Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Page 33
hita. Krefst þetta fjarstýrðs bún- aðar slökkvitækja. Að tilhlutan Skipaskoðunar rík- isins var á árinu 1962 gerð kostn- aðaráætlun á smíði kolsýrueldvarn- arkerfis í 100 rúmlesta skip. Var gert ráð fyrir þrem kolsýrukútum 50 lbs. hvers, sem komið yrði fyrir í vélarrúmi eða stýrishúsi og leiðsl- um frá þeim í vélarrúm og lúkar, sérstökum úðaspíssum og útbúnaði í stýrishúsi til þess að stjórna kerf- inu. Áætlað kostnaðarverð slíks kol- sýrukerfis í 100 rúml. skip var þá kr. 14.000,00 og kostnaður við upn- setningu kr. 2.000,00. Að beiðni sjólysanefndar hafa sömu aðilar, Kolsýruhleðslan s.f., endurskoðað þessa kostnaðaráætlun miðað við núgildandi verðlag og er hún nú samtals kr. 24.700,00. Skipaskoðunin spurðist fyrir um það á sínum tíma hjá tryggingafé- lögunum, hvort þau myndu telja sér fært að lækka vátryggingaið- gjöld skipa, sem hefðu slík kolsýru- eldvarnarkerfi, en undirtektir fé- laganna voru neikvæðar. Var því ekki talið fært að fyrirskipa slíkan útbúnað í fiskiskip að svo stöddu. Væntanlega hefur afstaða trygg- ingafélaganna mótast af því, að þau hafa ekki orðið fyrir svo miklum skakkaföllum af völdum bruna, að þeim hafi þótt ástæða til sérstakra aðgerða af sinni hálfu í þeim mál- um. Vélbátaábyrgðarfélögin og Samábyrgð íslands á fiskiskipum hafa þó algera sérstöðu, þar sem þau hafa í tryggingu einmitt þann flokk skipa, sem reynslan sýnir að hættast er við brunatjónum. Nefndinni er Ijóst, að það er tak- mörkum háð, hve mikinn kostnað er hægt að leggja á útgerð hinna minni skipa í þessu sambandi. Reglu- leg skoðun á rafkerfi alls skipaflot- ans myndi einnig vera mjög um- fangsmikið verk og krefst mikillar f jölgunar á sérmenntuðum mönnum ef ætti að framkvæma hana á veg- um Skipaskoðunar ríkisins. Enginn vafi er á því, að kolsýru- eldvarnarkerfi myndi vera lang- áhrifaríkasta tækið sem völ er á miðað við kostnað, til þess að ráða niðurlögum elds í skipum og við- haldskostnaður á því er tiltölulega lítill. Niðurstöður af athugunum nefnd- arinnar samkvæmt framansögðu eru því þessar: a. Æskilegt er, að kolsýrueldvarn- VlKJNGUR arkerfi verði sett í vélarrúm fiski- skipa. b. Meðan ekki þykir fært að taka upp reglubundna skoðun á raf- kerfi skipa verði Skipaskoðun rík- isins veitt heimild til að ráða í sína þjónustu sérfróðan mann til þess að framkvæma skyndiskoð- anir á rafkerfum í fiskiskipum. c. Nauðsyn ber til að stuðla að því að jafnan sé völ á sérfróðum mönnum til vélgæzlu í fiskiskio- um, þannig að ekki þurfi til þess að koma, að þessi störf séu falin lítt reyndum eða óreyndum mönnum. 3. Skiptapar af völdum leka. Samkvæmt þeim gögnum, sem nefndin hefur undir höndum, fórust 20 skip í rúmsjó á tímabilinu 1946 —1959 af þeim orsökum að leki kom að þeim. Eru þá ekki meðtalin skm sem sokkið hafa á höfnum inni eða á legum. Til þess að glöggva sig á aldri og stærð þessara skipa má flokka þau þannig: Skip undir 30 rúml. — 30—100 — — yfir 100 — Tímabilið 1946—1959. Rúml. Meðalst. . . 14 174 12.43 4 217 54.25 2 851 425.5 Aldur Meðalaldur 386 ár 27.57 ár 109 — 27.57 — 42 — 21 — 20 1242 Á þessu 14 ára tímabili hafa far- izt að meðaltali um 1.43 skip á ári af völdum leka. Á tímabilinu 1960—1964 hafa 18 skip tapast með framangreindum 62.10 557 ár 26.85 — hætti. eða 3.6 skip til jafnaðar. Flokkað á sama hátt og áður er stærð og aldur þeirra skipa sem hér segir: Tímabilið 1960—1964. Rúml. Meðalst. Aldur Meðalaldur Skip undir 30 rúml. . . 8 104 13 209 ár 26.12 ár — 30—100 — . . 8 483 60.37 191 — 23.87 — — yfir 100 — .. 2 965 482.5 32 — 16 ár 18 1552 86.22 432 ár 24 — Eins og framangreint yfirlit gef- ur til kynna eru skip þau, sem far- ast vegna leka, flest komin nokkuð til ára sinna. Frá þessu eru þó und- antekningar eins og síðar verður að vikið. Þá er það einnig eftir- tektarvert, að meðalstærð þeirra skipa, sem sökkva vegna leka hefur farið hækkandi og að flest skipin hafa verið undir 100 rúmlestir að stærð. Við samanburð á þeim tímabilum, sem að ofan greinir, kemur í ljós, að skiptöpum af þessari tegund hef- ur farið fjölgandi frá 1960. Einnig er athyglisvert, að á fyrra tíma- bilinu farast skip undir 30 rúmlest- um með þessum hætti á móti 4 skip- um 30—100 rúmlesta, en á síðara tímabilinu er þetta hlutfall 8 á móti 8. Þrjú þeirra skipa sem fórust 1946—1959 af völdum leka voru stálskip, en á tímabilinu 1960—1964 hefur eitt stálskip farizt af sömu ástæðu. Á fyrra tímabilinu drukkn- uðu 5 menn af skipi, sem fórst með þessum hætti, en tveir á því síðara. Nefndin hefur kynnt sér þær sjó- dómsrannsóknir, sem fram hafa far- ið út af skiptöpum af völdum leka frá árinu 1960. Einnig hafa fulltrú- ar frá nefndinni fylgzt með sjó- prófum vegna skiptapa af völdum leka síðan nefndin tók til starfa. Það er einkennandi fyrir skip- tapa af þessu tagi, að erfitt er að upplýsa ástæðuna fyrir því að leki kom að skipunum. í sumum tilvik- um er þó ljóst, að bilun hefur orðið á byrðingi þeirra, en um orsök henn- ar er sjaldan hægt að segja með fullri vissu. Sennilegast verður þó að telja, að algengasta orsök leka á tréskipum sé sú, að skipin „slá úr sér“ sem kallað er, þ. e. hamp- þétting skipsins gengur úr eða dett- ur úr, en við það á sjórinn greiðan aðgang inn í skipið. Þetta getur gerzt, án þess að skipin verði fyrir óeðlilegu hnjaski, t. d. þegar um gömul skip er að ræða, en í öðrum tilvikum orsakast þetta af því, að skipunum hefur verið ofboðið með ógætilegri siglingu á móti vindi og 271

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.