Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 22
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum
„Jötunn“ 41.00 tonn.
SmíSaSur í Vestm.eyjum 1947.
„Kári“ 63.00 tonn.
SmíSaSur í Vcstm.eyjum 1944.
„Helgi Helgason“ 188.00 tonn.
SmíSaSur í Vestm.eyjum 1947.
Svavar Antoníusson, Byggðar-
holti, er fæddur 27. des. 1912.
Foreldrar Antoníus Baldvinsson
og Ólöf Jónsdóttir. Með þeim ólst
hann upp. Svavar byrjar sjó-
mennsku 14 ára, þá með Sighvati
Bjarnasyni á „Þorgeir Goða.“
Síðar er hann á „Geir Goða,“
„Vin“ og „Isleifi..' Þeim bátum
stýrðu miklir aflamenn. 1938
byrjar Svavar formennsku á
„Emmu." Er hann síðar með
„Pipp.“ 1944 byrjar hann útgerð
sjálfur og þá með „Þór“ er hann
stýrði til 1947. En þá lét hann
smíða „Jötunn,“ 43 tonna báthjá
Gunnari Marel Jónssyni. Með
þeim bát fékk Svavar mikinn
afla, því „Jötunn“ var ávallt í
toppi með afla, undir stjórn
ýmissa formanna. Svavar rak út-
gerð allt til 1964. Vinnur hann nú
á seglaverkstæði undir stjórn
sonar síns Halldórs.
Helgi Bergvinsson, Miðstræti
25, er fæddur á Svalbarðsströnd
S.-Þing. 26. ágúst 1918. Foreldr-
ar Bergvin JóhannssonogSumar-
rós Magnúsdóttir. Helgi byrjaði
sjómennsku 15 ára á 12 tonna bát
er „Fálki“ hét. Skipstjóri Þor-
finnur Jónsson, Raufarhöfn. Var
eftir það á ýmsum bátum þar til
1938 að hann kom til Eyja. Réð-
ist þá á „Mugg“ til Páls Jónas-
sonar, Þingholti. Síðar var hann
á „Tjaldi“ með Óskari Eyjólf-
syni frá Laugardal, það var 1941.
Helgi tók hið minna fiskimanna-
próf í Neskaupstað 1943 og flutt-
ist úr því til Eyja 1942 og hefir
átt þar heima síðan. Var hann nú
ýmist háseti eða stýrimaður á
„Mugg,“ „Gullveigu," „Hilmir“
og „Álsey.“ Keypti „Hlíðdal"
ásamt fleirum og byrjaði þar
skipstjórn. Eftir það var hann
Frh. á bls. 101
Björn Þórðarson, Fagrafelli, er
fæddur að Raufarfelli, Vestm. 13.
des. 1919. Foreldrar Þórður Stef-
ánsson, formaður og kona hans
Katrín Guðmundsdóttir.— Björn
ólst upp með foreldrum sínum að
Fagrafelli í Eyjum. Ungur byrj-
aði Björn sjómennsku á„Lítillát“
með föður sínum, fyrst sem há-
seti, síðar vélstjóri. Formennsku
byrjar Björn 1941 á „Happasæl."
Síðar keypti Björn þann bát og
hélt honum úti fyrir Austurlandi
og víðar. Eftir það er Björn for-
maður með „Ingólf,“ svo áfram
í Grindavík með „Grindvíking,"
er þá var nýr. Það mun hafa ver-
ið 1947. Hafði Björn þar for-
mennsku til 1950. Þá fór hann í
Sjómannaskólann í Reykjavík og
tók hið meira fiskimannapróf.
Eftir það var hann með „Helga
Helgason,“ er þá var stærsta
Frh. á bk 101
92
VÍKINGUR