Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Blaðsíða 21
Honum var vorkunn. „Kæri vinur,“ sagði geðlæknirinn við sjúkling á rólegu deildinni, „get- ið þér sagt mér ástæðuna fyrir því að það skuli stöku sinnum „slá útí“ fyrir yður?“ „Jú, það skal ég gera með ánægju,“ svaraði sjúklingurinn: „Ég kynntist ekkju, sem átti upp- komna dóttur. Svo giftist ég móður- inni, en skömmu síðar giftist faðir minn stjúpdóttur minni. Við það urðum við, konan mín og ég, tengda- foreldrar föður míns, en um leið varð dóttir mín móðir mín. Nokkru síðar eignaðist stjúpmóðir mín, þ.e. dóttir konunnar minnar, son og að sjálfsögðu var drengurinn bróðir minn. Er hann semsagt sonur dóttur konu minnar, og auðvitað dóttur- sonur hennar og samkvæmt þessu var ég móðurafi bróður míns. Nú eignaðist konan mín einnig dreng og hann varð mágur föður míns, en stjúpsystir sonar míns er líka móðuramma hans og hann er sonur stjúpsystur hennar. Faðir minn er mágur sonar míns, af því að systir hans er kona föður míns. Þannig er ég bróðir eiginsonar míns. Ég er mágur móður minnar og kon- an mín er föðuramma mín. Sonur minn er systursonur ömmu minnar — og ég er faðir sjálfs mín. Ég er bróðir, faðir og sonur föður míns. Konan mín er amma mín, móðir, mágkona mín og tengdadóttir, og í ofanálag er ég sonur sjálfs mín!“ Ekki er þess getið hvort geðlæknir gat leyst úr þessari sálarflækju. * Siggi litli, sem var elztur af þrem, fór í heimsókn með móður sinni til systur hennar, sem átti nýfædda dóttur. Þegar móðir hans hafði dáðst nóg að hinni nýfæddu, sagði hún við Sigga: „Heldurðu að þú mundir ekki vilja eignast svona sæta og saklausa systur?“ „Nei,“ svaraði Siggi litli, „ég veit hvernig þær verða.“ * Andrés gamli var í sinni fyrstu flugferð. Þegar flugfreyjan bað hann um að „spenna beltið,“ svar- aði hann: „Það er allt í lagi með mig, stúlka mín, ég nota alltaf axlabönd.“ * Það er erfitt að verða fullkominn fantur, fyrr en maður hefir lært eitthvað. VlKINGUR * Tímabært að gifta sig! Amma: „Hvað myndir þú gera ef að þú eignaðist fimmbura?" Hulda: „Ég mundi halda að þá væri kominn tími til að fara að hugsa um að gifta sig!“ * Áður fyrr lék konan mín í píanó, en eftir að börnin komu hefur hún engan tíma til þess. „Ójá, börnin eru mikil blessun!" * r *• , rfoi-- . s. ■■■■■■HHHHHHHHHHBHHHHHHHH FRÍ vaktin ■■■■■HHHHHHHHHHHHHHHHHBBH Rakari nokkur í London var dæmdur í tíu ára fangelsi. Hann var að því spurður hvort hann hefði nokkra sérstaka ósk fram að færa áður en hann yrði lokaður inni. „Jú,“ svaraði hann. „Ég vildi gjarnan fá að raka dómarann!“ * í f jalli og í vatni er handfesti hál. Tveir á „afborgun.“ Þeir hittust aftur eftir mörg ár: „Hvað áttu nú mörg börn, Pétur minn.“ Pétur hugsaði sig um stundar- korn: „Ja, það er nú það. Fyrst eignað- ist ég tvö á afborgun, en síðan þrjú kontant!“ * 91

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.