Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 32
slysi, en 1 í þvi síðara. Alls munu 7 menn hafa drukknað af þessum sökum á tímabilinu 1946—1959. Á tímabilinu 1960—1964 sukku tveir íslenzkir bátar samtals 90 brúttórúmlestir eftir árekstur og eitt norskt síldveiðiskip eftir ásigl- ingu íslenzks skips hér við land. Auk þessara árekstra hefur nefnd- in einnig kynnt sér rannsóknir út af öðrum sex árekstrum, sem orðið hafa á tímabilinu 1960—1964. Þessi tala er þó alls ekki tæmandi fyrir árekstra skipa á tímabilinu, því að á hverju ári verður mikið eigna- tjón af völdum árekstra, einkum í höfnum inni, enda eru margar þeirra orðnar alltof litlar fyrir þá skipa- stærð og þann fjölda skipa, sem í þeim er. Það er athyglisvert, að sjö af fyrrgreindum níu árekstrum urðu í björtu veðri. Gefur það til kynna að þeir, sem í sökinni eru, annað- hvort þekki ekki siglingareglurnar nægilega vel eða breyti ekki eftir þeim. Tvær ásiglingar á skip, sem létu reka, urðu í þoku og slæmu skyggni yfir Austurlandi og or- sökuðust af ógætilegri siglingu og vanrækslu á því að halda tilhlýði- legan vörð. Manntjón varð ekki í sambandi við þessi slys á tímabilinu 1960— 1964. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 66 frá 1946 um atvinnu við siglingar á íslenzkum fiskiskipum er krafizt nokkurrar siglingafræðikunnáttu af þeim, sem stjórna 6 rúmlesta skin- um og stærri. Nefndin telur athug- andi, hvort ekki sé rétt að gera einnig sömu kröfu til þeirra, sem stunda fiskveiðar á bátum, sem minni eru en 6 rúml. Að öðru leyti leggur nefndin áherzlu á nauðsyn þess að skapa sterkara aðhald að þeim, sem hafa á hendi skipstjórn, með því að gera strangar kröfur til aðgæzlu þeirra og kunnáttu og láta þá sæta ábyrgð sem slysum valda. í september n.k. munu nýjar sigl- ingareglur væntanlega taka gildi en þær hafa í för með sér nokkrar breytingar á gildandi reglum. Legg- ur nefndin til, að hinar nýju reglur verði gefnar út með skýringarmynd- um og eintaki af þeim úthlutað til allra skipa. 2. Brunar. Nefndin hefur kynnt sér 12 rétt- arrannsóknir, sem fram hafa farið 270 út af bruna í fiskiskipum á árun- um 1960—1964. í 10 af þessum til- vikum var um algert tjón að ræða en í 2 um verulegar brunaskemmd- ir. Brunatjón af völdum eldsvoða í skipum eru þó miklu fleiri en síð- arnefnd tala gefur til kynna. Ár- lega verða mörg og mikil brunatjón á skipum í höfnum inni. Alger tjón á fiskiskipum vegna bruna á fyrrgreindu fimm ára tíma- bili voru 2 á ári að meðaltali, en flest urðu þau árið 1963 eða fjögur. Samtals voru þessi skip 341 rúm- lestir eða um 34,1 rúmlestir að meðalstærð og meðalaldur þeirra var rúm 19 ár. Samkvæmt skýrslu Skipaskoðun- ar ríkisins voru á tímabilinu 1946 —1959 aðeins 7 fiskiskip, sem eyði- lögðust af völdum elds, strikuð út af skipaskrá eða um 0,5 skip á ári til jafnaðar. Skip þessi voru alls 294 rúmlestir eða 42 rúmlestir að meðalstærð og meðalaldur um 22 ár. Manntjón varð ekki í sambandi við skiptapana. Af framansögðu virðist mega ráða, að brunatjón á fiskiskipum fari fjölgandi, jafnvel þótt tekið sé tillit til aukningar skipastólsins. Það er sameiginlegt einkenni þess- ara brunatjóna, að eldsupptök voru