Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 31
Helgi Bergvinsson — Frh. af bls. 92 með „Mugg,“ „Skaft- felling“ og „Kára.“ 1956 keypti hann „Stíganda,“ nýjan bát frá Þýzkalandi ásamt fleirum. 1960 átti hann bátinn einn, keypti af meðeigendum sínum. Helgi var með „Stíganda“ í 10 ár, er hann á s.l. vori seldi bátinn. Helgi var aflakóngur 1960 og aftur 1963. Helgi byrjaði sína formennsku sem aflamaður og endaði sem aflamaður. Honum virtist létt að ná í og finna fisk, var oft snemma í landi, en sótti þó fast sjó. Hann var mannsæll og stjórnsamur for- maður og alla sína tíð toppmaður með afla. Bæði síld og þorsk. Björn Þórðarson — Frli. af bls. 92 fiskiskip, er byggt hafði verið á Islandi, eigandi Helgi Benedikts- son. Loks var Björn með „And- vara,“ sem gerður var út frá Eyj- um. Björn var mikill sjósóknari og með beztu aflamönnum. Þau ár er hann var formaður í Grinda- vík, fór hann þar inn, svo til fárra var jafnað. Páll Þorbjörnsson — Frh. af bts. 93 ið fyrir skotárásinni, sem enn er i fersku minni. Nú gerðist Páll eftir þetta for- stjóri fyrir Bæjarútgerð Eyja- manna og mörgum öðrum trún- aðarstörfum, m.a. bæjarfulltrúi frá 1934—1950 óslitið og áfram síðan í nefndum og stjórnum fé- laga, ásamt sjó og verzlunardómi Vestmannaeyja, fram á þennan dag. Alls staðar þykir sæti Páls vel skipað. Páll er ennþá í tengslum við sjóinn, þar sem hann réttir af kompása í fiskiskipum, siglir bát- um milli landa og rekur umfangs- mikla heildsölu og smásölu á veið- arfærum og öðru tilheyrandi út- gerð og skipum. Vítatiett ------þamforii Alltaf hef ég haldiS aö fyrir- tæki, sem gæta vilja sóma síns, létu luuna.greiöslur og uppgjör gangci fyrir öðru eða a.m.k. ekki dragast úr hófi fram. En svo virðist ekki vera, þar sem ég þekki til, t.d. hjá útgerðarfélög- um. Það vill sem sagf margendur- taka sig að sjómenn fái ekki sín mánaðarlaun fyrr en 15.—20. hvers mánaðar. Um áramótaupp- gjör er sömu sögu að segja. Iðu- lega tekur það 1—3 mánuði að fá það uppgert og þá oft í smá skömmtum og stundum ávísun- um, sem ekki má leysa út fyrr en eftir marga daga. Nú er ýmsu borið við af hálfu útgerðar. Ei- lífur grátur um peningavandræði og útistandandi fé í ógreiddum flutningsgjöldum o.fl. Sannleik- urinn er víst sá að innflytjendur fara það sem þeir komast með skipafélögin og spila hreinlega með þau eins og þeim sýnist. En þetta heitir víst frjáls sam- keppni. En hvað um það. Þetta eru hlutir er koma þeim einum við, sem kallað hafa þá yfir sig. Það hefur hver sinn djöful að draga. Annað atriði langar mig að minnast á, sem sennilega er mjög algengt meðal fyrirtækja að vanrækja. Það er sú skylda vinnuveitandans að haldxi eftir af lcaupi starfsmanna sinna tilskil- inni upphæð að kröfu gjaldheimt- unnar og standa henni skil á þeim greiðslum. — Nú er þess dyggilega gætt að draga frá kaupi upphæð opinberra gjalda. En ekki er þess jafnvel gætt að standa skil á þessum peningum til réttra aðila. Peningunum er sem sagt haldið í rekstrinum og getur það í sumum tilfellum ver- ið álitleg upphæð. Þetta mun vera auðgunarbrof og varðar að sjálf- sögðu við lög. En þá er eftir að minnast á alvarlegustu ósvífni í hegðun sumra útgerðarfyrir- tækja. Það eru greiðslur til líf- eyrissjóða. Þar er enn ein fjár- fúlgan, sem haldið er í rekstrin- um svo lengi sem mögulegt er. Það er ekki einungis eigið fram- lug útgerðar (6% «/ launum), heldur einnig sú upphæð, sem tek- in er af starfsmönnum mánaðar- lega (U%). Það þarf varla að •fieyða orðum að því hvað þetta kemur sér illa fyrir menn, bakar þeim aukakostnað og ýmsa fyr- irhöfn. Það eru dæmi til þess, og skeði raunar nú nýlega, að veitt lán úr lífeyrissjóði fékkst ekki greitt út fyrr en eftir tæpt ár sökum skuldar útgerðar við sjóð- inn. Það er dýrt fyrir menn að þurfa svo að rúlla slíku á víxlum, ef þeir eru þá svo heppnir að fá slíka pappira einhversstaðar keypta. Þeir sem verða fyrir svona trakteringum, ættu undir eins að kæra það til viðkomandi stéttarfélags. Þetta er skýlaust samningsbrot og ber stéttarfélög- um að taka slíkt athæfi alvarlega til bæna. Reykjavík í febrúar 1967. Skúli Guðbrandsson, vélstj. VlKINGUR 101

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.