Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 43
KTINNI
Maður nokkur sótti um skilnað á
þeim forsendum að hann hefði ekki
verið búinn að fá sér gleraugu þegar
hann kvæntist.
*
Nokkrir sjómenn sátu á veitingahúsi
og skemmtu sér. Allt í einu segir einn
þeirra: Ég skal veðja við hvem ykkar
sem er, að ef einhver ykkar lætur
hundrað krónu seðil undir hattinn sinn
hérna á borðinu, þá skal ég ná seðl-
inum, án þess að snerta hattinn.
Héma er hundraðkallinn, sagði einn
kunningja hans og hér er hatturinn
minn ofan á honum. Galdramaðurinn
barði nokkur högg ofan á borðplötuna
og undir hana. Svo dró hann hendina
undan borðinu og sýndi félögum sín-
um hundrað krónu seðil í lófanum.
Sjómaðurinn, sem átti hattinn, þóttist
viss um að hans hundraðkall væri enn
á sínum stað, en lyfti hattinum til þess
að gá að því. En þá greip galdramað-
urinn seðilinn og stakk honum í vas-
ann.
*
Eiginkonan: Hugsaðu þér bara, hvað
hún Sigríður er ókurteis. Hún geysp-
aði tíu sinnum þessa stuttu stund, sem
ég var að tala við hana. Hún hefur
sennilega alls ekki verið að geyspa,
góða mín, sagði maðurinn. Kannski
hefur hún bara ætlað að segja eitthvað.
*
Aldrei er tjáningarfrelsið eins nauð-
synlegt manninum og þegar hann hef-
ur slegið á fingurinn á sér með hamri.
*
Banki nokkur sendi öðrum banka, sem
hafði opnað nýtt og glæsilegt útibú á
öðrum stað í borginni, blómvönd í til-
efni af því. Á kortinu, sem fylgdi blóm-
vendinum stóð: Vér samhryggjumst
innilega. Útibússtjórinn hringdi til
veslings blómasalans, sem hafði orðið
þessi skyssa á og krafðist skýringa.
Ég bið mikillega afsökunar, sagði
hann, en ekki veit ég hvernig þeim
hefur orðið við, sem fengu hinn blóm-
vöndinn, í tilefni af dauðsfalli. Á kort-
inu, sem fylgdi þeim blómvendi stóð
nefnilega: Til hamingju með nvja stað-
inn.
Lítil telpa spurði mömmu sína:
— Mamma, hver skapaði mig?
— Guð skapaði þig, svaraði móð-
irin.
•— Og skapaði guð þig líka,
mamma?
— Já.
— Og ömmu og langömmu líka?
— Já, bamið mitt.
— Ætlarðu að telja mér trú um
það, mamma, að ekkert ástalíf hafi
átt sér stað innan fjölskyldunnar í
meira en 200 ár?
*
Það var stórveizla hjá Jóni Jóns-
syni og stemmningin komin hátt.
Allt í einu horfir frúin hans ótta-
slegin á hann og segir: — Nú mátt
þú alls ekki drekka meira í kvöld,
andlitið á þér er orðið svo ógreini-
legt. i
*
Hjónin voru í fasta svefni. Konuna
dreymid þá að hún væri á leynilegu
stefnumóti með öðrum manni. Henni
fannst maðurinn sinn koma, og hún
æpti upp úr svefninum: Guð minn góð-
ur, maðurinn minn! Maðurinn hennar
hrökk upp úr fasta srefni — og þaut
í ofboði út um gluggann.
*
Auglýsing í dagblaði • Maður, sem
fær útborgað á föstudögum, en er allt-
af orðinn blankur á þriðj adöguin, ósk-
ar eftir að kynnast manui, sem fær
útborgað á þriðjudögum, ei er orðinn
blankur á föstudögum.
*
Flaskan er tóm, og féð er þrotíð,
Gleðin er horfin, glasið brotið.
Segðu mér — hefi ég nokkurs not'ð?
Kj. J. Gíslason frá Mosfelli
*
Það var í ameríska þrælastríðinu.
Liðsforingi úr her Norðurríkjanna
hitti gamlan negra og gaf sig á tal
við hann.
— Heyrðu, karl minn. Þú veizt
að þetta stríð milli okkar og Suður-
ríkjanna er aðallega háð þín vegna.
— Ojá, ég hefi heyrt talað um
það.
— Þú þráir frelsi?
— Jú, ég býst við því.
t— Af hverju ertu ekki sjálfur í
hernum ?
Gamli maðurinn klóraði sér í
höfðinu, en spurði svo: — Heyrðu,
hefur þú nokkumtíma séð tvo
hunda berjast um bein?
— Já, oft.
— Og tók beinið nokkum þátt í
bardaganum ?
*
Ef karlmaður gerir axarskaft, segja
aðrir karlmenn: Skelfing er maðurinn
vitlaus. En — ef kona gerir axarskaft,
segja þeir: Skelfing er kvenfólkið vit-
laust.
*
Á listsýningu.
Eiginmaðurinn var búinn að standa
lengi fyrir framan stórt olíumálverk,
sem bar nafnið „Vor“. Það var af
ungri stúlku, töfrandi fallegri, og var
nekt hennar hulin nokkrum vorgræn-
um laufblöðum, sem komið var fyrir
á hernaðarlega mikilvægum stöðinn.
Allt íeinu gall við húsbóndaleg rödd
eiginkonunnar: Jósef, hvað ætlarðu að
standa þarna lengi? Ætlarðu að bíða
til hausts — eða hvað? Neal O’Hara
*
Frá bæjarfulltrúaefni, sem ekki náði
kosningu, birtist svohljóðandi þakkar-
ávarp: „Beztu þakkir frá mér til allra,
sem kusu mig, og beztu þakkir frá
konunni minni til allra, sem kusu mig
ekki“.
*
Ef þig langar til að finna auman
blett á manni, þá taktu eftir því,
hvaða galla hann sér bezt hjá öðr-
um.
VÍKINGUR
251