í öllum tilvikum í vélarrúmi skin- anna, að undanskildu einu, þar sem heldur kom upp í káetu. Vélarrúm- in voru mannlaus, þegar eldurinn kom upp og hans varð fyrst vart þegar reyk tók að leggja upp úr vélarrúmi, en þá var ekki viðlit að fara þangað niður, til þess að kom- ast að eldinum eða setja sjó á dekk. vegna hita og reyks. Þegar svo er komið, eru ekki önn- ur úrræði fyrir hendi en tæma úr slökkvitækjum niður í vélarrúmið byrgja allar glufur á því og fá hjáln frá öðrum skipum. Það er að sjálfsögðu erfitt að fuilyrða nokkuð um orsakir brun- anna, þegar skipin sökkva af völd- um þeirra, en allar líkur benda þó tii þess, að íkveiknun í vélarrúmi verði oftast út frá rafmagni. Eins og kunnugt er, hefur á und- anförnum árum verið mikill skort- ur á mönnum, sem hafa vélstjóra- próf. Kemur þessi skortur harðast niður á hinum minni fiskiskipum og hefur leitt til þess að farið var að veita mönnum, sem enga vél- stjóramenntun hafa, undanþágur til þess að annast vélgæzlu. Á þess- um skipum eru mannaskipti einni» tíðust. Hlýtur þetta hvorttveggja að koma niður á hirðingu og eftir- liti með rafkerfi skipanna og auka hættu á íkveikju út frá rafmagni. í VIII. kafla reglugerðar um eftir- lit með skipum og öryggi þeirra frá 20. jan. 1953 eru ýtarleg ákvæði um eldvarnir í skipum, sem alþjóða- reglur ná ekki til, þ. e. í eimskipum og mótorskipum. Eldvarnartækin eru aðallega tvenns konar, vélknún- ar slökkvidælur (sjódælur) og froðuslökkvitæki. Með reglugerð, útg. 28. febrúar 1962, var einnig krafizt brunaboða í fiskiskip 15—200 rúmlesta, í vél- arrúmi og vistarverum, séu í þeim eldfæri. Er hér um handhægt ódýrt tæki að ræða, sem þegar hef- ur forðað stórtjónum. Ráðstafanir til þess að hindra skiptapa og tjón af völdum elds hljóta annarsvegar að beinast að því að koma í veg fyrir að íkvikn- un verði út frá rafmagni eða öðrum búnaði skipa, sem eldshættu hef- ur í för með sér, og hinsvegar að nýjum og endurbættum tækjum til þess að slökkva eld. Að því er fyrra atriðið varðar er rétt að geta þess, að unnið hef- ur verið að því að undanförnu að endursemja gildandi reglur um raf- lagnir í skipum og mun því verki nú lokið. Þá hafa á vegum Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum og Skipaskoðunar ríkisins verið gerð- ar skyndiskoðanir á rafkerfum skipa í hinum ýmsu landsfjórðungum og má búast við, að gagnlegar upn- lýsingar fáist um ástandið í þess- um efnum. í núgildandi reglum er ekki gert ráð fyrir reglubundinni skoðun eða einangrunarprófun á rafkerfi skipa, en í framkvæmdinni er þetta þannig að vélaeftirlitsmenn hyggja að raf- kerfi sem öðru í vélarrúmi, þegar skoðun á vél og vélbúnaði fer fram og gera athugasemdir, ef þeir verða varir við einhverjar misfellur. Að öðru leyti er til þess ætlazt, að eig- endur skipanna og starfsmenn þeirra sjái um að rafkerfi skipanna sé í lagi. Eins og áður er drepið á, eru aðalvandkvæðin á því, að núverandi slökkviútbúnaður komi að gagni í sambandi við það, þegar eldur kem- ur upp í vélarrúmi, að ekki er hægt að fara niður í vélarrúmið til þess að komast að eldinum eða setja sjódælu í samband vegna reyks og VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.