Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 3
Ólafur Vignir Sigurðsson:
Hugleiðingar
um
fiskileitarkort
Reylcjavík í júnibyrjun 197U.
Hr. ritstjóri.
Aðeins nokkur orð varðandi
„nýjustu og fullkomnustu fiski-
leitartæki“. Nú, þegar endurnýj-
un togaraflotans er svo langt
komin sem raun ber vitni, gæti
það virkað sem kaldhæðni að
fara að fjalla um nýjungar á sviði
fiskileitartækni eða endurbættar
aðferðir til handa fiskimönnum
til fiskileitar. Enda er í hvert
skipti sem nýju skipi er lýst,
klykkt úr með því að viðkomandi
farkostur sé að „sjálfsögðu búinn
nýjustu og fullkomnustu sigling-
ar- og fiskileitartækjum“.
En mörg eru þau vörumerkin
sem blasa við þeim sem labba sig
út í búð til að kaupa tæki og
margur er í vafa um hvað taka
skal. Ekki ætla ég að bera saman
hin ýmsu vörumerki eða gerðir
tækja, fjarri því, heldur vildi ég
minnast á fáein tæknileg atriði
sem að mínu mati liggja þungt
á vogarskálinni þegar um er að
ræða tæki til leitar að fiski sem
heldur sig við eða nálægt botni
og þá helst þau atriði sem mér
finnst framleiðendur og umboðs-
menn hafa ekki kynnt nógu
vel væntanlegum notendum tækj-
anna þannig að gagni mætti koma
sem viðbótaratriði í þá mynd
sem fiskimaðurinn gerir sér af
fiskislóð hverju sinni varðandi
fiskmagn og stærð fiskjarins sem
inn á tækin kemur. Ennfremur
hversu framleiðendur hafa van-
metið fiskimanninn varðandi
framþróun fisksjáarinnar.
En fyrst leitartækið sjálft eða
dýptarmælinn eins og svo marg-
ir nefna tækið enn.
Grundvallaratriðin eru ennþá
hin sömu og fyrst er leitartæki
voru byggð, þ. e. unnið eftir
sömu grunnlögmálum hljóðfræð-
innar og rafeindatækninnar og
þá. Þessi atriði hafa fiskimenn
vafalítið kynnt sér af bókinni
Fiskileitartæki og notkun þeirra,
sem gefin var út 1965. En með
tilkomu nýrra efna í rafeinda-
iðnaði hefir með árunum orðið
viðráðanlegra að gera tæki.
Vitað er að flest tæki, sem til
þess eru smíðuð, skynja fisk. En
það er hæfileiki þeirra til að
skila upplýsingum sem gera
kleift að meta stærð og greina
á milli tegunda, sem máli skiptir.
Til að meta stærð fiskjar þurfum
við að greina endurvarp frá ein-
stökum fiskum, einstaklingum.
Mögulegt er að mæla styrk þess
í mælieiningunni volt. Miðað við
þau tæki sem algeng eru í dag
er oftast um nokkur hundruð
millivolt að ræða, en það skiptir
ekki meginmáli, heldur það, að
notast sé við hlutfall milli sendi-
styrks í eins meters fjarlægð frá
botnstykki og styrks hins mót-
tekna endurvarps og tekin inn í
myndina deyfing hljóðsins í sjón-
urn vegna dýpis eða öllu heldur
dreifingar geislans.
Hvernig þetta er mælt mun
ég minnast á í kaflanum um fisk-
sjána.
Ef við lítum á þau tæki sem í
fiskiskipum okkar eru, þá sjáum
við að algengast er að þau vinni
í tíðnissviðinu 30—50 kílóhertz.
Hægt er að velja á milli nokk-
urra púlslengda. Sum bjóða upp
á 1—2 millisekúndna púlslengd,
önnur 0,5—2,5 millisekúndna og
enn önnur 0,3—3,0 millisekúndur
o. s. frv. Ég nefni þetta hér vegna
þess að undir púlslengdinni er
aðgreiningarhæfni tækisins kom-
in, þ. e. hæfni þess til að greina
einstaka fiska hvern frá öðrum
eða frá botni sem sjálfstætt, ó-
truflað endurvarp. Því styttri
púlslengd, því meiri aðgreining-
arhæfni. Ég nefni dæmi um hæfni
Greinarhöfundur að starfi. Sveiflusjáin er efst á miðri myndinni.
VÍKINGUR
147