Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Síða 35
niður í opna báta. Enda þótt öryggi sjófarenda við strendur landsins hafi breytzt mjög til batnaðar með tilkomu þessara tækja, svo og með fjölgun ljósvita, radiovita, miðun- arstöðva og nú á síðari árum nýrra staðarákvörðunartækja (loran), eru skipströnd og skiptapar af þeim sökum miklu tíðari en vænta mætti. Þá tapast jafnan nokkur skip við það, að þau slitna upp af legum eða jafnvel bryggjum, mannlaus, og reka á land. Samkvæmt skrá Skipa- skoðunar ríkisins var fjöldi og stærð þeirra skipa, sem voru strikuð út af skipaskrá af framangreindum ástæðum, sem hér segir: 1946—59 Rúml. 1960—64 Rúml. Strönd ................. 35 skip 3929 10 skip 338 Rak á land ............. 28 — 1128 9 — 154 Samtals 63 skip 5057 19 skip 492 Rétt er að geta þess, að inni í tölunni yfir skip, sem rak á land og eyðilögðust á tímabilinu 1946— 59, eru tveir gamlir togarar, sem búið var að leggja, samtals 656 rúmlestir. Þegar þeir eru taldir frá er meðalstærð þeirra skipa, sem eyðilögðust af þessari ástæðu um 17 rúmlestir.' Meðalstærð þeirra skipa, sem útstrikuð voru af sömu ásta^ðu árin 1960—64, er 17 rúm- lestir. Af framangreindu er ljóst, að það eru hin minni skip sem tap- ast á þennan hátt og yfirleitt á stöðum þar sem hafnarskilyrði eru 1946-59 Rúml. Skip undir 30 rúml. 18 293 — 30—100 — 8 525 — yfir 100 — 9 3111 35 3929 verst, þótt frá því séu undantekn- ingar. Nefndin taldi rétt að vekja at- hygli á þessari tegund skiptapa, þótt hún e. t. v. sé fyrir utan það verksvið, sem henni er ætlað. Or- sakir þeirra eru sennilega í flest- um tilvikum ófullkomin hafnarskil- yrði og ófullnægjandi eftirlit og frágangur á skipinu á legum og í höfnum inni. Skiptapa af völdum skipstranda má flokka þannig: eftir stærð skipanna Meðalst. 1960-64 Rúml. Meðalst. 16.27 5 79 15.80 65.62 5 259 51.80 34.57 0 0 0 112.26 10 338 33.80 Á tímabilinu 1946—1959 hafa til jafnaðar orðið 2.50 skiptapar á ári af völdum skipstranda, en á tíma- bilinu 1960—1964 hafa að meðal- tali tapast 2 skip af þessum sökum. í því sambandi er þess að gæta, að skipastóll landsmanna hefur farið vaxandi með hverju ári að rúmlesta- tölu og skipafjölda. Flest skip, sem farast með þessum hætti, eru undir 100 brúttórúmlestum að stærð og flest þeirra undir 30 rúmlestum. Þá er athyglisvert, að á árunum 1960 —1964 hefur enginn skiptapi af völdum skipstrands orðið á skipum stærri en 100 rúmlestir. Öll skipin, sem fórust með þessum hætti frá árinu 1946 voru fiskiskip að undan- skildu einu skipi er var farþega- og vöruflutningaskip og fórst árið 1952. Enda þótt þessari tegund skiptapa virðist fara fækkandi sam- kvæmt framansögðu, einkum að því er varðar hin stærri skip, ber að varast að draga of víðtækar álykt- anir af þessum samanburði, þar sem reynslan sýnir, að nokkur áraskipti eru að því, hve mörg skip farast með þessum hætti og tímabilin, sem bcrin eru saman, eru mislöng. Athuganir nefndarinnar á orsök- um skipstranda gefa heldur ekki ástæðu til of mikillar bjartsýni í þessum efnum eins og sjá má af ályktunum nefndarinnar um einstök skipströnd og orsakir þeirra. Auk þeirra skipa, sem farast eða eyðileggjast með framangreindum hætti, stranda mun fleiri skip sem losna og nást aftur út meira og minna skemmd. Hefur nefndin kynnt sér rannsóknir út af 20 slíkum skipströndum, sem urðu á árunum 1960—1964, en þessi tala er þó ekki tæmandi. Mikið eignatjón verður á skipum af þessum sökum á hverju ári. í mörgum þessum tilvikum hefur litlu mátt muna, að algert tjón yrði á skipi. Manntjón í sambandi við skip- ströndin hefur verið minna, en bú- ast hefði mátt við. Árin 1946—1959 fórust 26 menn af skipum, sem strönduðu, en 1960—1964 1 maður. Eins og fram kemur í ályktunum nefndarinnar um þau mál, sem hún hefur kynnt sér, eru orsakir skip- strandanna margs konar. Það er hins vegar sameiginlegt einkenni flestra þeirra, að þau orsakast af meiru eða minna gáleysi og að kom- ast hefði mátt hjá þeim, ef viðeig- andi aðgæzla og árvekni hefði verið sýnd. Skipströndin verða því flest að teljast sök skipstjórnarmann- anna, skipstjóra eða stýrimanna, og í sumum tilvikum hlýtur sú spurn- ing að rísa, hvort þeir hafi verið starfi sínu vaxnir. Að þessu leytii hafa skipströnd og árekstrar skipa sérstöðu miðað við önnur sjóslys, þar sem oft kann að vera álitamál, hvort skipstjórnarmönnum verði gefin sök á slysinu, að einhverju eða öllu leyti eða ekki. Sérstaka athygli vekja þau skip- strönd, er hljótast af ölvun eða því að varðmaður sofnar við stýri vegna þreytu og svefnleysis, eins og gerzt hefur nokkrum sinnum á undan- förnum árum og hættast er við á hinum fámennari skipum, þegar góðar gæftir eru og lítil hvíld. Á þessum skipum er ósiglingafróðum mönnum oft falið að gæta skipanna og það jafnvel á siglingu í nám- unda við land. Fer þetta eftir mati skipstjóra og á hans ábyrgð. Þetta er varhugaverð og óæskileg áhætta, sem skipstjórar ættu að forðast, en naumast eru tök á fullkomnara að- haldi en þeim er sett. íslenzk skip eru yfirleitt eins vel búin siglinga- og öryggistækjum og bezt gerist hjá öðrum þjóðum. Þeg- ar allt það er virt, sem að framan greinir, telur nefndin, að helzta úrræðið til þess að fækka skip- ströndunum sé að gera strangar kröfur til hæfni og ábyrgðar skip- stjóra, innræta þeim ríkari ábyrgð- artilfinningu og stuðla að aukinni menntun þeirra og þekkingu. 5. Skiptapar af völdum veðurs. Hér að framan hafa skiptapam- ir verið flokkaðir eftir þvi hvernig skipin hafa farizt, þ. e. eftir því livort þau hafa brunnið, strandað eða sokkið af völdum leka eða áreksturs. Enda þótt veður og sjór VÍKINGUR 273

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.