Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 9
3ieð núííma UcUni er hægt «i( vinna 4tt milljarða lesia úr jörðu. en það er aðeins einn IiriAji hluti Jiess maqns sem viiað ev um. Leit olíufélaganna árið 1965 bar þann árangur, að áætlaðar olíubirgðir allra landa heims eru nú taldar 1500 milljónum lesta meiri en áður, eða samtals 48 milljónir lesta, og er það 31 árs forði með núverandi eyðslu. Ekki ber að skilja þetta svo að allar olíulindir verði tæmdar eftir 31 ár, (eða fyrr ef olíunotkun eykst). Með vinnsluaðferðum, sem nú eru viðhafðar, er talið að hægt sé að ná 48 milljörðum lesta úr iðrum jarðar, og að það sé einn þriðji þess magns, sem fyrir hendi er. Með bætt- um vinnsluaðferðum er talið að annar einn þriðji olíunnar náist. Þá má og teljast víst að ennþá finnist mikil olía í iðrum jarðar á ókomnum árum. Telja menn það nokkra tryggingu, því olíunotkun eykst stöðugt. Árið 1965 jókst olíunotkunin t d. um 8% miðað við 1964. Uppgötvun mik- illa og auðunna olíulinda í Austurlöndum — á árun- um 1950—60, leiddi til verðlækkunar á olíu. Þess vegna eru nú minni varasjóðir til olíuleitar, og hafa því olíu- birgðir minnkað í hlutfalli við eyðslu. Olíunotkun Eyðsla á olíuvörum 1965 jókst um 8% eins og áður er sagt, og varð 1514 milljónir lesta, en var 1405 millj. lestir árið áður. Mismunur á eyðslu og íramleiöslu kom fram í mismun birgða, svo og eyðslu til hernaðarþarfa, sem ekki kemur fram í skýrslum. Mest aukning í notkun var í Vest- ur-Evrópu, 37 milljónir lesta (11%), % af þeirri aukn- ingu var í löndum Efnahagsbandalagsins. Alls notuðu Vestur-Evrópulöndin 376 millj. lestir, eða um 25% af olíunotkun allra þjóða samanl. Verzlun með olíuvörur árið 1965 var 747 millj. lesta, en var árið áður 677 millj. lesta, og er það um 10% aukning. Að verzlun með olíuvörur hefir stigið meira en notk- unin (8%) og framl (7%) er sökum þess að mesta eyðslan er í þeim löndum, sem litla olíuframleiðslu hafa, t.d. Vest- ur-Evrópa og Japan, en framl.aukningin er í löndum þar sem framl.aukningin er miklu meiri en eyðslan. Olíullutningaskip Samanlagður floti olíuflutningaskipa heims jókst á ár- inu 1965 um 8,5 millj. lestir eftir burðarmagni, og varð 90,1 millj. lestir. Fer þróunin greinilega í þá átt að smíðuð eru sífellt stærri skip. Af 9,2 millj. lestum í nýjum skipum, voru 5,3 millj. eða (59%) í skipum um og yfir 65,000 lestir. Og enn meir áberandi er þróunin þegar litið er á skip í smíðum og í pöntun. Við lok ársins 1965 voru olíufh- skip í smíðum og í pöntun að burðarmagni 19,6 millj. lestir, og þar af 16,2 millj. lestir, eða 83%, skip 65,000 lestir og þar yfir. Byggist þessi þróun á því, að um langa vegu er flutningurinn ódýrari á hverja lest í hinum stóru skipum. Eftir Berl. Tidende. Hallgr. J. :■! VlKINGUR 79 HHHHHHHHHHHHHI

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.