Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 36
am. Lola, hvar ertu? Komdu nú.“
Hiram fann nú þegar, að hann
hafði megnustu andúð á frú
Strakova, þessari með mikla,
svarta hárið, útistandandi augun
og litlu bogmáluðu varirnar. —
Greifinn nálgaðist Heidi, léttum,
stuttum skrefum og Hiram fann
að hann gat heldur ekki liðið
hann.
Svo voru þau í samkvæminu á
ný. Hiram leitaði að Reck ogfann
hann þar sem hann var einn sér
og hámaði í sig kjúklingasalat.
„Eg var í heimsókn hjá glæsi-
legri gamalli konu,“ sagði Hiram.
„Já, frú Ovenecka."
„Já, og hverjir eru svo hinir,
litli náunginn þarna, sem líktist
helzt leigudansara."
„Leigudansara ?“ endurtók Reck,
en svo brosti hann gleitt: „Nú,
þér eigið víst við Mario d’ Aquila
greifa,“ hann er fyrsti sendiráðs-
ritari við ítalska sendiráðið. Feiti
náunginn er dr. Anton Verslany.
Hann er Tékki. Hann segist vera
fréttaritari „Amsterdammer
Handelsblatt, - en bak við tjöldin
er hann sennilega voldugastimað-
urinn í allri Prag. I Evrópu er
krökkt af slíkum fuglum. Hann
þekkir alla og veit allt, — hann
er mín bezta fréttalind.. . “
Augu Hirams leituðu eftir
tröllvaxna Virslany. Hann stóð
álengdar umkringdur áhugasöm-
um tilheyrendum og talaði í ákafa
og virtizt eins og vanalega í ess-
inu sínu. Hann var varla undir
300 pundum, nauðsköllóttur og
risastórt höfuð hans virtizt fest
við búkinn með mörgum undir-
hökum.
„Frú Strakova," hélt Reck á-
fram, „er ekkja fyrrverandi inn-
anríkisráðherra. — Hann var
áhrifamikill maður, en hún hefur
sennilega meiri völd innan ríkis-
stjórnarinnar, en hann hafði á
sínum tíma.“
„Þessi hái glæsilegi náungi þarna
er Petrus Ovenecka kapteinn.
Raunverulega er hann stjórn-
málaleiðtogi tékkneska hersins.
Hann hefir háð fimm einvígi og
hann tók þátt sem reiðmaður í
hestaveðhlaupi á síðustu Olym-
piuleikunum.“
Hiram horfði á manninn og
sannfærðist um að Reck hafði
sízt ofmælt. Hann var hár, grann-
ur með viljafasta liöku, þunnar
varir og siðfágaða framkomu.. .
„Hann er ekki hræddur við neitt
og gæti fengið tékkneska herinn
til að hefja uppreisn hvaða dag,
sem hann vildi.. .“
Reck leit á úr sitt: „Nú verð
ég að fara, — er á snöpum eftir
fréttum. Þér skulið bara vera hér
lengur; gestirnir fara að tínast
í burtu. Það var gaman að þér
skylduð þekkja prinsessuna. Sjá-
umst á morgun.“
Frú Strakova sýndi á sér farar-
snið, kvaðst vera hálflasin. Hir-
am var sannfærður um að hún
laug og hélt auga með henni. Dr.
Virslany bauðst til að fylgja
henni, en d’ Aquila greifi vildi
það endilega og varð það úr.
Hiram þóttist viss um að það
væru samantekin ráð.
Hiram leið bölvanlega. Hann
reikaði um einmana og yfirgef-
inn, en hann var staðráðinn í að
fara ekki fyrr en hann hefði náð
tali af Heidi, hefði fullvissað sig
um að grunsemdir þær, semvakn-
að höfðu hjá honum, væru til-
efnislausar.
Nú voru aðeins eftir örfáir
gestir, meðal þeirra Virslany og
kapteinninn.
Loksins kom Heidi til hans:
„Jæja, kæri Hiram, loksinsfá-
um við næði. Þau settust í horn-
sófa og horfðust í augu.
„Heidi, Heidi, eruð þér örugg
hér, er allt eins og það á að
vera?“
Hún greip hendi hans: „Kær-
asti og bezti vinur minn, já, nú
er allt gott. Ég var ekki örugg í
París. Þegar Mario.. . d’ Aquila
greifi,“ hún hikaði andartak, —
unnusti minn var fluttur til Prag,
stakk hann upp á því að ég kæmi
líka. Og hér hefi ég getað lifað á
ný, Hiram. Hér á ég góða og
áhrifamikla vini. Þeir eru svo
góðir við mig.“ Hún tók eftir að
efa skuggi leið yfir andlit Hir-
ams, því hún flýtti sér að bæta
við: „Og nú hefi ég fengið yður
hingað."
„Og drengurinn, Peter?“ spurði
Hiram.
„Honum líður ágætlega. Hann
sefur inn í herbergi sínu. Jó-
hanna gætir hans vel. Þér munið
eftir Jóhönnu?" Hiram kinkaði
kolli: „Já, ég hefi ekki gleymt
henni, — hún kyssti hönd mína,
þegar þið siglduð.
Hún kinkaði einnig kolli: „Jó-
hanna sýnir aðeins konunglegum
persónum slíkan heiður, og per-
sónum með konunglegt hjarta-
lag, — eins og yður.“
„Segið mér, eitt Heidi, haldið
þér að þeir séu ennþá á höttun-
um eftir honum, ■— ég meina naz-
istarnir?"
„Já, því miður, ef þeir gætu,“
sagði hún alvarleg á svipinn.
„Bróðir minn, Joseph prins, var
framsýnn maður. Fyrir andlát
sitt ráðstafaði hann mestu af
eignum okkar í enskum og amer-
ískum bönkum. Ef þeir næðu
Peter og hefðu hann sem gisl,
gætu þeir þvingað okkur til að
flytja peningana heim aftur. En
þeir myndu aldrei hætta á slíkt
hér. D’ Aquila er áhrifamikill, á
Italíu erum við undir vernd dr.
Virslany og Ovenecka kapteins.
Frú Stravoka hefir einnig sterk
áhrif á tékknesku ríkisstjórnina,
svo að í sannleika sagt er ég full-
komlega örugg hér. Segið mér nú
eitthvað frá yður sjálfum, Hir-
am. Vissuð þér að ég var hér?“
„Ekki fyrr en ég sá yður, Heidi.
Reyndar vissi ég að ég gæti fund-
ið yður í Prag, en — ég hafði nú
ekki hugsað mér það á þennan
hátt. Reck bauð mér með sér í
þetta samkvæmi og gaf mér upp
nafnið Schönau.“
Heidi brosti ertnislega:
„Schönau er eitt af okkar
mörgu fjölskyldunöfnum. Viljið
þér heyra hin? Fiirstenhof, Stei-
ermark, Blankenburg, Hohenlohe,
Altmark, — og ein tíu til við-
bótar. Þér stóðuð yður ágætlega
þegar þér sáuð mig, Hiram. Ekki
svipbrigði á andliti yðar. Eg var
hreykin af yður. Ó, þér ættuð að
vera Evrópumaður, — og þó er
VÍKINGUR
106