Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 20
* A -Y SJÉAIA HALLGRIMUR J. TOK SAMAN Ofanrítuð ummæli er inngang- ur að grein í norska mánaðarrit- inu „Ship“ janúarhefti 1965, skrifuð af einum meðritstjóra þess, hr. F. S. Platou Arkitelct. Greinina nefnir hann: „Fremtid- ens innredning." Það leynir sér ekki að höfundur álítur að um- bætur á þessu sviði séu nokkuð aftarlega á óskalista ráðandi manna á þessu sviði. Hér þurfi meiri víðsýni og þekkingu á öll- um aðstæðum til að koma. Greinin er athyglisverð fyrir þá sem fylgjast með þróun þess- ara mála, og er því meginefni hennar birt hér í lauslegrí þýð- ingu. „Það var árið 1872 sem Jónas Lie skrifaði skáldsöguna „Tre- masteren Fremtiden." Þá var 500 lesta skip álitið stórt skip. Þrí- mastraður barkur 440 reg. tonn, næstum því eins stór og Frem- tiden smíðaður 1878, kostaði þá 89,300 kr. — Skip af þeirri stærð „Til þess að skip geti náð góðum rekstrarárangri, er ekki nóg að skip og vélabúnaður sé af beztu gerð. Það er ekki nóg að skipið sé sjálfvirkt, ekki heldur að lestunar- og losunartæki séu hin fullkomn- ustu. Allt þetta — og annar nauðsynlegur búnaður — er aðeins dauð- ir hlutir. Gagnsemi þessara hluta kemur ekki í ljós nema þeim sé beitt af hugsandi mönnum. Mennirnir á skipinu — skipshöfnin — er heili skipsins. Án þeirra getur skipið ekki siglt. Er það þá ekki þess vert að búa sem bezt að þessum mönnum. Hvað hefir verið gert á umliðnum árum til þess að létta vinn- una, bæta félagslega aðstöðu, og auka almenna vellíðan á skipunum. Hvað er gert fyrir einstaklinginn? Hvað er gert fyrir heildina? Þessum félagslegu vandamálum hefir verið veitt vaxandi at- hygli að undanförnu, af útgerðarmönnum og félagssamtökum sjó- manna. Og greinarnar í þessu hefti f jalla um það sem gera þarf, og álit manna í þeim efnum.“ hafði 12 manna áhöfn. Bjuggu þeir í „rúffinu." Það er næsta forvitnilegt að kynna sér hvernig íbúðum skips- hafnanna hefir verið hagað á hverjum tíma í verzlunarflotan- um. Um 1800 voru íbúðir allra skipverja aftast á skipinu. — Á fyrri hluta nítjándu aldar var rúffið haft framá undir bakkan- um, en yfirmenn bjuggu afturá. Eftir 1840 voru íbúðir skipverja hafðar uppi á þilfari. Um 1850 var þilfarshús skipverja, rúffið — staðsett framan við miðju. Yfirmenn bjuggu áframhaldandi í káetu að aftan. Um 1900 eru * Bjartur og þokkalegur matsalur skipverja. undirmenn hafðir fremst í skip- inu, en yfirmenn aftast. Um 1950 er þessu snúið við, þá eru undir- menn komnir aftast á skipið, en yfirmenn miðskips. Og nú — 1965 — hefir hringurinn náð saman. Nú er yfirleitt öll skips- höfnin staðsett afturá. Það er ekki síður forvitnilegt að kynnast því, hve marga menn þarf til þess að sigla skipunum. Árið 1879 voru í norska verzlun- arflotanum 6875 skip samtals 480,000 kommersellestir, þ.e. um 1,4 milljónir brt.lestir. Áhafnir þessara skipa voru um 48,000 manns. Er það um 34 menn á hverjar 1,000 lestir. Innan við 100 árum síðar hefir norski verzlunarflotinn tífaldast. Hann er um 1,4 milljónir brt.lestir. Á- hafnir þessa flota er um 65,000 (þar af um 12,000 útlendingar), það eru 4,6 menn á hverjar 1,000 lestir. Hin tæknilega þróun á skipum og vélbúnaði hefir þann- ig leitt til þess að sami mann- fjöldi getur nú siglt 8 sinnum stærri lestafjölda en fyrir 100 ár- um. Er hér miðað við núverandi reglur um mönnun skipa. Það vekur furðu hve lítið til- tölulega hefir verið hugsað um og gert til að finna góða lausn á húsnæðismálum skipverja. Ákaf- ar rannsóknir eru nú framkvæmd- 258 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.