Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 8
Einu sinni endur fyrir löngu, bjuggu sjálfstæðir sænskir ættstofnar, þar sem nú er kallað Mið-Sví- þjóð. Hver þeirra réði þá sinu landsvæði, en ættar- höfðingjar Upplands voru þá voldugastir, og náðu yfirráðum yfir öðrum fylkjum Svíþjóðar, og í lok 9. aldar réðu Svíar Eystrasaltsströndinni allt frá Upplöndum til Blekinge, og þar með talið hið lit- fagra Gotland. drífa í vaxandi mæli vörur eins og klæði, salt, kopar, járn smjör, húðir og loðskinn, svo nokkuð sé nefnt. Vöxtur Svíþjóðar valdalega og hernaðarlega á 17. öld lyfti undir viðgang Stockhólms og lagði grunn að því, að hún varð höfuðborg ríkisins, og viðskiptamiðstöð Eystrasaltslandanna. Árið 1636 var lagt bann við að borgirnar norður af Stock- STOCKHÓLMUB Hið friðsama land kring um „Málaren" varð brennipunktur hins Sænska konungsdóms, þaðan fóru fram verzlunar og Siglingaleiðangrar til ann- arra viðskipta- og verzlunarmiðstöðva í Austur- Evrópu. Blómaskeið þessara verzlunarviðskipta á 9. öld fæddi af sér borgina Birka, sem var smábær á eyju í „Málaren." Birka hélt þó ekki þessari við- skiptaaðstöðu lengi, önnur nálæg borg ,,Sigtúna“ varð viðskiptamiðstöð, en saman unnu þær það merka hlutverk, að verða skapendur hinnar fögru borgar, sem tók við hlutverki þeirra beggja, og nú ber nafnið „Stockhólm" og hefur í dag það hlut- verk að vera viðskiptamiðstöð og höfuðborg Sví- þjóðar. Nafn Stockhólms er fyrst skráð í sögulegum heimildum í kringum árið 1252, en árið 1290 er Stockhólmur orðinn viðskiptamiðstöð héraðanna í kringum Málaren. Fyrst í stað var Stockhólmur aðeins önnur í röðinni af viðskiptaborgum Hansa- kaupmanna í suðri, en á 14. og 15. öld verður Stockhólmur aðalmarkaðsborg fyrir Norður-Sví- þjóð og stóran hluta Finnlands, og yfir Stockhólm Vartanhöfnin. hólmi og Abo stunduðu verzlun við önnur lönd, og renndi það enn styrkari stoðum undir vöxt hinnar ungu höfuðborgar. Alla 18. öldina og fram til byrjun nítjándu aldar hélt viðskipta- og verzlunarlífið áfram að vaxa og blómgvast þarna, en árið 1809 tapa Svíar Finn- landi, og var það mikið áfall, sem hafði sínar af- leiðingar á viðskiptasögu Stockhólms, en með miklum dugnaði og festu kaupmanna í Stockhólmi náðist sá árangur um miðja 19. öld, að um borgina fóru tveir þriðju hlutar allrar verzlunar og við- skipta landsins. Hinn mikli vöxtur sem kemur í verzlun og við- skipti seinni hluta nítjándu aldar, hefur þau áhrif á viðgang borgarinnar, að hann tekur blátt áfram þennan lofsverða og fyrirhafnamikla árangur af Stockhólmi, þannig að hann verður ekki lengur aðal útflutnings- og innflutningsmiðstöð Svíþjóð- ar, og þesrar litið er nánar á aðstæður, þá sézt, að brevtt tækni. eins og auknir flutningsmöguleikar á landi, með lestum, bifreiðum og fleiri farartækj- um á sinn þátt í þessu. Vöxtur Englands, sem sam- veldis og stórkaupanda sænskra iðnaðarvara, á sinn þátt í að flytja viðskiptin til vesturstrandar- innar, einnig ný verzlunarsambönd og auknar sigl- ingar, við hinn nýja heim Ameríku. þetta eru höfuðástæðurnar fyrir því, að Vestur-Svíþjóð tek- ur við verzlunar- og viðskipta-hlutverkinu af Stockhólmi á tímabili. Á sama tíma höfðu sænsk skip haldið uppi sigl- ingum á Norðursjávarhafnirnar, en með allan flutning til fjarlægari staða og landa, urðu Svíar að vera upp á aðrar þjóðir komnir, og allur út- flutningur Svía og innflutningur varð að selflytj- ast til og frá Hamborg, Hull eða London, þetta fvrirkomulag jók mjög við flutningskostnaðinn og vöruverðið. Björn Ólafsson þýddi 246 YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.