Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 28
GÍSLI J. JOHNSEN GlSLI J. JOHNSEN stórkaupmað- ur andaðist að lieimili sínu, Tún- götu 7, 6. sept. sl., nærri 85 ára að aldri. Með Gísla .1. Jolinsen er genginn einn mesti atliafnamaður þessa lands, sem var hrautryðjandi á fjölmörgum sviðum og sístarfandi til síðustu stundar. Hann lifði hina mestu umbrotatíma þjóðar sinnar, meðan hún reis úr örbirgð til bjarg- álna, og var í þeim umskiptum virkur þátttakandi. í æsku hans var verzlun öll og viðskipti í höndum erlendra aðila, er hirtu lítt um þjóðarliag. Landsmenn þénuðu ekki fyrir brýnustu nauðsynjum, þótt stritið væri ærið. Þeir þekktu ekk- ert til véla eða afkastamikilla tækja og höfðu heldur ekki efni á að eignast slíkt. I landinu var allt nið- urnýtt og varla sæmilegt hús eða mannvirki að talizt gæti. Allt var af vanefnum gert, skipakostur lítill og lélegur. Ekki voru til vegir eða brýr, samgöngur voru í molum, eng- inn sími, og póstur var borinn á bakinu milli héraða. Otlendingar höfðu umráð yfir öll- um verzlunarleiðum, bryggjum, þerrireitum, fiskhúsum, uppskipun- arbátum og öllu því, er til við- skipta þurfti, og allur arðurinn af viðskiptum og striti landsmanna fór út úr landinu. Þá var það sem ármenn íslenzkra framfara koma fram á sjónarsviðið. Fremstan í þeirra flokki má nefna Gísla J. Jolinsen. Gísli var fæddur 1881, frostaveturinn mikla 10. marz i Vestmannaeyjum. Vestmannaeyj- ar verða vettvangur lians. Rétt fyr- ir aldamótin leggur liann til atlögu við dönsku selstöðuverzlunina þar og stofnar J)á, ennþá ómyndugur, verzlun undir nafni Sigríðar móður sinnar. Það Jrótti í mikið ráðizt og af mörgum álitið ofætlun svo ung- um manni og félitlum, að ætla sér að ná þeim lóðum, verzlunarhús- um, þurrkhúsum, vörugeymsluhús- um og öðru, er til þurfti til verzl- unarreksturs og útgerðar í stórum stíl og það náðist heldur ekki án erfiðis eða baráttu. Gísli J. Johnsen tók við verzlun- inni á eigið nafn 1902 og hafði þá fengið fullmyndugraleyfi hjá stjóm- arvöldunum 21 árs að aldri. Verzl- unarfyrirtæki hans varð hrátt að- sópsmikið og eitt stærsta verzlunar- fyrirtæki hér á landi. Jafnliliða verzluninni liafði liann á hendi skipaafgreiðslu og póstafgreiðslu í Vestmannaeyjum. Jafnframt verzl- uninni rak liann mikla útgerð, átti marga báta og var einn aðalfröm- uður á vetlvangi vélbátaútgerðar- innar. Var liann fyrstur til að fá vél í bát í Vestmannaeyjum. Gísli var hinn fæddi forustumaður og stóð í broddi fylkingar í öllu því, er til nýjunga og framfara horfði. Fyrir utan fyrsta vélbátinn má benda á, að hann byggði fyrsta vél- frystihúsið í Vestmannaeyjum, sem jafnframt var fyrsta vélfrystihúsið í landinu. Hann byggði og þar fyrstu fiskimjölsverksmiðjuna, en allir vita, að frystihús og mjölverk- smiðjur eru meðal stórfelldustu at- vinnutækja hér á landi og hafa stuðlað að mestri aukningu þjóðar- teknanna. Þá var Gísli frumkvöðull að lagningu síma til Vestmannaeyja og ótal mörgu öðru, sem hér verð- ur ekki talið. Auk atvinnureksturs sins mátti Gísli svo sinna ótal mörg- um trúnaðarstörfum fyrir bæjarfé- lag sitt sem bæjarstjórnarfulltrúi, sýslunefndarmaður og forstöðumað- ur ýmissa stofnana, þá var hann og brezkur ræðismaður í Eyjum. Allt, sem Gísli J. Jolinsen kom nálægt, var framkvæmt af svo miklum stórhug og myndarskap, að undrun vakti. Nægir þar að benda á að hann gaf Vestmannaeyingum sjúkrahús til afnota. Var það met í rausnarskap, sem ekki var slegið út fyrr en seinna af honum sjálf- um, er hann gaf Slysavarnarfélagi Islands vandaðan nýtízku björgun- arbát með öllum búnaði. Starfsævi Gísla J. Johnsen má skipta í tvö aðskilin tímabil. Fyrst er liann brautryðjandinn mikli í Vestmannaeyjum, sem á drýgstan þáttinn í að gera fæðingarbæ sinn að þeirri miklu i'itgerðarstöð og at- hafnamiðstöð, sem hann er í dag. 1 viðurkenningar- og þakklætisskyni gerðu Vestmannaeyingar hann að beiðursborgara sínum, og þegar þeir spurðu andlát hans, voru allir fánar þar dregnir í hálfa stöng. Eftir að hafa orðið fyrir miklu fjárhaglegu tjóni í kreppunni 1930 og verið neyddur til að selja eða láta af höndum eignir sínar á mjög óliagstæðu verði, varð Gísli aftur að byrja á nýjan leik. Nú skipti Gísli alveg um, hætti beinum at- vinnurekstri og útflutningsverzlun, en lielgaði sig aðallega innflutningi véla í skip og tækja til vinnusparn- aðar og stórvirkra framkvæmda. Og hann var meðstofnandi margra þjóðjjrifa-fyrirtækja, sem enn í dag eru með blómlegustu fyrirtækjum þessa lands. Segja má, að áhugi hans hafi beinzt að öllu því, er til þjóðþrifa og framfara horfði. Ég, sem þetta rita, kynntist ekki Gísla VÍKINGUR 266

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.