Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 45
mannanna tveggja, sem lágu þar hlð viið við hlið á gólfinu. Drengurinn lagaði teið með hang- andi hendi og mundi að hann átti eftir að kalla á Gregson. — Te, skipstjóri! Það er nýlagað. — Ég hef ekki tíma til neins, sagði Gregson. Hann er að hvessa. Við þurfum að koma strákunum inn. Drengurinn leit við og tók nú í fyrsta sinn eftir því að veðrið hafði breytzt. Það var rigning og rok á öllu sundinu, öldurnar byltu sér hvítfyssandi, dökk óveðursský sigldu um loftið. — Eftir svo sem klukkutíma verður hér band-sjóð- andi vitlaust veður! sagði Gregson. — Við fórum of langt vestur. — Drengurinn minntist hinna árang- urslausu reiðikasta hins dauða Jimmy’s, er hann var að heimta nýja hjálparvél, en hann sagði ekk- ert. Það var of seint núna. — Þú ættir að fara niður, sagði Gregson. Og hafa gætur á þeim tveimur. — Já, sagði drengurinn. Harkan í rödd Gregsons gerði drengnum hverft við, og hann sner- ist óðara á hæli. Þó mætti augum hans yfirbreidda þústin á þilfarinu, sem var líkami vélamannsins, sund- urtættur, storknuðu blóðflekkirnir í ábreiðunni teknir að dökkna í rign- ingunni, blóði litað vatn seitlaði um þilfarið. Þessi yfirgefna þúst dauð- ans, sem þó virtist ekki alveg dauð, fyllti hann nýjum, ægilegum hryll- ingi. Hann þaut niður stigann í köldum svita, staðnæmdist við ká- etuborðið, þreif tebolla og svalg eins og óður maður. Teið virtist hressa hann og hjálpa honum til að gleyma sýninni á þil- farinu. Enski flugmaðurinn hafði teygt út aðra hendina og gripið um borð- fótinn og þannig tekizt að draga sig eitt eða tvö fet í áttina að Þjóð- verjanum, svo að hann gat nú snert öxl hans. — Messner, ég er að tala við þig, Messner. Hann leit á dreng- inn og sagði: — Hann hefur verið að hósta og stynja svo hroðalega, og nú svarar hann ekki. Hann togaði í jakkann á þýzka flugmanninum. — Messner, sagði hann. Drengurinn kraup niður við hlið VÍKINGUR Þjóðverjans, sem hafði snúið höfð- inu frá enska flugmanninum. Blóð- ið, sem hann hafði hóstað upp, flaut um vanga hans og jakka og káetu- gólfið. Það var óstorkið, og það lak lítið eitt út úr munninum, er dreng- urinn hreyfði höfuð hans. Við hreyf- inguna sneru augu hans beint í átt- ina til drengsins. Það var auðséð, að hann sá ekkert með þessum stjörfu augum. — Það kemur blóð út um munninn á honum, hvíslaði drengurinn. —• Yfir hann allan. Meðan drengurinn var að finna sjúkrakassann í hirzlum Gregsons, lá enski flugmaðurinn grafkyrr með lokum augu, eins og hann væri mjög þreyttur. Þjóðverjinn haifði byrjað að stynja lágt. Höfuð hans valt með hægum, háttbundnum hreyfingum eins og höfuð á leikhúsbrúðu sitt til hvorrar hliðar. Drengurinn opnaði sjúkrakassann og lagði hann við hlið enska flug- mannsins, en hann lét sem hann sæi það ekki eins og honum hefði dottið eitthvað annað í hug. — Aðgættu undir ábreiðuna hans, sagði hann. — Reyndu að hagræða honum og losa um fötin hans. Er hann dró ábreiðuna af Þjóð- verjanum, sá hann að dökkur flekk- ur hafði breiðst yfir fæturna ofan- verða og upp í lærkrikann. Drengn- mn féllust hendur. Þetta var eitt- hvað, sem gaf ekki tilefni til hug- leiðinga. Hin hræðilega merking þess heltók hann. Hann farin, hvern- ig tennurnar í munni sér nístust saman, um leið og hann kastaði ábreiðunni yfir líkama hans aftur. — Hvað er það? sagði flugmað- urinn. — Blóð, sagði drengurinn. — Blóð um hann allan. Fæturna og magann. — Hafðu breitt yfir hann, sagði flugmaðurinn. Hann talaði eins og öllu væri lokið, og það var þreyta í málrómn- um. Hendur hans héldu enn um sjónaukann. Það vottaði fyrir óstöð- ugu brosi á andliti hans, sem sýndi óvæntan þrótt. — Viltu soðið te? spurði dreng- urinn, en flugmaðurinn sagði: — Nei, ekki meira, þakka þér fyrir. Sittu og talaðu við mig. Drengurinn vissi ekki hvað hann átti að segja. Honum fannst flug- maðurinn frekar eiga að tala. Hann hafði miklu meira að segja frá. Hann, orustuflugmaðurinn, var í augum drengsins hálfgerð ævin- týrapersóna. Um leið og hann steig á skipsfjöl, tóku hrollvekjandi og ævintýralegir atburðir að gerast. Drengurinn þráði að heyra hann segja frá flugi, flugvélum, loftor- ustum. En flugmaðurinn sagði aðeins: — Það er orðið fjandi dimmt hér inni. Finnst þér það ekki? — Nei, sagði drengurinn. — Það er ekki orðið dimmt. En ég get kveikt á lampa. •— Lampa? Flugmaðurinn sagði orðið hægt eins og hann tímdi ekki að sleppa orðinu og vildi hafa það sér til huggunar. Drengurinn stóð upp og reyndi að kveikja á eldspýtu, en gusturinn frá káetudyrunum slökkti sífellt á hjá honum. Hann lokaði dyrunum og tendraði ljós á lampanum, sem var þeim megin, er Englendingurinn lá. Hann skrúfaði fölan flöktandi logann upp. Þegar hann hreyfði sig frá lampanum, féll skuggi hans, dökkur og trölslegur, á líkama flugmannsins. Skugginn kom inn hjá honum hálfgerðum ugg og hann kraup nið- ur. Ljós lampans féll á andlit enska piltsins, fölt og magurt, og um leið og drengurinn beygði sig niður sá hann í því fyrstu mót dauðans. Augu flugmannsins voru lokuð, en munn- urinn lítils háttar opinn eins og orðið lampi væri enn hálftalað á vörum hans. Þar sem flugmaðurinn lá í dauða- móki opnaði hann skyndilega tvö augu, sem virtust myrk og varla skynja ljósið frá lampanum. Það var í þeim dökkur og ókennilegur gljái, og drengnum var órótt inn- anbrjósts. Þá heyrði hann flug- manninn segja: — Betra, þetta er betra, og honum létti. — Hvernig hefur Messner karl- inn það? — Það heyrist ekkert í honum, sagði drengurinn. — Fjandi hugaður náungi, sagði flugmaðurinn. — Kannski hefur það ekki verið hann, sagði drengurinn. Hann var ekki beinlínis áfjáður í að veita óvininum slíka viðurkenningu. 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.