Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 34
„Silvery Death“ af því hann heldur sig mest á mjög miklum hraunbotni, er seinþroska fisk- ur. Talið er t. d. að fiskurinn verði ekki kynþroska fyrr en hann er tíu ára gamall. Með veiðiaðferðum þeim sem Spán- verjar notuðu, svo og hraðflutn- ingum á aflanum til Spánar, gjöreyddu þeir stofninum á stutt- um tíma. Árangurinn er líka kominn í ljós. Hake, eins og reyndar margar fleiri fiskteg- undir, er nálega horfinn af mið- unum. Fiskimennirnir í Milford Haven, sem áður veiddu Hake að sjö tiundu hlutum af afla- magni, eru nú fluttir til annarra útgerðarstaða eða komnir í aðra vinnu. Togararnir í Milford Hav- en eru flestir settir á land og margir sjómenn þar atvinnu- lausir. Það er ekki aðeins Hake-veið- in sem hefur þorrið við þessa rán yrkju. Aðrar fisktegundir, svo sem þorskur og koli, hafa einnig gengið til þurrðar. Árið 1930 var áætlað magn af þorski í Norðursjó einum þriðja minna en árið 1920, og magnið af kola aðeins einn tólfti af því sem það var um aldamótin síðustu. Nú er gizkað á að eigi séu eftir nema svo sem þrjú hundruð milljónir kolar í Norðursjónum. Skamm- sýni togveiðimanna er þannig sönnuð óhrekjanlega. Til þess að fullnægja kröfun- um um aukna matvælaöflun vegna sífelldrar fólksfjölgunar, hafa togarafélög og einstakir togaraeigendur orðið að fara æ lengra og lengra til hafs á stærri skipum með fullkomnari tækjum og fjölmennari áhöfnum. Þegar Norðursjórinn var nálega þurr- ausinn, leituðu togaramenn norð- ur eftir. Þeir fara nú norður í Is- haf þar sem er rekís og hið lífs- hættulega — „black frost“. Þeir sækja veiðar upp undir skerjótt- ar strendur Islands, og hin eyði- legu hafsvæði við Bjarnarey, Nova Zembla, og svo Hvítahafið sem er stranglega vaktað af Rússum og þeirra „tólf mílna landhelgi“. Þá veiða þeir í „Djúp- inu“ við Noregsströnd, sem fiski- mennirnir kalla Mannskaðavegg- inn, „Wall of Death“. Eins og gamli Gamecock-flot- inn á Norðursjó, þá safnast hér saman til veiða togaraflotar frá ýmsum þjóðum, auk Rússa, en veiðiáæltun þeirra árið 1956, nam ekki minna en 3,5 milljónum smálesta af fiski. Þó að veiðarnar á Norðursjó í „gamla daga“ væru erfiðar og hættulegar, voru þær bamaleik- ur einn samanborið við veiðam- ar nú í Norðurhöfum. I þessu síð- asta vígi hins eftirsótta fisks er nú sífellt beitt hinum hörkuleg- ustu vinnuaðferðum. Hafa veð- urbitnir og öróttir togarasjómenn á takteinum hinar ótrúlegustu sögur af starfinu á þessum slóð- um. Meðal þeirra er sagan af tog- araskipstjóranum sem greiddi einum hásetanum aðeins „einn shilling á mánuði og fæði“ af því að þessi vesalings maður þoldi ekki að standa dag og nótt óslitið í fiskikassanum við aðgerðina. Þá er sagan um það, þegar mað- ur varð fyrir vörpuhlera á ein- um togaranum og marðist til dauðs. Á öðrum kom það fyrir að togvír slitnaði. Endinn slóst á hálsinn á einum hásetanum með svo miklu afli að höfuðið tók af. Gekk maðurinn nokkur skref áður en hann félli. Og furðuleg er sagan um nakið lík af konu sem sýnilega hafði verið myrt, kom það í vörpuna. Líkið féll út úr pokanum og klemmdi vota handleggina um hálsinn á báts- manninum sem leysti frá. Þá eru einnig sögurnar um draugaskipin og skipverjana á þeim, sem stöðugt sjást sigla á milli boða og blindskerja, sem endur fyrir löngu höfðu orðið þeim að aldurtila. Og ömurlegt er að heyra talað um síðustu fregnirnar sem bárust frá skip- um sem háðu síðustu lotuna við ólgandi hafið „. . . Bátarnir farn- ir . . . reykháfurinn farinn . . . engin von . . . England, vertu sælt!“ Skerandi neyðaróp hafa heyrzt frá nýjum og traustum togurum sem hafa farið á hlið- ina og sokkið vegna yfirísunar. Þannig fórst togarinn „Lorella“ við Islandsstrendur út af Horni miðvikudaginn 26. janúar 1955. Það síðasta sem frá honum heyrð- ist var: „Skipið er komið á hlið- ina . . . skipið er komið á hlið- .. . “. Sambandið rofnaði og skip- ið fórst með allri áhöfn. Rúm- um tveimur klukkustundum síð- ar kom annað neyðarkall, var það frá togaranum „Roderigo". „.. . Ástandið er að verða alvarlegt . . . hallast mikið í stjórnborða .. . hallinn eykst ... getum ekki rétt skipið . .. hallast meira .. . hallast meira“. Þrátt fyrir hetju- legar tilraunir með flugvélum og öðrum togurum tókst ekki að koma því til hjálpar. Það sökk undir ísbrynjunni sem á það hlóðst. Aðstandendum 40 skip- verja var færður boðskapurinn um að eiginmenn, unnustar og synir mundu ekki koma aftur. Furðulegar og oft skemmtileg- ar eru sögurnar sem heyrast í útvarpinu ýmist á frönsku, belg- isku, rússnesku, íslenzku, norsku, færeysku, þýzku, hollenzku og ensku, sem togai’askipstjórar henda á milli sín og stundum á máli sem illa er prenthæft. Vill þar vera ýmist i ökla eða eyra um aflabrögðin. Einn skipstjór- inn bar sig aumlega og tilkynnti að hann hefði misst öll veiðar- færin og brennt öllum kolunum, en fiskað eina vesæla 80 kassa af fiski. Annar tilkynnti með yfirlæti miklu og fögnuði að hann hefði veitt 4000 kassa af fyrsta flokks ýsu, sem mundi vera að verðmæti nálega & 20.000. Þegar fiskimennirnir sjá þá óhemju af slori og afskornum hausum sem fleygt er og grotn- ar og óhreinkar sjóinn, er þeim Ijóst að fiskurinn er dauðadæmd- ur. Ár eftir ár minnkar aflinn, brátt fyrir stærri skip og full- komnari veiðitæki, sem bókstaf- lega sópa til sín af hinum sí- minnkandi fiskistofni. Svo fullkomið er veiðiskipið „F. V. Fairtry“, sem er í senn botnvörpuskip og verksmiðjuskip með öllum nýjustu veiðitækjum, að þar mun naumast hægt um að bæta. Þar eru meðal annars raf-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.