Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 11
Grásteini, en ég hélt alltaf að þaö væri vondur karl í Svarta kletti. Mig dreymdi hann nóttina áður en fóstra dó, og því hélt ég hann vondan karl. Ekkert af þessu fólki hafði ég þó séð, en fullorðna fólkið hafði séð heila hópa af því, sérstaklega þegar það var að flytja sig um áramót. Sést höfðu heilir hópar á þeysireið vítt um dalinn. Og menn höfðu lýst lit- klæðum og ýmsum háttum þess, heyrt hófadyn og bjöllu-hring- ingar þeirra. Ég var alveg viss um, að þetta var rétt, þótt ég sæi aldrei neitt sjálfur. Eitt var þó, sem ég vissi að ég myndi sakna, það var smala- hundurinn, aumingja ,,Búmbó,“ hann hafði marga gleðistundina veitt mér í hjásetunni. Ég þekkti viturleik hans, og nú elti hann mig út og inn og var alveg viss um að hann vissi hvað til stóð. Það var kominn skírdagsmorg- unn, fimmtudagurinn fyrir páska 1912. Grána hafði verið Skafla- járnuð og nú skyldi hún bera far- angur okkar vestur að Kletti í Kollafirði, en lengra var ekki fært með hest vegna ófærðar. Við lögðum upp frá fremri Gufudal kl. 6 að morgni. Munum við hafa verið alls 6 félagar. Ekki man ég hverjir það voru auk mín og Þórðar Hannibalssonar, húsbónda míns. Veður var norðan stormur og 12—16 stiga frost með skafrenn- ingi. Við héldum sem leið liggur yfir Gufudalsháls, hann þótti jafnan víðsjárverður, ekki sízt um há- vetur í harðfenni, en hér voru bæði menn og skepna á járnum, og ekkert sögulegt gerðist. Við héldum vestur að Kletti, en húsbóndi minn bauð mér að ég mætti gista í Fjarðarhorni, en þar voru foreldrar mínir. Þáði ég það og var mér fagnað þar. Á föstudaginn langa var norð- an stórhríð með 18 stiga frosti, var því haldið kyrru fyrir. Á laugardagsmorgun var norð- an strekkingur með hörku frosti og skafrenningi, en bjartur í há- VlKINGUR lofti. Kl. 6 að morgni voru ferða- félagarnir -komnir að Fjarðar horni. Skyldi nú haldið á Kolla- fjarðarheiði. Haldið var fram Fjarðarhornsdal, var beint í veðr- ið að sækja, er komið var fram í svokallaðan Fjalladal (en þá er maður kominn langt til upp á háheiði) var stoppað. Hafði þá dimmt í lofti. Hér var stoppað og snéru menn sér undan veðrinu og fengu sér kökubita, sem var smurð með smjöri og kæfu, en kökuna höfðum við haft í ystu vösum, að vísu var hún freðin, en þetta hressti menn. Við höfðum haft fylgdarmann til að létta byrðina á færum okk- ar, hér skyldi hann snúa aftur. Og spurði nú Þórður, húsbóndi minn, hvort ég vildi ekki snúa við og bíða betra veðurs. Ég held það hafi verið í fyrsta sinni, sem mér fannst mér mis- boðið með orðum, og svaraði því einu að heldur skyldi ég drepast en snúa aftur. Ég var vanur að vera úti í stórhríðum og hér voru úrvals dugnaðarmenn á ferð, og ég kveið engu. Ferðin var nú sótt af kappi, og vorum við komnir norður í Kambsfót, er halla tók degi, var þá tekið upp nesti og fengum við okkur vel að borða. Var síðan haldið út Laugabóls- dal. Eftir tilvísan föður míns gisti ég á Laugabóli. Þar bjó þá hinn kunni bændahöfðingi ogsjó- garpur Þórður Jónsson og kona hans Halla Eyjólfsdóttir, skáld- kona. Þar var mér vel tekið, og mikið við mig haft, sérstaklega af Höllu, naut ég þar föður míns. Hann hafði saumað öll skinn- klæði fyrir Þórð árum saman, og þau höfðu haldið vel. Slíkir menn voru mikils metnir, ekki sízt hjá konum formanna. Halla, sem var höfðingskona, bæði í sjón og reynd, lét mig bæði þá og síðar njóta þess. Á páskadag var ennþá norðan stormur og því ekki fært fyrir póstbátinn. Var nú haldið í róleg- heitum út að Arngerðareyri. — Þótti mér æði margt um mann- inn. Er þangað kom, var ekki við- lit að hýsa allt þetta fólk í heima- húsum. Fengum við því gistingu í stórri hlöðu um nóttina. Minn- ist ég þeirrar nætur ávallt sem fyrsta ævintýris í mínu lífi. Hér var eitthvað nýtt að heyra og sjá, sem var mér algjörlega framandi. Þarna voru sagðar sögur af kvennafari, fylliríi og siglingum. Nú fannst mér vera kominn ævin- týralegur ljómi á ferðalagið, þá var sungið og kveðið. Ferðin var orðin lengri hj á mönnum, en gert hafði verið ráð fyrir, það var því mjög farið að sneiðast um vistir hjá mörgum. Margir af þessum mönnum voru lausamenn og höfðu enga útgerð, enda sumir langt að komnir. Einhversstaðar höfðu menn náð í brennivín og tók ölvun að ger- ast allmikil um kvöldið í hlöð- unni. Gerðust sumir all svaðalegir, bæði í orði og athöfnum, var orð- bragð sumra þess eðlis að mér fór ekki að lítast á blikuna. Meðal annars höfðu þeir orð á því, að óþarfi væri að svelta, vel mætti slátra „Litlafeit" (vissi ég við hvern var átt), og þótt ég ótt- aðist nú ekki beint, að þeir legðu mig sér til munns, þá neita ég ekki að mér leyst ekki á blikuna, þegar menn fóru að vaða um með hníf á milli tannanna, og þessa nótt heyrði ég í fyrsta sinn sagt frá rauðhærða stráknum, sem Jöklararnir hefðu átt að hafa selt Fransmönnum í beitu. Þótt minn hugarheimur væri ekki frjór eða stór, vildi ég þó ekki trúa öllu, sem ég heyrði þessa nótt. Allt fór nú þetta vel. Menn sofnuðu er leið á nóttina og eng- inn var neitt hræðilegur að morgni, en hitt fullvissuðu þeir mig um, að fyrir svona feitan strák mætti fá heila tunnu af Coníaki. Daginn eftir kom Páll Pálsson frá Hnífsdal, kom þessa ferð (mig minnir að báturinn héti sama nafni). Þetta var lítill bátur og tók ekki nærri alla mennina, en ég og húsbóndi minn komumst með. Storm-kaldi var á og mikill veltingur út djúpið. Ég var að drepast úr sjóveiki. Við 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.