Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 39
Sjómenn er tíðum dvelja fjarri heimilum sínum fái hærri laun, en hliðstæðar stéttir í landi. — ^jóivicinnacjjciícl?uru Eftir Örn Steinsson Að undanförnu hefur mikið verið skrifað og skrafað um hinn svokallaða sjómannagjaldeyri. Blaðamennimir okkar blessaðir hafa hver af öðrum barið sér á brjóst og þótzt öðrum fremri í því að standa vörð um þjóðar- hag. Gott er að hafa álit á sjálf- um sér og sæll er hver í sinni trú. Stundum virðist manni þó skjóta skökku við og oft á stund- um fara lítið fyrir þjóðarhag, svona hversdagslega að minnsta kosti, enda er lífsbaráttan hörð, og flestir þannig af guði gerðir að vilja ota sínum tota. Sjómannagjaldeyririnn er ekk- ert sérstakt fyrirbrigði á Islandi. Hann þekkist út um allan heim hjá hverri einustu siglingaþjóð. Það er hefð, sem hefur skapazt, að láta sjómenn fá kaup sitt í mynt þess lands, sem siglt er til. Sú hefð byggist á því, að talið er sjálfsagt að sjómaðurinn hafi í fórum sínum peningamynt við- komandi lands, sem hann getur notað til eigin þarfa á staðnum. Hjá flestum siglingaþjóðum rík- ir enn svo mikil mannúð, að ósæmandi þykir að binda sjó- mennina um borð í skipunum er þau hafa viðdvöl erlendis. Mörg- um, sem hæst gaspra um afnám sjómannagjaldeyrisins, myndi vissulega þykja sitt hlutskipti aumt að geta ekki skroppið í land vegna peningaleysis, þegar þeir dvelja í heldur óvistlegum höfnum erlendis. Um hitt má auðvitað deila hversu hár sjómannagjaldeyrir- inn á að vera. Flestar siglinga- þjóðir veita sjómönnum sínum allt kaup í erlendum gjaldmiðli, ef þeir óska þess. 1 íslenzkum VÍKINGUR sjómannalögum er einnig gert ráð fyrir því, að skipverji geti krafizt launa sinna í erlendri mynt. Aðrar reglur hafa þó ver- ið viðhafðar, og eru nú í gildi þær reglur, að farmenn fá 30% af kaupi sínu í erlendri mynt en fiskimenn 30—35 sterlingspund í hverri söluferð til útlanda. Með- alkaup stýrimanna á stærstu flutningaskipum okkar er 6000 kr. á mánuði. Samlívæmt reglu- gerð eiga þeir heimild að breyta 1800 kr. í erlenda mynt. Fyrir hvert sterlingspund verður far- maðurinn að greiða 60.10 kr., eða hann getur fengið samtals 30 sterlingspund á mánuði. Eigi verður því neitað að £ 30 er all- stór upphæð miðað við kaup og verðlag í ýmsum löndum, sem siglt er til. En 6000 kr. mánað- arlaun er ekki mjög hátt kaup, þegar litið er á íslenzka stað- hætti. Það er skoðun mín að innan- landsmálum verði svo að haga að þeir, sjómennirnir, sem dvelja tíðum að heiman fái eitthvað meira í aðra hönd, en hliðstæð- ar stéttir í landi. Og ef gjald- eyrinn þarf að skera niður að verulegu leyti, er varla stætt á öðru en hækka eitthvað launin. Jón Árnason fyrrv. banka- stjóri skrifar einkar skemmti- lega grein í Tímann 2. nóv. síð- astliðinn. Þar er að finna sam- bland af idealisma og vanþekk- ingu. Vanþekkingin er fólgin í því að svo er að sjá sem höfund- ur haldi að sjómannagjaldeyrir- inn sé eitthvað nýtt af nálinni. Ég hef þegar sýnt fram á að svo er ekki. Jón segir, að sjó- menn hafi fallið frá frekari kauphækkunarkröfum til að öðl- ast gjaldeyrishlunnindin, og þar með hafi því verið slegið föstu að íslenzkur gjaldmiðill væri minna virði en skráð gengi hans. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að sjómenn hafa aldrei viljað líta á gjaldeyrinn sem kaup. Hag- fræðingar eru sama sinnis, því of miklar sveiflur eru á gjald- miðlinum til að telja hann sem kaup. Hins vegar hafa útgerð- armenn verið óþreytandi í því að túlka og reikna gjaldeyrinn til stórkostlegra kjarabóta, og feng- ið í því dyggilega aðstoð blaða- manna að telja almenningi trú um að svo væri. Með þessari ákveðnu túlkun útgerðarmanna verður því eigi neitað, að stétta- félög sjómanna hafa orðið að sætta sig við útreikning á kaupi meðlima sinna með nokkru til- liti til gjaldeyrisgreiðslanna. Og þegar ríkisstjórnin beitti sér fyrir 55% yfirfærslugjaldi á sjómannagjaldeyrinn síðastliðið vor hitti skrattinn fyrir ömmu sína. Þetta þýddi eftir fyrr- greindri túlkun útgerðarmanna 16y~i % kjaraskerðing á beinum útgreiddum launum farmanna. Og þá var það gert, sem Jón Árnason þusast út af, að útgerð- irnar tóku á sig 25/55 hluta yfir- færslugjaldsins. Með þessari byrði töldu útgerðirnar sig veita farmönnum 7% kjarabót. Allir vita að almennar kjara- bætur til launþega nema nú frá 7—14% umfram bjargráðin. Stéttafélög yfirmanna á milli- landaskipum hafa því með til- liti til hins alvarlega ástands í landinu fallið frá kaupkröfum og vilja líta á þessa greiðslu út- gerðanna sem tilsvarandi kaup- uppbót er almenningur í landinu hefur fengið. Komi því frekari skattur á gjaldeyrinn verður ekki komizt hjá að skrifa hann á kostnað kjaraskerðingar. Sjó- mannagjaldeyrinn má aldrei fella niður, því að það er sama og að setja sjómenn okkar í fang- elsi er þeir dvelja í erlendum höfnum. Jón Árnason dróttar því að samningamönnum fannanna, að 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.