Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 33
Þegar hann kom á vettvang,
var skothríðin hætt og herskipin
farin leiðar sinnar. Thaim skip-
stjóri kom nú þar að sem Crane
var að sökkva. Var bátur settur
á flot frá Butterfly, en enginn
fannst lifandi eftir á slysstaðn-
um.
Gamecock-flotinn, sem orðið
hafði fyrir árásinni, sigldi nú
allur til Hull. Hafði múgur og
margmenni safnazt þar saman og
beið í ofvæni frétta af árásinni.
Það kom nú í ljós að herskip
þessi voru hluti af Austursjávar-
flota Rússa, sem þá átti í stríði
við Japana. Höfðu rússnesku her-
mennirnir haldið að Gamecock-
flotinn væri japönsk herskip (á
Norðursjó) og hafið skothríðina
í fáti.
Seinna varð rússneska stjórnin
að greiða £ 65.000 í skaðabætur
fyrir tjónið sem herskipin ollu
á fiskiflotanum. Reyndar litlar
sárabætur aðstandendum þeirra
sem misstu lífið í árásinni. En
minnisvarði var þeim föllnu
reistur í Hull.
En hvort sem friður var eða
ófriður, fært veður eða ófært,
hinu græðgislausa ránfiski á
Norðursjó var haldið áfi'am.
En togaraeigendur fóru að
veita því athygli að aflinn fór
stöðugfc minnkandi. Togararnir
urðu að sækja lengra og lengra.
Við réttarhöld nokkur í Hull ár-
ið 1883, kom í ljós af bókum
fisksalanna, að magnið af skar-
kola og öðrum flatfiski, sem fór
í gegnum hendur þeirra, fór ört
minnkandi. Fiskistofninum í
Norðursjó var að blæða út vegna
veiðigræðgi mannanna. Til þess
að halda sama aflamagni þurfti
að stækka veiðitækin. Tilkoma
gufutogaranna í lok nítjándu
aldar bætti ekki úr skák. Það
kostaði meira að smíða þá og
halda þeim við. Áhöfn þeirra var
stærri. Til þess að útgerðin bæri
sig, varð að fiska enn meir af
fiskstofninum, sem var sem óð-
ast að ganga til þurðar.
Það virðist ótrúlegt að hægt
sé að uppræta fiskinn í sjónum,
svo víðáttumikill sem hann er, en
það er, því miður, staðreynd.
Langmestur hluti sjávarins er
of djúpur til þess að hægt sé
að toga þar fyrir fisk, en með
þeirri veiðiaðferð er mestallur
fiskafli okkar fenginn.
Af þúsundum fiskategunda
sem menn þekkja í sjónum, eru
aðeins um tvö hundruð taldar
nytsamar, og þar af átta sérlega
verðmætar. Flestar þessara fisk-
tegunda halda sig á mjög tak-
mörkuðum svæðum ofan við
hundrað faðma mörkin á hinum
miklu landgrunnum við strend-
umar.
BREYTTAR
VEIÐIAÐFERÐIR
Snemma á tuttugustu öldinni
voru fiskimiðin á Norðursjó ná-
lega gjöreydd og gamla erfiða
bómutrollið ekki nothæft lengur.
Kraftmiklir gufutograrar, sem
notuðu fullkomnar Otter-botn-
vörpur komu til sögunnar. Þó
urðu þeir að toga eigi minna en
þrjár stundir í senn til þess að
eiga von á sæmilegu „hali“. Ott-
er-vörpurnar voru líka mestu
gallagripir. Botnvöltur þeirra,
sem eru geysi þungar, tortíma
ógrynnum af ungfiski, sem við
botninn lifir, kremja hann til
dauðs á staðnum. Auk þess fest-
ist mikið af smáfiski í möskv-
unum og missir lífið engum til
gagns. Allt þetta ungviði glatast,
nær ekki að vaxa upp og auka
kyn sitt.
Ríkisstjórnin vonaðist til að
geta verndað hinn dvínandi fisk-
stofn með því að setja há við-
urlög við því, að veiða fisk undir
vissri stærð. Þetta varð þó gagns-
laus tilraun, því smáfiskur sem
á annað borð lendir í vörpunni,
merst þar til dauðs milli hinna
stærri fiska, eða kafnar af snögg-
um þungabreytingum við að vera
dreginn upp. Hann á því ekki
afturkvæmt. Úr þessu var reynt
að bæta með því að fyrirskipa að
nota stærri möska á vörpunni svo
að smáfiskur slippi í gegn. Sú
tilraun náði þó ekki tilgangi sín-
um nema að litlu leyti. Brezkir
togarar notuðu slík net, en aðr-
ar þjóðir fylgdu ekki fordæmi
þeirra. Þetta kom í ljós snemma
á árinu 1955, þegar franski tog-
arinn „St. Pierre glise“ strand-
aði við Vaxham Norfolk. Möskv-
arnir í pokanum á vörpu hans
reyndust helmingi minni en al-
þjóðasamþykktin gerði ráð fyrir.
Rétt eftir heimstyrjöldina síð-
ari hófu Spánverjar svo kallað
„pair-fishing“. Tvö skip drógu
eitt stórt net á milli s.n. Létu
þeir greipar sópa um hin auð-
ugu hake-mið rétt utan við land-
helgi suðvestur strönd Irlands.
Irar urðu þessu sárreiðir, og
margir írskir fiskimenn tóku þá
byssur sínar með sér á sjóinn.
En það var hake-fiskihöfnin Mil-
ford Haven sem harðast varð úti
við þessar aðfarir og hefur ekki
enn beðið þess bætur.
Hake, sem fiskimenn kalla
241
Teikning frá veiðisvæðinu, þar sem rússnesku herskipin skutu af handahófi í
myrkri á togara Englendinga, að veiðum í Norðursjó.
VÍKINGUR