Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT Á tímamótuni Örn Steinsson Svipast um í heimi fiskanna Jón Jónsson, jiskijrœóingur Af blöðum minninganna Hallfreður Gu'ðmundsson • Togarasmíði frá sjónanniði skipa teiknarans Þýdd grein Si bls. 71 74 80 84 ijomanna, ííaáiJ VIKINGUR / / Utycfantli: Jurnianna- o<j Ui.'iliniannaiambantl J)sfandá Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Öm Steinsson. V V T V '_ ( XXIX. árgangur. 3.—4. tbl. 1967 ‘OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO 3.—4. tbl. 1967 Örn Steinsson: Síldartunnur og aðrar tunnur 88 GuSfinnur Þorbjörnsson • Bátar og formenn í Vestm.eyjum 92 Jón Sigurðsson • Með Langjökli til Kennedyhöfða 94 Björn Ólafsson í návígi við dauðann, framli.saga 102 G. Jensson þýddi Hrollvekjan 110 Guðfinnur Þorbjörnsson Frívaktin o.fl. • Forsíðumyndin sýnir síldartunnuna og skemmtilegt umhverfi. Sjá grein Guð- finns Þorbjörnssonar um síldartunnuna inni í blaðinu á bls. 88. Ljósm. Snorri Snorrason. Á TÍMAMÓTUM Jdjónitm nal) ítttíi) VÍKIIMGUR Dtgefandi F. F. S. í. RitBtjórar: Guð mundur Jensson (áb.), örn Steinsson Ritnefnd: Ólafur V. Sigurðsson form. Röðvar Stcinþórsson, Ármann Eyjólfs son, Henry Hálfdansson, Jón Eiríksson Halldór Guðbjartsson, Hallgrímur Jóns son. Blaðið kemur út einu sinni í mán uði og kostar árgangurinn 250 kr. Rit stjórn og afgreiðsla er að Báragötu 11 Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur," Póst hólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. Prent að í Isafoldarprentsmiðju h.f. VÍKINGUR Senn líður að kjördegi. Við göngum fram og krossum við þá, sem við viljum fela vel- ferð okkar, atvinnumál og hag allan næstu fjögur árin. Stjórnmálaflokkarnir eru byrjaðir orustur sínar, og andlit flestra frambjóðenda eru komin í ljós. Fæðing frambjóðenda í framboð virðist á ýmsan hátt hafa orðið styrð að þessu sinni og harðvítugar deilur uppi innan allra flokka milli þess mikla ,,úrvals“ af mönn- um, sem girnast að fá að sitja kalda bekki Alþingis. Vissulega mætti ætla að þjóð, sem á jafnmikið af fórn- fúsum heiðursmönnum á stjórnmálasviðinu og við, væri ekki á flæðiskeri stödd. Auk þess sem heiðursmenn- irnir skirrast heldur ekki við að vinna fyrir fólkið og ætt- jörðina, þótt kaupið fyrir það sé ekki meira en einföldkaup- trygging vélstjóra á mótor- bátspung. En er það nú svo, að menn raunverulega sækjast eftir framboði til Alþingis ein- göngu af kærleika til manna og ættjarðar? — Ég læt því ósvarað, hins vegar skulum við ekki loka augunum fyrir því, að á Alþingi er geigvæn- leg hagsmunabarátta háð og fer hún ekki alltaf eftir fræði- kenningum stjórnmálaflokk- anna. Frá þessu sjónarmiði séð er ekki sama hvaða menn sitja á Alþingi, enda þótt komnir séu inn fyrir áhrif sérstakra stjórnmálakenninga, sem menn geta komið sér saman um að telja réttar. Þetta er öllum sennilega ekki ljóst, en verður áþreifan- legt í samskiptum við Alþingi, þegar málum þarf að koma fram sem eru sérmál ein- stakra stétta eða hagsmuna- hópa. Það er því mjög áríðandi að sem flestir hagsmunahópar eigi sína fulltrúa á þingi og að valdamöguleikar þeirra séu sem jafnastir, svo að hið margumtalaða lýðræði fái að njóta sín. 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.