Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 17
Mr. Miller þekkti mann, er gæti bent á þjófinn; kvaðst Gyðingur- inn vilja að friðdómarinn talaði við hann fyrir sína hönd. „Og hver er þessi maður?“ sagði Seller friðdómari. „Það er bara vinnumaðurinn minn,“ sagði Mr. Miller; „það er unglingur og Islendingur í til- bót.“ „Unglingur og Islendingur í tilbót!“ sagði Seller friðdómari og gretti sig ofurlítið. „Hann hlýtur að vera slunginn náungi, fyrst hann getur leyst úr þeirri ráðgátu, sem þaulæfðir leynilög- regluþjónar botna ekkert í, og ganga frá ráðalausir. En auðvit- að éta þeir mikið af fiski þar norður á íslandi, og hafa því að líkindum góðan heila! En þykist þessi útlendingur geta fundið þjófinn?“ „Hann er hárviss um að geta það,“ sagði Mr. Miller; „og hann finnur peningana ef til vill líka. Og vona ég að honum verði borguð þessi hundrað dala verð- laun og það refjalaust." „Ég skal standa við loforð mitt, hvað það snertir,“ sagði Gyðingurinn. Seller friðdómari sagði að þeir skyldu samt fara varlega í sak- irnar og vera ekki um of auðtrúa. Hann sagðist lítið traust bera til óbreyttra verkamanna í þessum sökum — ekki sízt útlendinga; — kvaðst hafa vitað til þess í líkum tilfellum, að fáfróðir menn og ágjarnir hefðu dróttað þjófnaði og öðrum glæpum að al- veg saklausum mönnum, sem þeim hefði verið í nöp við, til þess að geta hreppt verðlaun þau, er til boða hefðu staðið. Samt sagði hann að vel gæti verið, að Hallur væri í alla staði heiðar- legur maður og mjög vel gefinn, en kvaðst enga sönnun hafa fyr- ir því. Þeir töluðu svo um þetta fram og aftur nokkra stund, og á end- anum kom þeim saman um það, að þeir skyldu allir hittast næsta dag í búð Gyðingsins til að VÍKINGUR Matsveinar á b.v. Harbbalc. Strákarnir viö spil um bor'ð í b.v. HarSbak. 255

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.