Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 29
vill allir æðri kraftar tilverunnar hjálpa oss og lyfta oss til himna, því við trúum því að maðurinn sé Guðs ættar. „Allt sem eðli himneskt hefur, himninum aftur dauðinn gefur/‘ segir skáldið.Við vildum og þyrftum að geta nálg- ast himininn lifandi. Því and- legri sem hugsunin verður, þeim mun máttugri verður hún í verk- um sínum. Fyrir 900 árum síðan eða árið 1066 um vorið sést á himni hala- stjarna mikil. Teikn þess að mik- il tíðindi og ill mundu henda mannfólkið, enda lét ógæfan ekk á sér standa. f september sama ár fór Vil- hjálmur hertogi af Normany með flota mikinn yfir Ermarsund og lagði undir sig England. Orr- ustan við Hastings, svo sem frægt er. Slíkt afrek hefur síðan aldrei verið unnið, og það gaf honum nafnið Wilhjálmur sigurvegari. Mynd sú er hér fylgir er af hinu fræga Bayeuxteppi, sem gert var af þessari frægðarför og sigri Wilhjálms. Það hefur margt merkilegt skeð frá þeim tíma, er þeir feðg- ar, Grikkjarnir Daedalus og Ikaros þreyttu vöðvaflug sitt um geiminn á álftavængjum og arn- arfjöðrum samsettum með vaxi, en flugu þó svo hátt, segir sagan, og nærri sólu, að vaxið bráðnaði og vængirnir leystust í sundur, svo að þeir hröpuðu til jarðar og biðu bana. Á fyrstu tímum gufuskipanna var kveðið á Islandi: „Nú er ei ófært neitt í heirn, því nú má fara á eldi og eim, allt á sjó og landi.“ Þá var kjarnorkan ekki þekkt, eða rakettutækni nútím- ans, og Islendingar hugsuðu ekki hátt þá. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að mannkynið setjist að á tungl- inu og stofni þar nýlendur. Menn trúa því ennþá að tunglið hafi margt til síns ágætds, sem jörðin hafi ekki. Óþekkta málma meðal annars o.fl. o.fl., því útgeislun sólar hafi vegna gufuhvolfsleysis tunglsinshaft önnur áhrif á berg- tegundir og lífræn efni þar en VÍKINGUR hér á jörðinni, sem gæti hafa framleitt efni og efnasambönd, sem óþekkt eru við okkar aðstæð- ur, og gæti þetta opnað okkur ný og óþekkt svið til vísindalegrar þekkingar. Margar vísindarann- sóknir má framkvæma þar, sem ekki verða framkvæmdar á jörðu, og líklega engar merkilegri en þær, sem snerta útvarpsbylgjur og útvarpsstjarnfræði, sem nú er ný, en ein hinna vaxtarmestu vís- indagreina. Útvarpsbylgjur ná yfir geysi víðáttumikið svið, og margar þeirra ná ekki loftnetum okkar vegna hinna skýlandi áhrifa Gufuhvolfsins. Menn hafa á síð- ustu árum uppgötvað innan okk- ar eigin vetrarbrautar og í öðr- um stjarnkerfum, og á hinum risastóru Quasars „hlutir óþekkts eðlis,“ svo gífurlega orku á út- varpsbylgjum og ljósbylgjum, að þær ná til endimarka alheimsins, en enn eru rannsóknir þessar á frumstigi. Ef við lítum á tunglið og möguleika þess á framþróun- ina, þá verða þeir sennilega meira vísindalega og þekkingarlega mikilvægir en náttúruauðæfa- legir. Þó gætu framsýnir bissness- menn glímt við að stofna flutn- ingafélög til tunglsins, því þó dýrt sé og erfitt að lyfta farmi frá jörðu til tunglsins, þá gefur það ekki hugmynd um hvað kost- ar að gera hið gagnstæða. Lausn- arhraði jarðar er 40.000 km, en frá tungli ekki nema sjöttipartur af því. Frá tungli er farið lárétt frá jörðu lóðrétt. Frá tungli má rannsaka allan heimingeiminn á einum mánuði. Hlustunarstöðvar á tunglinu (bakhlið þess) mundu losna við allar truflanir útvarpssendinga á jörðinni, og gufuhvolfsáhrifin að auki, og gerðu það auðveldara að ná daufum útsendingum úr fjar- lægð. Við skulum nú koma aðeins aftur niður á jörðina. Og auðvit- að erum við stödd í höfninni í Port Canaveral. Raunverulega höfum við fest landfestar skips- ins við vélamagn alheimsins, og maður finnur að maður er hér í nánu sambandi við alheildina, mannlífið, og framþróunina. Hér blasa við augum risastór skip af nýrri gerð, þakin stórum stj ömu- athugunarskermum og allri hugs- anlegri himin- og geimrannsókn- ar- og leitartækjum, stór og hrað- skreið björgunar- og þyrluskip til að bjarga geimförum og farar- tækjum þeirra eftir lendingu og fleira og fleira er hér merkilegt að sjá. Þarna er turn upp á 44 hæðir — L.U.T. Launcher Um- lettical Tower, skotturn fyrir Appollo og Sarturn V. Þarna er stærsta bygging veraldar í smíð- um, kölluð V.A.B. skotturn, sem er 129 milljón Cubic-fet, nærri tvisvar sinnum stærri en Penta- gon í Washington, sem er 77.000.000 cubic-fet, og hann er stærri en Cheops-piramitinn, sem verið hefur stærsta bygging veraldar í 45 aldir og er 96.000.000 cubic-fet. Hæð þess- arar byggingar er 525 fet, lengd 716 fet og breidd 518 fet. Teikn- ingarnar yfir bygginguna ná yf- ir 100 mílna svæði. Tvær aðrar byggingar eru á þessu svæði, Center Headquartdrs, 3ja hæða hús, 320.000 ferfet og the Man- ned Spacecraft Operations Build- ing, þaðan er skotið Gemini tveggj a manna geimförum. Þarna er allt stórt í sniðum. Fyrir fram- an Technical Laboratory Build- ing á Patric Airforce Base, hafa verið settar eftirlíkingar af öllum geimförum Ameríkana, sem send hafa verið í þessar tilraunir, fyrsta rakettan 24. júlí 1950 gemini XIV í dag. Framkvæmda- stjóri þessarar stöðvar er Dr. Kurt H. Debus, fæddur í Frank- furt í Þýzkalandi 29. nóvember 1908, sonur Henrich P. Debus og Melly Debus, konu hans, sem enn lifa í Frankfurth í Vestur-Þýzka- landi. Hann fékk sinn skóla í verkfræði, vélfræði og rafmagni við háskóla í Liebek og Darm- stadt, og lauk sínu meistaraprófi 1935. Árið 1939 varð hann doktor í vélfræði, og árið 1943 tók hann virkan þátt í rakettuhernaði Þjóðverja frá Peenemunde. — I 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.