Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 38
hlutir dyttu um koll, án þess að komið væri við þá, máltíðir væru sífellt angur orðnar, jafnvel veiðihundurinn hans, hún Díana, hlypi í hvarf þegar hann ætlaði með hana til veiða, og á kvöldin hnipraði hún sig lafhrædd inn í króka og gjammaði út í loftið eins og hún sæi eitthvað sem öðr- um væri hulið. Og hvernig ætti mér að vera mögulegt eftir slík ósköp á hverjum degi vikunnar, að standa rólegur frammi fyrir sóknarbörnunum mínum á sunnudögum. Prófasturinn var að því kom- inn að hrista þessi ótrúlegu skýr- ingarorð prestsins af sér með því að endurtaka yfir honum sömu skammirnar um hegðun hans sem fyrr, en allt í einu for- myrkvaðist svipur hans, og hönd hans titraði, er hann spurði, hvort presturinn, sjálfur kirkj- unnar þjónn, væri einnig farinn að trúa á drauga, eða hvort hann ætlaði með slíkum sögum að vef ja um fyrir sjálfum prófastinum. Aumingja presturinn hristi höfuð sitt og vissi hvorki út né inn hvað hann ætti að segja. Hann skynjaði á sjálfum sér dag- lega, að vofa, draugur eða andi lék hann svo grátt, en á hinn bóginn þorði hann ekki að vé- fengja orð ritningarinnar eða viðurkenna slíkt fyrir prófastin- um, og þó tautaði hann saman- bitnum tönnum: „fantasma es- tin“. Prófasturinn stóð ekki lengi við eftir þetta, en á meðan hann stóð frammi í fordyrinu og var að klæðast ferðafötunum, sló grimmri og óguðlegri hugsun niður í heila prestsins. Hann tók andköf og roðnaði og fölnaði á víxl og átti auðsjáanlega í ógur- legu sálarstríði við samvizku sina. Að lokum stundi hann upp titrandi röddu við prófastinn, að staldra við augnablik, meðan hann aðgætti lítils háttar sem hann hefði gleymt á skrifstof- unni, og hann beið ekki eftir svarinu heldur hljóp í einum spretti upp á loftið. Þegar hann kom inn í skrif- stofu sína, spennti hann greip- ar og horfði einbeittur út í loft- ið, stór bók féll úr efstu hillu bókaskápsins með braki niður á gólf. Þá rauf presturinn þögn- ina, og sagði fram lausnarorðin, skýrum rómi og greinilega: „Ég trúi að þú sért til“. í sama mund hrópaði prófast- urinn í forstofunni. Presturinn opnaði dyrnar á skrifstofu sinni og hraðaði sér fram, snöggur vindsveipur þaut framhjá hon- um og ýfði hvíta hárlokka hans. Prófasturinn var þegar kominn út um aðaldyrnar er stóðu opn- ar og steig nú upp í kerru sína, hestarnir kipptu óþolinmóðir í taumana, hinir andlegu heiðurs- menn hneigðu sig hvor fyrir öðr- um í kuldalegri kveðju, og kerr- an rann úr hlaði. Þegar hún var komin nokkuð út á veginn, sá presturinn að hattur prófastsins fauk upp í háa loft, hestakeyrið dansaði sjálfkrafa yfir hestun- um, og gneistar flugu úr hjól- nöfrunum. Hann draup höfði og hvíslaði undurlágt í auðmýkt: „Herra, fyrirgef mér“, síðan gekk hann léttum skrefum inn í hús sitt, bað ráðskonuna að leggja að nýju á borðið fyrir sig, og síðan át hann og drakk af beztu lyst í fyrsta sinn um lang- an tíma, óáreittur og ánægður eins og í gamla daga. (Lausl. þýtt Halld. J.). MEÐ NOTKUN CUMMINS DIESEL í FISKIBÁTA T Cummins Diesel með hinu eirifalda P.T. olíukerfi I VINNST ÞETTA: I 1. LÆGRI STOFNKOSTNAÐUR 4. VARAHLUTABYRGÐIR NÆGAR. 2. VÉLIN LÉTTARI 5. ÞJÁLFAÐUR VIÐGERÐA MAÐUR 3. OLÍUEYÐSLA MINNI 6. VÉLIN FYRIFERÐAMINNI NÚ ÞEGAR ERU VÉLAR ÞESSAR í NOTKUN í ÍSLENZKUM FISKIBÁTUM ORKA H.F. HVERFISGÖTU 106 V._____________________________________________________________J 246 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.