Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 2
Er við flettum blöðum með
myndum af væntanlegtun
frambjóðendum, kemur í ljós
að enn er sjómannastéttin út-
undan í hópi frambjóðenda.
Oft hefur verið um þetta
rætt í hópi sjómanna og sum-
ir undrast það. Hefur þetta
verið rætt á stéttaþingumsjó-
manna og farið svo langt að
rætt hefur verið um að stofn-
setja sérstakan sjómanna-
fiokk í fúlustu alvöru.
Uti á landi hafa sjómanna-
samtök stundum tekið sig
saman um að koma mönnum
í hreppsnefndir eða bæjar-
stjórnir og það með góðum
árangri, sýnir það að þessi
möguleiki er vel fyrir hendi,
þegar ætlunin er að koma
ákveðnum málum í höfn.
Vandinn er hins vegar öllu
meiri, þegar um stjórnmál
ræðir, því að þá þarf að móta
pólitíska stefnu, svo hægt sé
að vinna með öðrum flokk-
um, auk þess sem taka verð-
ur tillit til fleiri málaenþeirra
sem beinlínis snerta viðkom-
andi hagsmunahóp.
Eðlilegast væri frá mínu
sjónarmiði séð að sjómenn
reyndu að hafa sig nokkuð í
frammi í stjórnmálaflokkun-
um og á þann hátt komast
þar til nokkurra áhrifa. Að-
staða sjómanna til þessa er
þó næsta erfið vegna fjar-
vista þeirra úr heimahögum
og því eru færri en ella sem
hafa bein afskipti af stjórn-
málum.
Þeir fáu sjómenn, sem gefa
sig að pólitík verða líka að
vera nokkuð sjálfstæðir svo
að gagni komi og hafa þor til
að standa á málum manna
sinna. Því miður hefur mér
stundum fundist okkar fáu
sjómannapólitíkusar fremur
þrándur í götu heldur en hitt
og er þá betra heima setið en
af stað farið.
Að sinni tel ég ekki tíma-
bært að stofna slíkan flokk,
enda þótt möguleikar á
nokkrum áhrifamætti svona
flokks hafi aldrei verið meiri
en nú í þeim mikla glundroða,
sem ríkir innan stjórnmála-
flokkanna.
Sjómenn eru heldur ekki
einhuga og kannske ríkir
ekkert minni ringulreið inn-
an raða þeirra en stjórnmála-
flokkanna sjálfra. Ef þessi
starfshópur væri einhuga, og
það getur hann verið á stund-
um, myndi miklu vera hægt
að koma fram.
Síðasta dæmi þessa er ný-
skipan í stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins. — Um ára-
tuga skeið hefur það verið
baráttumál Farmanna- og
fiskimannasambands Islands
að fá fulltrúa frá sjómanna-
—samtökunum kjörinn í stjórn
Jverksmiðjanna. — Hafa um
þetta birtzt fjöldi greina og
ályktanir á síðum Víkings á
undanförnum árum, en alltaf
verið talað fyrir daufum eyr-
um Alþingis þar til nú.
Hagsmunahóparnir á Al-
þingi hafa til þessa talið mál-
efnum síldarverksmiðjanna
nægilega borgið með því að
kjósa 5 menn hlutfallskosn-
ingu innan Alþingis og þá að
jafnaði pólitískt. Nú er bætt
við 2 mönnum, einum frá
L.I.Ú. og öðrum frá sjómönn-
um.
Ókostur er, að þrír aðilar
skuli þurfa að skipa fulltrúa
sjómanna. Hefði verið eðli-
5§§l
w
w
Þegar sjómenn eru fjarri sínum
heimilum um jól og áramót, er
ýmislegt gert til tilbreytinga frá
daglegri önn.
Ég sendi Víkingi eftirfarandi
stöku, scm kom upp í borðsal á
m/s ísborg um sl. áramót, en þá
var skipið á siglingu um Adría-
haf. — G. Þ.
legra að sjómannasambandið
sem fulltrúi undirmanna og
farmannasambandið sem full-
trúi yfirmanna fengju að ráða
sjómannafulltrúanum, en al-
þýðusambandinu ekki bland-
að í þessi mál. Enda másegja
að leikurinn sé ójafn, þar sem
rneð þessu fyrirkomulagi má
telja, að alþýðusambandið
hafi 2 atkv. á móti einu far-
mannasambandsins.
Hvað sem því líður er ekki
ágreiningur um sjómannafull-
trúann, og er það fyrir mestu.
En vissulega hvílir mikil
skylda á fulltrúa sjómanna,
sem nú tekur í fyrsta sinn
sæti í verksmiðjustjórninni
eftir hina löngu baráttu sjó-
mannasamtakanna fyrir þessu
sanngirnis máli. Margra augu
munu á næstunni mæna á
fulltrúann og fylgjast með ár-
angri af starfi hans.
Er þess að vænta, að nú
verði tortryggninni eytt, sem
jafnan hefur staðið um síldar-
verksmiðjurnar.
Engin aðferð er til þess
betri, en leyfa fólkinu sjálfu
að eiga sinn fulltrúa.
72
VlKINGUR