Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 22
Um öryggis mál Það fer ekki milli mála að Norðmenn eru ein mesta siglingaþjóð heims. Miðað við stærð þjóðar- innar og auðæfi, er verzlunarfloti þeirra mestur í heimi og í stöðugum vexti. Reynsla þeirra á út- gerð og siglingum er því mikil, hagsýni og fram- takssemi athyglisverð, enda víða viðbrugðið. Eng- inn efi er á því, að okkur íslendingum væri um margt hollt að hafa hliðsjón af framkvæmdum Norðmanna í útvegsmálum, ekki síst um alla hag- kvæmni og spamað í rekstri. Um útgerð skipa, veiðiskap og annað sem að því lýtur, gildir það sama um iðnað og búskap, þ.e. að einhver afgang- ur verði þegar upp er staðið, en ekki það að veiða sem mest, hvað sem það kostar, ef verulegur hluti aflans verður verðlítill af fyrirhyggjuleysi eða GóS lýsing er frumskilyrSi til aS tryggja öryggi viS vinnu í myrkri. Þegar gólfplötur í vélarúmi hafa veriS teknar upp, er nauS- syn aS girSa opiS meS kaSli til aS fyrirbyggja slys. vanhirðu. Talið er að þetta brenni alltof víða við í okkar svo mikilvæga útvegi. Norskir útvegsmenn og sjómenn horfa fram á við, gera sér far um að kynna nýjar leiðir í vinnu- hagræðingu og öryggismálum. Þeir hafa um nokk- ur ár, á vegum útvegsmanna, haldið mót fyrir yfir- menn kaupskipaflotans, þar sem þeimogfulltrúum útvegsmanna gafst tækifæri til að ræða vandamál og veilur í stjóm skipanna, og leitað úrbóta, sem byggist einkum á gagnkvæmu trausti og sam- vinnu. Hefir þetta gefið góða raun. Þeir stofnuðu fyrir nokkrum árum, eða 1960, nefnd manna, sem þeir kalla „Skipsfartens utvalg til fremme av sikkerheten om bord.“ Eru í nefnd- inni fulltrúar bæði frá útvegsmönnum og fagfé- lögum sjómanna. Árin 1962—1964 hefir nefndin safnað gögnum um öll tjón, sem orðið hafa á mönn- um á þessu 3ja ára tímabili, hvernig slysin hafa borið að höndum, og af hvaða orsökum. Til dæmis urðu 6235 slys árið 1964 á 1500 norskum skipum, sem eru í utanlandssiglingum. Eru það rúmlega 4 slys á hvert skip að meðaltali. Einn þriðji þess- ara slysa urðu á hvíldartímum sjómanna og í land- leyfum. Þetta eru nú ekki svo mörg slys, mundu margir segja, en þau eru samt of mörg, því sum voru mjög alvarleg. Að sjálfsögðu er ýmislegt gjört til þess að slysin komi ekki fyrir, en óefað mætti fleira gera í því efni, segir nefndin í skýrslu sinni. Þá segir í skýrslunni: Mörg slysanna hefðu ekki komið fyrir, hefðu menn t.d. notað hlífðargleraugu, 260 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.