Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 9
minnar ákvað ég að heimsækja Asíulönd til þess að reyna að ganga úr skugga um hugsanlega afstöðu ýmissa ríkja til þessara mála. Ég gerði mér hreinlega ferð austur í Asíu í þessu skyni. — Þú heldur því fram, aS þeg- ar verið er að tala um efnahags- lögsögu, eða og auðlindalögsögu, þá sé fiskur eklci þar með talinn ? — Já, ég óttast að það geti farið svo. — Nú þykjast margir greina breytingu á viðhorfum stórþjóð- anna til 50 eða jafnvel 200 mílna fiskveiðilögsögu ? Ilelmsótti Asiulttnd — Já, það er alveg rétt. Það eru komnar upp voldugar raddir um stærri fiskveiðilandhelgi í Bandaríkjunum og í Kanada. Ýmsar stórþjóðir hafa áhuga á að stækka fiskveiðilögsöguna. Nokkrar þjóðir hafa fært út í 50 sjómílur ,t. d. Iranar, sem færðu út eftir að við gerðum það, Þann- ig að frá vissu sjónarmiði er það svartsýni að óttast að þjóðir heims bindi sig við 12 sjómílurn- ar, sem væri mikið spor aftur- ábak nema þá sem almenn land- helgi. Ef stórþjóðir, eins og Banda- ríkin og Kína vilja hafa stóra fiskveiðilandhelgi, þá hlýtur það að verða þungt á metunum. — Nú ferð þú til Asiu til að kynna þér viðhorf þjóðanna þar. Hvaða lönd heimsóttir þú? — Ég heimsótti flest lönd Suðaustur-Asíu, Indland, Israel og Egyptaland og ræddi eink- um við sérfræðinga og kunna lögfræðinga í þessum löndum. Ég ræddi t. d. við fremstu lögfræðinga á Indlandi, þar á meðal varaforseta Hæstaréttar landsins og rektor Nehru háskól- ans í Indlandi, sem hefur verið formaður indversku sendinefnd- arinnar á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Ennfremur lögfræðinga á Fhillippseyjum, Thailandi, Mal- asíu og víðar. Þá ræddi ég enn- fremur við lögfræðinga í Israel m. a. 2 fremstu þjóðréttarfræð- inga heims, próf. Dinsten og próf. VÍKINGUR Feinberg, sem töldu eins og t. d. indversku lögfræðingarnir, að það hefði verið hörmulegt að við skyldum hunsa alþjóðadómstól- inn, því ef við hefðum leitað eftir 50 sjómílna landhelgi Islands á sögulegum grundvelli, þá hefði slíkt ekki skapað neitt fordæmi og töldu að miklar líkur hefðu verið á því, að Alþjóðadómstóll- inn hefði samþykkt þá víðáttu og vart hugsanlegt annað en að við hefðum sigrað á þeim grundvelli. — Nú neita Frakkar að fara með atómsprengjutilraunirnar í Kyrrahafi fyrir alþjóðadómstól- inn, þar eð tilraunirnar varði láfshagsmuni þjóðainnar. Er sú neitun ekki reist á svipuðum grundvelli og neitun fslands um að eiga tilverurétt sinn undir dómstóli ? Er það ekki dæmi um að þjóðir geti sjálfar úrskurðað sig frá þátttöku í málarekstri? Lifsbjörg aldrei daemd af þjóö — Ég álít það skyldu allra þjóða að ganga undir lög alþjóða- dómstólsins. Við vorum fyrsta þjóðin, þar sem menn gengu und- ir lög manna og við ættum að verða fyrsta þjóð heims til þess að ganga undir lög þjóða. Það var öllum ljóst, að þetta var lífs- spursmál og mér er það mjög til efs, að nokkur alþjóðadómstóll dæmi lífsbjörg af þjóð. Það má í því sambandi vitna í það sem egypski lögfræðingur- inn dr. Hamid Sultan sagði við mig að það væri ekki aðeins um sögulegan rétt að ræða, heldur einnig náttúrulegan rétt til 50 mílna fiskveiðilandhelgi. Það hlytu allar þjóðir að geta viðurkennt og það myndu Egypt- ar hafa geii;, ef óskað hefði verið viðurkenningar á því. — Nú kemur annað fram í þeim úrskurðum, sem þarna hafa fallið. Dómstóllinn fellst á kröfur Breta og Þjóðverja og úthlutar þeim veiðikvóta, sem er stærri en þeir gátu með góðu móti veitt, þrátt fynr ofveiði, sem hættuleg var þorskstofninum? — Já, þetta kemur fram vegna þess að við létum málið afskipta- laust, en Alþjóðadómstóllinn get- ur endurmetið afstöðu sína. Ef við hefðum rekið málið fyrir Al- þjóðadómstólnum hefðum við haft vald á því. Með því að láta málið afskiptalaust, höfum við misst allt vald á því. Þó að stórveldi hunsi alþjóða- dómstólinn er það ekkert for- dæmi, sem verðugt er til eftir- breytni. Frakkar eru stórbokkar á sinn hátt og fara sínu fram og þeir hunsuðu Alþjóðadómstól- inn vegna þess, að málstaður þeirra er slæmur og engin sögu- leg rök frambærileg fyrir rétti til slíkra sprenginga. Allt öðru máli gegnir um málstað okkar, sem er gullvægur. Það eru ein- mitt Norðurlöndin, sem barist hafa fyrir því að dómstóllinn yrði stofnaður og fengi að starfa. Það er ef til vill táknrænt, sem ísraelski lögfræðingurinn dr.Din- stein sagði, að það væri hryggi- legt, að Island, sem væri eitt Norðurlandanna, skyldi hafa ó- virt Alþjóðadómstólinn. — Eru nokkur ný athyglisverð tíðindi önnur, sem þú kemur méð úr þessari ferð? — Ekki minnist ég þess. Það var athyglisvert að fylgjast með Kissinger, sem þarna var á ferð og flugi, meðan ég var þarna. Sá ég þrisvar til ferða hans. Mjög athyglisvert var fyrir mig að fylgjast með þessu í blöðum. Menn héldu á sínum málstað af fullri hörku og óbilgirni, en samt var ávallt einhver von, einhver undirtónn sem sagði, að menn vildu semja. Dr. Kissinger á sannarlega skilið alþjóðalof fyrir afrek sitt. J. G. 153

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.