Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 12
ur með síðunni í tveggja metra fjarlægð, það bjargaði okkur að fór með töluverðri ferð, enda veðrið ágætt. Skipin sem við vorum að rek- ast á í þokunni, voru flest á reki eða slói, en meira virtist af skip- um eftir því sem norðar kom. Okkur frændum kom því saman um að annar stæði á útkik frammá, enda var nú þokan aft- ur að færast í aukana, og sá sem frammá var varð einnig að fylgj- ast með ef skipstjórinn vaknaði, hvort hann hreyfði þá nokkuð við tuðrunni eða linaði á fyrir- bandi hennar. Vélin gekk vel, enda ekkert spöruð við hana gæsla eða annað, en nú var á mörkunum að lensi- dælan hefði við eftir að seglin komu upp. Eitt af því, sem ekki var með, var vegmælir eða logg, vindur hafði heldur glæðst með kvöldinu og lá vel á, svo Tálkni gamli mílna fjarlægð, en við mundum ekkert flaut heyra. Við frændurnir vorum mikið frammí lúkar meðan skipstjórinn stýrði, og þar var alltaf heitt á könnunni. Við höfðum marg þukl- að skinntuðru skipstjórans sem lá í koju hans með vel hertu fyrir- bandi, en við vorum engu nær um innihaldið. Er við vorum komnir nokkuð norður á flóann, kvaðst skip- stjórinn ætla að leggja sig, sagði okkur stefnuna, bað okkur að stýra vel og hafa gát á öllu. Ég skrapp frammá nokkru eft- ir að skipstjórinn var kominn niður til að aðgæta hvað hann hefði gert við tuðruna, og sá þá mér til furðu að hann hafði lagt hana kyrfilega fyrir ofan sig í kojunni. Við ákváðum því að vekja skip stjórann fyrr en hann hafði gert ráð fyrir, þar sem við vissum að báturinn fór með meiri ferð en hann hafði reiknað með. Ég fór niður, skaraði rösklega í kabís- una, og við það vaknaði skip- herrann eftir væran svefn, að hann sagði. 156 Ég sagði honum allt um okk-i ar ferð, veður og annað ,en þagði þó yfir stefnubreytingum okkar til hinna forvitnilegu skipa, og leiðréttingum á þeim aftur. Skpstjórinn fór frammúr, og ég beið í ofvæni eftir hvort nokk- uð upplýstist um innihald tuðr- unnar, þá helst þegar hann fór um hana mjúkum höndum og hagræddi henni í kojunni svo sem best varð, eins og hann væri þarna með reifabarn, en það varð ekki og við fórum upp, eftir að hafa fengið okkur kaffi. Skipstjórinn hafði skamma stund verið uppi, er við sáum móta fyrir landi niður við sjó- inn, sem hann taldi sig þekkja strax fyrir Skagann, Þetta sást örstutta stund, en hann taldi sér það nægja, og breytti stefnunni í samræmi við það, og tók sjálf-' ur við stýrinu. Allir voru í besta skapi yfir þessari velgengni, að hitta svona landið í blindþoku, svo var veðrið ágætt, sjólaus nema smá öldusig, og smábára frá vindgolunni, á betra varð ekki kosið. Frændi er alltaf svo riddara- legur, og nú var ekki við annað komið frá hans hendi en ég færi til kojs næst, sem ég var þá ekkert að mótmæla, og þáði með þökkum. Ég labbaði fram þilfar- ið til kuls, og frammá bóginn, þar sem ég ætlaði að kasta af mér vatni, áður en til koju væri egngið, svo sem sjómanna háttur var meðan það tíðkaðist að þeir gerðu þarfir sínar ofanþilja að Kára og Ægi ásjáandi, sem tóku þegar við gjöfinni vafningalaust. En þar sem ég var byrjaður á athöfn minni, og leit niður eftir þvagbununni svo sem háttur er manna, þá sá ég þá sjón sem ég held að hafi snarstöðvað alla skynjun augnablik, grófur botn- þarinn sveigðist undan kinnung bátsins. Hér voru orð og hugsun alltof seinvirk, heldur skiptist sjálf- krafa yfir á hið ósjálfráða skyn og viðbragðsflýti í svona tilfell- um. Áður en ég vissi af var ég Greinarhöfundur, Þórður Jónsson, Látrum. kominn afturá, og fyrir mér varð kúplingin sem tók skrúfuna þeg- ar úr sambandi, þar með vissu þeir hvað var að ske, og svo gekk allt í einu vetfangi orðalaust. Sikpstjórinn lét seglin detta, við skiptum skrúfunni aftur á og kúpluðum að, og rokknum var gefið í botn. Það stóð heima, að ferð bátsins var stöðvuð eða svo til og báturinn tók aðeins niðri að framan rétt við malarkamb sem skreið nú frammúr þokunni. Báturinn tók þegar ferð afturá frá kambinum, ég var með hönd ákúplingunni og við reyndum að fara sömu leið út og við kom- um, en vitanlega skeikaði eitt- hvað með það, því óðar en varði tók báturinn niðri að aftan, þó ekki harkalega, við reyndum á- fram með breyttri stefnu nú mjög rólega, en við rákumst á sker, malarkamburinn var horfinn, og ekki sá fram fyrir stefni bátsins. Tilraunum var hætt. Málið var athugað í rólegheitum. Skipstjórinn sagði að við vær- um með allt heilt og óskemmt, svo engin ástæða væri til að tefla neinu í tvísýnu, við værum hér milli lands og skerja og við skyld um færa bátinn þangað sem mest væri dýpi í sundi þessu að við teldum, og leggjast fyrir stjóra, þar til þokunni létti, en það gæti dregist til morguns. Svo var gert sem skipstjórinn mælti fyrir, stjórinn féll fyrir VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.