Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 34
þegar maður vinnur hér. Komið
bara, ef þér verðið upplagður. Eg
verð þar um hálftíuleytið. Það er
í Wilson House, Podebradova nr.
35; eitt af þessum nýju íbúðar-
byggingum. Þangað rata allir
leigubílstjórar. — Það stendur
Schönau á dyrunum, þriðju hæð.
Spyrjið bara eftir mér og ég von-
ast eftir yður.“ Hann brosti vin-
gjarnlega um leið og hann fór.
Eftir að Reck var farinn sat
Hiram eftir í þungum þönkum.
Samtalið hafði hressandi áhrif á
hann, því hann hafði verið mjög
einmana í Prag. Það var auðvit-
að laukrétt að hann þyrfti nauð-
synlega að afla sér sambanda.
Það var því heimskulegt af hon-
um að hafna þessu tækifæri.
En hann sat framvegis í
rómantízkri sjálfheldu. Reyndar
datt honum stundum í hug hið
skoplega í því að hann á þessum
aldri í regnfrakka með regnhlíf
hangandi á arminum gekk snuðr-
andi um götur ókunnrar borgar í
leit að landflótta austurískri
prinsessu. Þó var sá ótti hans
sterkari, að Heidi kallaði skyndi-
lega á hann og þá væri hann ekki
að finna. Hann minntist þess að
frægur fréttaritari hafði eitt sinn
réttilega sagt við hann: „Það ríð-
ur á, að halda sig í hreyfingu;
aðeins að aðhafast eitthvað. Eng-
inn nær í verulegan fréttamat
með því að sitja upp á endann í
anddyri einhvers hótels.
Sé maður á sífelldri hreyfingu,
fylgi einu spori eftir annað, tali
stöðugt við eina persónu af ann-
arri, mun brátt skapast tækifæri
til að vera þar, sem tíðindin ger-
ast.
Hiram andvarpaði og leit á úr
sitt. Klukkan var hálf tvö. Hann
stóð á fætur. Það mundi ekki
saka að fá sér göngutúr áður en
hann legði sig, kannske gegnum
gamla Gyðingahverfið.
Ótal augu fylgdu honum gegn-
um sveifludyr hótelsins. Útifyr-
ir mætti honum hin venjulega
hundleiðinlega þokusúld.
Hiram nam staðar óákveðinn
á gangstéttinni fyrir framan hó-
telið og andaði að sér hinu raka
lofti. Hann heyrði hóteldyrnar
snúast á ný, og mann hraða sér
út.
Hiram sneri sér hægt við og sá
þegar að þarna var maðurinn
með falska skeggið.
Hann var með skjalatösku, í-
klæddur síðum, svörtum frakka,
og hljóp að leigubifreið, sem stóð
þar skammt frá. Hiram heyrði
hann nefna heimilisfang á tékk-
nesku og skildi af því tvö orð;
annað var „Wilson“ og hitt
„Podebradova." Það var heimilis-
fangið, sem Reck hafði gefið hon-
um.
„Nú jæja,“ tautaði Hiram.
„Þetta var einkennilegt — og þó.“
Hann minntist þess, sem Reck
hafði sagt; að þangað kæmi fólk
frá sendiráðunum — þýðingar-
mikið fólk, — og maður skyldi
aldrei treysta neinum í þessari
borg.. . Og hann var sannfærður
um að skeggið var falskt. Vind-
urinn hafði blásið skeggiðoghon-
um sýndist sjá nauðrakaða höku
mannsins undir því, en það var
nú reyndar orðið skuggsýnt. —
Hann tók tafarlaust sínarákvarð-
anir, minnugur atburðanna í
Lundúnum og París; tók næsta
leigubíl: „Wilson House, Pode-
bradova 35.“ Hann fylgdi mann-
inum með falska skeggið fast eft-
ir, og fann til æsingakenndar og
eftirvæntingar.
Wilson House var ein af hin-
um nýtízku húsasamstæðum, sem
byggðar höfðu verið í nýjum
hverfum Prag, sex hæðir með
flötu þaki. Framhlið steypunnar
var ljósgul, en virtizt eintómir
gluggar. Yfir tuttugu bifreiðir
stóðu fyrir framan bygginguna.
Inni í anddyrinu, sem lyktaði af
sementi, var skápur hægra megin
með pósthólfum merkt íbúunum.
Innar voru tvær lyftur og tveir
stigar. Fremri lyftan og stiginn
voru stærri og augsýnilega ætluð
íbúum byggingarinnar, en innri
lyftan og stiginn fyrir sendla og
þjónustfólk.
Við pósthólfin í anddyrinu var
hurð, með stórri rúðu, sem á stóð
„húsvörður." Hiram leit lauslega
inn og sá mann sitja yfir ölglasi
að lesa í dagblaði. Hann kom auga
á tvær mannverur innar í for-
stofunni. Annað var maðurinn
með falska skeggið, hitt varkven-
maður. Þau voru í áköfum sam-
ræðum á tékknesku, og konan tal-
aði beint í eyra mannsins. Þau
færðu sig fjær og Hiram sá hana
í svip. Hún var með mikið fitu-
borið svart hár. Munnurinn var
lítill, en áberandi málaður með
bogadregnum línum. Undir úti-
standandi augunum voru dimmir
skuggar og augnhár og brúnir
með áberandi svörtum lit. Þau
gengu inn í fremri lyftuna. —
Hiram gat ekki greint á hvaða
hæð lyftan stanzaði.
Hiram tók lyftuna upp á þriðju
hæð. Hringlaga gangur var í
kringum hið mikla lyftuop, og
nokkrar dyr með nöfnum íbú-
anna. Hann hringdi dyrabjölunni
að nr. 3a.
Stúlka lauk upp og hann heyrði
óm af glaðværum röddum og
hlátri.
„Jú, hr. Reck var kominn; hún
skildi ná í hann. Hiram stóð í lít-
illi forstofu. Dyrnar voru í hálfa
gátt, hann heyrði glasaglamur og
hávaða og tóbaksreyk berast að
vitum sér. Reck birtist í dyrun-
um:
„Gott kvöld, þér komuð þá
samt sem áður. Nú skal ég kynna
yður fyrir gestgjafa okkar.
Hiram fylgdi Reck eftir gegn-
um hóp af fólki, fagrar konur og
orðum skrýdda liðsforingja, út í
horn, þar sem gestir stóðu í smá-
hnapp.
„Prinsessa von Fiistenhof, má
ég kynna yður vin minn, Hiram
Holliday. Og þarna stóð Hiram
andspænis Heidi — Heidi! Hún
sat á lágum legubekk, rétti hon-
um liendina og sagði:
„Hiram! Kæri vinur minn, mik-
ið gleður það mig að sjá yður
aftur.“
„Jæja,“ sagði Reck undrandi.
,,Þið þekkist augsjáanlega."
„Já, og þarna var hún ljóslif-
andi. Hún var í hvítum, sléttum
samkvæmiskjól. Við mittið voru
festar fjólur, er báru sama lit og
augu hennar. Hið gullna hár
VÍKINGUR
104