnig, og annar stýrimaður særðist í baki. Togarinn Crane fór nú að síga í sjó, en skothríðinni linnti ekki. Henni var beint að flotanum í nálega hálfa klukkustund. Thain skipstjóri var að veiðum á Dogger Bank um þessar mund- ir á togaranum „Butterfly“, hann fiskaði einn sér. Heyrði hann skothríðina og skynjaði að eitthvað óvenjulegt væri að ger- ast. Hann sleppti því vörpunni í skyndi, setti upp öll segl og sigldi þangað sem ljósglampamir sáust. 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.