Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 11
Góður mælikvarði á þýðingu Stockhólmshafnar er tala útgerðarfélaga og (,,lina“), sem halda það- an uppi reglulegum ferðum og þjónustu frá og til hinna ýmsu hluta heims, en þau eru um 60 talsins. Höfnin er vel skipulögð, og skipin nota hina ýmsu hluta hennar eftir því hvaða vörur og flutn- inga þau hafa á hendi. General Cargo. — Flest skip, sem eru í lang- flutningum frá fjarlægum höfnum, eins og Mið- jarðarhafi, Indlandshafi, Austurlöndum og Kyrra- hafi og Ameríku-höfnum, nota Frihöfnina, bæði með tilliti til tolleftirlitsins og hagræðisoggeymslu vörunnar. Um 30 skipaeigendur hafa þar fast við- legupláss, og um 500.000 tonn fara þar í gegn ár- lega, og um 300.000 þess magns er innflutningur, ávextir, kaffi og farartæki o.fl. er þar á meðal þess þýðingarmesta. Útflutt vara er aftur á móti vélar, tæki og verkfæri,þilplötur,kúluleguro.fl.o.fl. Norð- ur-Ameríka hefur þarmetiðmeðárleganútflutning, um 125.000 tonn, og Suður-Ameríka kemur næst með 110.000 tonn. Mestur hluti þessarar General Cargo flutninga fer um ,,Stadsgárdmast“ og aust- urhluta norður „Hammerby-hafnarinnar,“ og á það sérstaklega við General Cargo vörur og far- þega, sem fara og koma frá Finnlandi. Olmhöfnin. — Sá útflutningur, sem flokkaður er undir Bulk, eins og dieselolíur, benzín, og jarð- olía og fleiri skyldar vörur, hefur aukist svo að magni, að hann hefur sexfaldast síðan í stríðslok. Árið 1954 voru kolin ekki lengur stærsti liður inn- flutningsins eins og verið hafði þangað til. Af- þeim ástæðum hefur olíuhöfnin í Loudden verið stórkostlega færð út og stækkuð og fullkomnuð eftir þörfum tímans og kröfum á síðustu árum. Þar hafa verið byggðir neðanjarðartankar, 850 feta viðlegugarður með 37,5 feta dýpi, og annar nýr garður með 34 feta dýpi, og mikið magn af olíu er flutt með leiðzlu frá Vártahöfninni yfir í Loudden, en í Vártahöfn geta olíuskip, sem rista 36 fet, lagst og athafnað sig, svo að segja má að höfnin í Stockhólmi geti með sóma afgreitt og veitt þjónustu hvaða stærð olíuflutningaskipa sem væri. Bulk Cargo — þar með talin kol, korn og málm- grýti o.fl. o.fl. hráefni, er landað við hinar ýmsu bryggjur og garða hafnarinnar, svo sem Várta- höfninni — Gasstöðvarhöfninni í Lilla Vártan, og norður og suður Hammerbyhöfninni og Hammar- byleden Arstadsdalshöfninni og í Árstaviken. Hin- ir miklu vöruflutningar, sem fara um Stockhólms- Hammerbyhöfnin. VlKINGUR 249

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.