Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 40
3. Að í framtíðinni verði skip undir 150 brl. ekki byggð með bátapalli fyrir nót, heldur þannig gerð, að nótin verði á aðalþilfari og kraftblökk að samaskapi neðar. 4. Að bannað verði að lesta fiski- skip dýpra en að efri brún þil- fars við skipshlið, þ. e. að skipin verði ekki hlaðin meira en svo, að ekki fljóti sjór yfir lægsta hluta þilfarsins í sléttum sjó. 5. Að yfirþunga skipanna verði stillt í hóf og skjólborð og þil- farsuppstilling lækkuð verulega frá því sem nú tíðkast. 6. Að bannað verði að skilja eftir tómarúm neðarlega í lest. Séu hillur notaðar skal einnig fyllaA. undir þeim. Ennfremur verði þær reglur, sem nú gilda um hleðslu skipa á vetrarsíldveið- um látnar gilda um skip á öðr- um veiðum eftir því sem við getur átt. 7. Að gengið verði þannig frá bindingu nótarpokans á síðu skipanna, að hægt sé að sleppa honum í einu vetfangi, ef nauð- syn krefur. 8. Að kjölfesta fiskiskipa verði steypt í lestarbotn, en kjölfestu- geymar ekki notaðir í minni skipum. 9. Að haldið verði áfram að safna stöðugleikaútreikningum fyrir fiskiskipin og vinna úr þeim. 10. Að gerð verði grein fyrir þyngd þeirrar föstu kjölfestu, sem sett er í öll ný skip, og hvernig henni er fyrir komið. 11. Að skipstjórar síldveiðiskipa setji viðbótarballest í þau til þess að vega upp á móti þyngd veiðarfæra þannig að skipin séu ekki óstöðugri en þau voru, áður en þau tóku upp þessar veiðar. 12. Að á þeim skipum, sem fram- vegis verða talin hæf til þess að hafa síldarnót á bátapalli, verði þilfarshúsi lokað vatns- þétt, svo og hvalbak eftir því sem fært þykir. Þá verði skipin ennfremur útbúin þannig, að auðvelt sé að færa nót af báta- pallinum og niður á þilfar. 13. Að lögð verði áherzla á í skól- um og námskeiðum fyrir sjó- menn að efla þekkingu þeirra á stöðugleikalögmálum og sjó- hæfni skipa og vara við þeim hættum, sem stafa af rangri hleðslu og ógætilegri siglingu. m. Samkvæmt þeirri flokkun, sem gerð hefur verið á skiptöpum hér að framan er heildaryfirlit þá á tímabilinu 1946—1964 sem hér segir: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Fjoldi skipa: Rúmlestir: Manntjón: Mannbjörg: Árekstrar ................ 9 Brunar................... 17 Leki .................... 38 Strönd .................. 45 Veður og sjór....... 38 Önnur sjóslys....... 3 Síldveiðiskip ........... 13 163 378 7 73 635 0 89 2794 7 205 4267 27 321 1932 155 45 1383 5 53 1494 17 137 12883 218 923 Auk þeirra skipa, sem að ofan greinir, ráku á land og eyðilögðust á sama tímabili 37 skip um 1282 rúmlestir brútto, þannig að saman- lagt eru skipin 200 og rúmlesta- tala þeirra 14.165. Búast má við, að einhverju kunni að skeika í þess- um tölum, þar sem heildarskrá yfir skiptapa hefur eigi verið gerð fyrr en Skipaskoðun ríkisins lét gera skrá þá yfir útstrikuð skip, sem áður er getið. Heildarmyndin er þó vænt- anlega nærri lagi. IV. Gúmmíbjörgunarbátar o. fl. Árið 1957 voru gúmmíbjörgunar- bátar lögboðnir sem bjargtæki á íslenzkum skipum, stórum og smá- um, eða allt niður í 15 rúmlestir og ýtarleg ákvæði sett um gerð þeirra og notkun. Notkun gúmmíbáta hafði þó hafizt nokkrum árum áður og árið 1952 björguðust í fyrsta skipti hér við land 4 menn af skipi, sem fórst, á gúmmíbjörgunarbát. Gúmmíbjörgunarbátarnir hafa þeg- ar sannað notagildi sitt, þar sem þeir hafa bjargað mörgum tugum sjómanna, sem að öllum líkindum hefðu farizt, ef ekki hefðu verið önnur tæki en skipsbátar. Yfir- burðir gúmmíbátanna sem björg- unartækis koma bezt fram, þegar skip farast með snöggum hætti og lítill sem enginn tími er til þess að undirbúa björgunaraðgerðir eins og átt hefur sér stað, þegar síldar- skip hafa farizt, skip hafa strand- að eða veður og sjór grandað þeim. Ýmsar endurbætur og breytingar hafa verið gerðar á gúmmíbátunum eftir því sem reynsla hefur fengizt af notkun þeirra, t. d. var fanga- línan, sem notuð er til þess að blása bátana út og festa þá við skipið, styrkt til muna og hefur ekki síð- an borið á því, að hún slitnaði eins og áður vildi koma fyrir. Nefnd- inni er kunnugt um þá erfiðleika sem eru á því að blása bátana út, þegar menn lenda í sjónum og ekki hefur tekizt að blása þá út áður. Þessi vandi er óleystur, en ekki kemur til greina að leysa hann á þann veg, að það geti haft aðrar og meiri hættur í för með sér, eins og sumar af þeim lausnum, sem nefndar hafa verið í þessu sambandi, benda til. Einn aðalkostur gúmmíbátanna er sá, að notkun þeirra er einföld og auðlærð. Samt sem áður hefur það komið fyrir í nokkrum tilvik- um, að mistök hafa átt sér stað við notkun gúmmíbátanna, þegar gripa hefur þurft til þeirra. Slík mistök mega ekki og þurfa ekki að koma fyrir, er sjómenn sinna þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að læra notk- un og meðferð gúmmíbátanna. Eftir að menn eru komnir í gúmmíbátana geta þeir engu ráðið um ferð þeirra, en verða að láta þar fyrir berast, án þess að geta gert vart við sig. Af þessum sök- um er meiri vandkvæðum bundið en ella að finna bátana, en tafir á því, þótt ekki séu miklar, geta orðið örlagaríkar, einkum vegna kulda og vosbúðar. Á s.l. ári var lokið við samningu á reglum um fjarskiptatæki, sem hafa að geyma nokkrar nýungar og endurbætur á eldri reglum. Er þar m. a. gert ráð fyrir því, að þess verði krafizt, að íslenzk skip 15 brl. og stærri, verði búin neyðarsendi- stöðvum, sem nota megi í gúmmí- bátum. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að öll íslenzk skip verði búin faststilltum móttakara fyrir neyð- artíðnina 2182 krið/sek. VÍKINGUR 278

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.