Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 6
kúlulaga, en sum eru egglaga, svo
sem egg ansjósunnar. Til eru egg,
sem fest eru við botninn með
taug og ýmsir kannast við „pét-
ursskip" tindaskötunnar, en það
eru hylki utan um hvert egg og
ganga langir þræðir út úr hverju
horni. — Hjá sumum tegundum
flugfiska ganga fjölmargir þræð-
ir út úr egginu, hjá öðrum teg-
undum eru fáir þræðir eða bara
einn.
Það kemur fyrir að hrygnan
losar sig ekki við hluta hinna
þroskuðu eggja og leysast þau þá
upp. Verði mikið eftir af eggjun-
um í hrognasekknum, getur kom-
ið fyrir að þau loki eggjagöngun-
um alveg og hefur það í för með
sér að fiskurinn getur ekki losn-
að við eggin og verður þannig
ófrjór.
Frjóvgun eggjanna hjá fiskun-
um fer fram með ýmsu móti og
hafa verið nefnd nokkur dæmi
hér að framan og skal nú rætt
nánar um þetta atriði.
Hjá ýmsum tegundum fiska, t.
d. þorskfiskinum er ekki sýnileg-
ur ytri kynsmunur, en hjá öðrum
eru sjáanleg ytri kynfæri hæng-
anna, svo sem æxlunarlimir hjá
skötum eða mikill litarmismunur
og má þar nefna hrognkelsi eða
skrautglitni af þeim tegundum,
sem lifa hér við land. Einnig
mætti minna á krókinn á neðra
skolti laxsins eða hnúðinn upp úr
baki bleiklaxins, en þetta eru
einkenni sem fyrst koma fram er
fiskurinn hefur náð kynþroska.
Að því er snertir litarmun þá eru
hængarnir venj ulega litskrúðugri
en hrygnurnar, líkt og er hjá
fuglunum.
Hjá þvermunnum, þ.e. háfum
og skötum frjóvgast eggið í lík-
ama móðurinnar og þar á sér
stað mökun. Sama á sér einnig
stað hjá sumum tegundum bein-
fiska og má þar nefna sem dæmi
karfann, en eggin klekjast í kvið-
arholi móðurinnar og eru seiðin
frá 37 þúsundum í 350 þúsund að
tölu og 5—7 mm á lengd.
Það má segja að ástarleikir séu
sjaldgæfir meðal sjávarfiska, en
skrautglitnirinn, sem áður er
76
nefndur er heilmikill dansherra
og belgir sig allan út, til þess að
ganga í augun á dömunum.
Hjá nokkrum tegundum fiska
verður hængurinn mjög herskár
á meðan á hrygningunni stendur
og eru þar sennilega þekktastir
litlu síömsku bardagafiskarnir,
sem á latínu heita Betta. I Síam
er hængunum otað móti hver öðr-
um eins og bardagahönum og er
heilmikil veðmálastarfsemi rekin
í því sambandi við það. Venju-
lega eru fiskar þessir heldur lit-
Á myndinni sést „pétursski/).“
litlir, en sjái einn þeirra annan í
fiskabúri eða bara spegilmynd
sjálfs síns, verða allir litir skær-
ir og fallegir og hann ræðst með
miklu offorsi á óvininn.
Hjá einni tegund fiska hér við
land fer þó heldur lítið fyrir
hængunum, en það er hjá sæ-
djöflinum, sem er mjög sjaldgæf-
ur djúphafsfiskur. Væri þó rétt-
ara að segja að hún væri sjald-
gæf, því það eru einungis hrygn-
urnar, sem verða fullvaxnir fisk-
ar, en hængurinn er aðeins örlít-
ill dvergur, að lengd r/5 af lengd
hrygnunnar og fastgróinn við
hana.Fundist hafa allt að þrír
hængar á einni hrygnu. Þeirvirð-
ast setjast á hana á unga aldri.
Ekki lifa þeir sjálfstæðu lífi, því
þeir fá alla sína næringu frá
hrygnunni í gegnum æðakerfi
hennar. öll eru innyfli þeirra
vansköpuð, nema svilin, enda
virðist frjóvgun eggjanna vera
einasta hlutskipti þeirra í lífinu.
Ég minntist áðan á hreiður-
gerð hornsílisins, en þar gætir
hængurinn hreiðursins af mikilli
kostgæfni og lendi eitt seiðanna
út úr hreiðrinu, sýgur pabbinn
það upp í sig og spýtir því inn í
hreiðrið aftur og þar skal það
vera.
Sumar tegundir fiska byggja
s.k. flothreiður, svo sem síamski
bardagafiskurinn Betta, sem áð-
ur er nefndur og er hér um að
ræða furðuleg vinnubrögð, sem
því miður er ekki hægt að lýsa
nánar rúmsins vegna.
Lítill fiskur, sem heitir Rho-
deus og er af karpaættinni og lif-
ir í ám í Mið-Evrópu, kemur
eggjunum fyrir inni í lifandi
vatnaskeljum, sem lifa í sömu
ánni. Skeður þetta með þeim
hætti að eggjagöng hrygnunnar
vaxa út í einskonar langa slöngu,
en með henni kemur hrygnan
eggjunum fyrir inni í skelinni og
eru þau samtímis frjóvguð af
hængnum. Inni í skelinni klekjast
þau svo á um mánaðartíma, vel
varin fyrir öllum óvinum sínum.
Þó er ekki hægt að segja að skel-
in geri þetta fyrir ekki neitt, því
svo vel hefur náttúran komið
þessu fyrir, að skelin hrygnir
sjálf um leið og fiskurinn og fest-
ist egg hennar í tálknum hans og
þar fer fram fyrsti hluti þróunar
þeirra.
Ýmsir fiskar gæta eggjanna
með því að bera þau í munni sér
og er það venjulega hrygnan, sem
sér um þetta og jafnvel eftir að
ungarnir eru komnir úr egginu
leita þeir oft athvarfs í munni
móður sinnar.
Sprettfiskurinn er lítill fiskur,
sem er algengur í fjöruborðinu
allt í kringum land. Hann festir
eggin við botninn, samloðandi í
litlum kekki og gæta foreldrarnir
eggjanna á þann hátt, að þeir
hringa sig utan um eggjabúið og
skiptast á.
Að lokum má nefna að rauð-
maginn gætir eggjanna mjög
samvizkusamlega á meðan þau
eru að klekjast. Grásleppan yfir-
gefur búið strax að lokinni hrygn-
ingu, en rauðmaginn verður eft-
ir og hugsar um eggin, en þau
geta verið allt að 136.000 úr einni
hrygnu. Hann rekur í burtu alla
óvini, hvort sem um er að ræða
fiska eða önnur dýr; hann gerir
straum að eggjunum með því að
tifa eyruggunum og ýtir varlega
með hausnum í eggjakösinni, til
þess að vel lofti um öll egginn.
VlKINGUR