Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 37
voru opnaðar, og yfir öllu prests- setrinu hvíldi sífelldur órói og amstur. Ræða prestsins var aum- leg, og flutningur hennar enn lakari, því presturinn stautaði sí- fellt og stamaði svo samhengi ræðunnar fór allt út um þúfur. Við miðdagsborðið, sem að vísu eins og áður fyrr, var hlaðið alls konar kræsingum, var sama ókyrrðin og truflunarkennd yfir öllu. Prófastinum varð strax á, að hugsa á sama hátt og ráðs- konan hafði gert, að hinn góði aldraði prestur, væri ekki að- eins farinn að hrörna af elli, heldur myndi hann einnig hafa lagzt heldur sterklega í hin jarð- nesku styrktarmeðul, mat og vín, svo að það væri farið að ofgera honum. Og slík hugsun var ekki óeðlileg er maður horfði á prest- inn berjast við að koma í sig matnum, snöggar og krampa- kenndar hreyfingar á höndum hans, er hann gusaði súpu og víni út yfir borðdúkinn, og stráði af mikilli gjafmildi kjötbitum, sósu og kökumylsnu út um allt borðið eins og þegar maður varpar korni eða brauðmolum fyrir smáfugla á vetrarhjam. Það setti þunga sálarvanlíðan að prófastinum, er hann horfði á þessi ósköp, og ekki laust við hálfgerðan ótta, er honum varð hugsað til eigin ánægju yfir mat og víni, þótt hann að sjálfsögðu ávallt hefði gætt ýtrasta hófs um hvorutveggja. Prófasturinn taldi að hér væri um áminningu að ræða af guðs hálfu, og ábending til hans sjálfs að gæta hófs í þessum efnum, áður en allt væri um seinan. Með niðui’bældu and- varpi horfði hann angurvær á kræsingar borðsins, og vínflösk- urnar, sem stóðu á hliðarborði rétt hjá. Rétt í þessum hugleið- ingum hans, kom presturinn með eina flöskuna og gerði sig lík- legan til að reyna að hella í glas prófastsins, en hann lagði hönd- ina ofan á glasið til mei-kis um að hann vildi ekki meira vín, og um leið bað hann rámri röddu ráðskonuna að færa sér þunna brauðskífu með feiti ofan á, í stað aspargessúpunnar, anda- VÍKINGUR steikarinnar, eplakökunnar og annarra kræsinga. Presturinn lét sem ekkert væri við hina óvenjulegu hegðun próf- astsins að athuga, en hin snjalla ráðskona varð svo öskureið yfir að prófasturinn skyldi þannig formsá verk hennar, að hún hent- ist fram í eldhús, skar þykka snyttu af sauðatólg og klessti henni ofan á skorpnaða rug- brauðssneið, er hún kom inn með og hreytti á disk prófastsins. Þannig leið þessi vísitasíu- dagur. Þegar presturinn gafst upp við að koma í sig meira af mat og víni, og prófastinum hafði með erfiðismunum tekizt að koma nið- ur rúgbrauðinu með sauðatólg- inni, því ekki þorði hann að biðja ráðskonuna um vatnsglas til þess að skola því niður með, drógu karlmennimir sig í hlé inn í skrifstofu prestsins, til þess að ræða andleg málefni. Er prest- urinn ætlaði að kveikja í pípu sinni, byrjaði sami skjálftinn og rykkirnir sem áður, og hvað eftir annað slokknaði á kveiknum eins og ljósinu væri blásið burt af ósýnilegum munni, tóbakið hrist- ist úr pípunni út yfir gólfteppið, og loks missti presturinn pípuna úr hendi sér niður á gólf þar sem hún brotnaði. Prófasturinn gat nú ekki leng- ur á sér setið, innan um alla þá viðurstyggð, sem við honum blasti, og hellti úr skálum reiði sinnar yfir vesalings prestinn, fyrir það, að hann hefði látið lystisemdir lífsins ná svo yfir- tökum á sér, og nú yrði hann að gjalda þeirrar glópsku sinnar, með því að hafa gjörsamlega misst vald á anda sínum og stjórn á líkamlegum hreyfingum. Aumingja presturinn sat saman- hnipraður og volaður í hæginda- stólnum sínum og reyndi að bera af sér með því að útskýra fyrir prófastinum, að öll þessi ósköp hefðu byrjað, vetrarkvöldið, þeg- ar snjóbylurinn braut rúðuna. Síðan hefði allt verið öfugsnúið, * Utvegsmenn! Höfum fyrirliggjandi á lager eða seljum beint frá framleiðanda allar stærðir og gerðir af hinum viðurkenndu SUNDLETT plastflotum á net og og nætur. Einnig netja- baujur og björgunarhringi úr Polyvinylklorid, sem er ótrúlega sterkt og endingargott. * * KRISTJAN 0. SKAGFJORD H.F. Reykjavík — Sími 2 41 20. 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.