Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 16
ekki trúað, að stolið yrði úr pen- ingaskápnunl í annað sinn. Svo leið fram að jólum. Verzlun Gyðingsins gekk vel — jafnvel betur en áður — og um nýársleitið var hann búinn að græða svo mikið, að hann gat á ný lagt hundrað dali til hliðar, og ætlaði hann nú endilega að koma því fé í banka eins fljótt og auðið yrði. Hinn fyrsta mánu- dag í janúarmánuði ætlaði hann að leggja af stað til Halifax. Kvöldið fyrir — um klukkan tíu — taldi hann peninga sína; það voru þrjú hundruð og tíu dalir og nokkur cents. Hann lét þá í peningaveskið sitt, gekk svo frá veskinu í skápnum, læsti honum eins og hann var vanur, háttaði síðan og sofnaði. En um morgun- inn þegar hann fór á fætur og opnaði skápinn, þá voru þar að- eins tvö hundruð og tíu dalir og nokkur cents — hundrað dalir höfðu horfið um nóttina meðan hann svaf, og það voru einmitt þeir hundrað dalirnir, sem hann hafði ætlað að leggja í bankann. Það voru tuttugu fimm dala seðl- ar; hann hafði vafið bláu bandi utan um þann bunka, og látið hann í miðhólfið í peningavesk- inu. Gyðingurinn varð nú bæði hryggur og gramur og um leið forviða, og gat ekkert í þessu hvarfi peninganna skilið. Honum fannst það helzt líta svo út, að hann hefði verið beittur göldr- um. Dyrnar á herberginu voru enn harðlæstar og lykillinn var í skránni að innan, glugginn hafði ekki verið hreyfður á minnsta hátt, svo að sjáanlegt væri; og niðri í húsinu sáust eng- in merki til þess, að nokkur hefði farið þar inn, hvorki um dyrnar né gluggana. Snemma um nóttina hafði fallið töluverður snjór, og hefðu því átt að sjást för heim að húsinu, ef einhver hefði kom- ið þangað seinni hluta nætur. En hvergi sást þar móta fyrir nein- um förum.' Mönnum þótti þessi atburður næsta kynlegur, og var margt um þetta talað og margar getgát- ur að því leiddar. Sumir gátu þess til, að Gyðingurinn væri að skrökva þessu upp, eða hefði mis- talið peningana, eða í þriðja lagi, að hann væri ekki með réttu ráði. Aðrir héldu að kerl- ingin, móðir hans, hefði leikið á hann í hvortveggja skiptið, hefði tekið þessa tvö hundruð dali, og ætlað að geyma þá, þangað til þau þyrftu nauðsynlega á þeim að halda. Nokkrir þóttust vita til þess, að gömlu lconunni væri illa við, að sonur hennar setti pen- inga í banka, af því hún hefði svo oft heyrt um bankahrun. Svo var leynilögregluþjónn fenginn frá Halifax. — Sumir sögðu, að það hefði verið lítt reyndur maður. En hann gerði allt, sem hann kunni í þessu efni, og fór að öllu eftir nýjustu regl- um listarinnar. Hann mældi hús- ið hátt og lágt, skoðaði hverja smugu og hverja fjöl, sem í hús- inu var, og komst loks að þeirri niðurstöðu, að þjófurinn hefði komist upp á húsið á sunnudags- kvöldið, þegar byrjaði að snjóa, og hefði síðar um nóttina farið ofan um múrstrompinn (semvar mjög víður), og þannig komist inn í svefnherbergi Gyðingsins, og hefði svo komist frá húsinu aftur áður en hætti að snjóa, og þess vegna hefðu för hans ekki sést um morguninn. Þetta þótti ekki sennileg til- gáta, en samt fannst mönnum það ekki alveg ómögulegt, að slunginn þjófur og lítill vexti hefði getað komist inn í herberg- ið með því móti að fara ofan um reykháfinn. Mönnum hafði ekki dottið reykháfurinn í hug. — En svo kom gamla spurningin á ný: Hví tók þjófurinn ekki alla pen- ingana, sem í skápnum voru, fyrst hann tók nokkuð á annað borð ? Hví tók hann ekki peninga- veskið með öllu, sem í því var? Og því var hann að hafa fyrir því að læsa skápnum áður en hann fór? Það þurfti þó ofurlít- inn tíma til þess; og innbrots- þjófar standa víst ekki lengur við en þeir þurfa, þar sem þeir stela. — En svo leit það út, sem þessi þjófur ætti ekki sinn líka í víðri veröld. Hann hlaut að heyra til alveg spánýjum þjófaskóla — var kænni, hugrakkari, kurteis- ari (jafnvel ofurlítið mannúð- legri) en þjófar almennt gerast. Hann vildi auðsjáanlega ekki gera neinum bilt við, tók ekki al- eigu manns, skemmdi ekkert, og gekk frá öllum hirzlum eins og þær voru áður — fór bara burtu með tæpan þriðjung af öllum peningunum. Undarlegur glæpa- maður þetta! — Alveg einstakur þjófur! Þannig hugsuðu menn þar í þorpinu. En allir voru jafnnær eftir sem áður. Þjófurinn fannst hvergi, og enginn sá ráð til að fmna hann. Leynilögregluþjónn- inn fór aftur heim til Halifax. En Gyðingurinn hét að gefa þeim manni hundrað dali, sem hefði upp á þjófnum. En nú kemur Hallur til sög- unnar. Hann fór líka að hugsa um þetta og velta því fyrir sér á ýmsa vegu. Honum fannst þetta vera líkast flókinni gátu — lík- ast reikningsdæmi — líkast leik á taflborði — og hann gat ekki í öðru skilið, en hægt væri að ráða fram úr þessu með ofurlítilli um- hugsun. Og allt í einu þóttist hann sjá, hvernig í öllu lægi — hvernig peningarnir hefðu horfið og hver væri þjófurinn. Hann gat svo um það við húsbónda sinn, að hann héldi að hann gæti fundið þjófinn, og jafnvel pen- ingana líka. Húsbóndi Halls fór nú á fund Gyðingsins og sagði honum, að hann þekkti mann, sem gæti bent á þjófinn, er stolið hefði pening- unum hans. Gyðingurinn varð glaður og bað Mr. Miller (því svo hét húsbóndi Halls) að ganga með sér yfir götuna til friðdóm- arans, sem Seller hét, og tala um þetta nánar í hans viðurvist. Þeir gengu svo yfir á skrif- stofu friðdómarans, og sagði Gyðingurinn honum strax, að VÍKINGUR 254

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.