Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Síða 10
1 lok 19. aldar var Skeppsbro alls ófær til að anna hinni ört vaxandi umskipunarþörf og vax- andi flutningum, svo Blasieholm-garðurinn var byggður 1876, og litlu síðar var farið að skipu- leggja og gera áætlanir um „Lilla Vártan“-skurð- inn, sem ákvarðar norðausturtakmörk borgarinn- ar. Á árunum milli 1879 og 1886 var svo aðal vöru- höfnin byggð með Lilla Vártan-skurðinum, og um 1900 fór svo að sú stækkun annaði ekki þeim kröf- um er gerðar voru til umskipunar-aðstöðu, svo dýpkanir og stækkanir á höfninni hófust aftur 1903 og stóðu áfram allt til 1912. Hafnarstjórn Stockhólmsborgar var það ljóst, að ef halda átti áfram að svara þörfum og vexti flutninganna, þá varð að byggja dýpri og stærri höfn fyrir hin stóru flutningaskip, og í stríðinu 1914 til 1918 var sú ætlun gerð, og hin uppruna- lega hugmynd var að það yrði fríhöfn, til að mæta umskipunarflutningum frá Finnlandi og Rúss- landi. — Verkið hófst hér um bil tafarlaust og hluti hafnarinnar var tekinn í notkun 1919, en fullnaðar framkvæmdum lauk ekki fyrr en 1926, og „Frihammen" tekur þá formlega til starfa, síðan hafa verið gerðar miklar stækkanir og endurbæt- ur, sérstaklega hvað snertir viðlegupláss og vöru- skemmur. 1 beinu framhaldi af tilkomu Frihafnarinnar voru aðrir hlutar hafnarinnar stækkaðir og sam- rýmdir þörfunum, þar með talinn „Hammarbyle- den“ með sjávarfallalokum og vatnsjöfnunarhólf- um og öðru tilheyrandi. Þessar framkvæmdir tengdu samgöngulega „Málaren" og „Saltsjön" um leið og þær sköpuðu viðlegumöguleika og mögu- leika fyrir viðbótar-garða og bryggjur ásamt grundvellinum að suður „Hammerbyhamnen,“ sem byggist í beinu framhaldi af þessum aðgerðum. Nokkrar hvítar jerjur, sem halda uppi samgöngum um Eyja■ hafi3. Fríhöjnin. Síðan var nýja olíuhöfnin í „Loudden“ tekin í notkun árið 1932 og þar næst ,?Árstadalshamnen“ við vesturendann á „Arstaviken“ opnuð, síðast í þessum framkvæmdum var gamla „Stadsgárd- hamnen,“ var hún stækkuð austur eftir og myndar það sem nú er kallað „Masthamnen.“ Árangur allra þessara framkvæmda er sá, að nú í dag hefur Stockholmshöfn til umráða viðlegu- pláss, sem er meira en 10 mílur að lengd; 3,5 míl- ur af þessum bryggjum eru notaðar fyrir almenna vöruflutninga, hitt er fyrir þungaflutninga, hrá- efnaflutning og stóru farþegaskipin. Affermingar-útbúnaður allur, kranar og bryggj u- aðstaða er mjög fullkomin, vöruhús eru stór og góð, og fjöldi flutningatækja er mikill, mikið er einnig af sporkrönum og flotkrönum, og geta þeir stærstu lyft þyngzlum upp í 150 tonn, allt í allt eru við höfnina 150 kranar til hleðslu og afferm- ingar skipa. Gólfflötur vöruskýla og skemma er um 170.000 fermetrar — vörur eru þarna teknar til langrar eða stuttrar geymslu. Fjörutíu og fimm mílur af járnbrautarteinum liggja um bryggjur og meðfram og inni í vöru- skýlin og vöruhúsin- til að auðvelda tilfærzlur á vöruna frá skipshlið og síðar til dreifingar um landið. Um 6.000.000 tonna fara um Stockhólmshöfn yfir árið, innflutningurinn er þar meiri að magni, því útflutningurinn er aðeins einn áttundi af þessu vörumagn. Þessi hlutföll eru því óhagstæð og erf- ið þeim skipum, sem gætu tekið og þyrftu að fá flutning frá landinu, í stað þess að fara tóm, eða í ballest. Þessum galla fylgja þó þær málsbætur, að sá flutningur sem skipin taka frá Svíþjóð, er aðal- lega fullunnar gæðavörur, sem greitt er fyrir hærra flutningsgjald, en hráefna- eða þungavöru- flutninga (Bulk)'. 248 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.