Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Page 16
HF. EIMSKIPAFELAG
ÍSLANDS
Eimskipafélag fslands hf. á nú 19 skip, ef allt er talið og
skipaeign félagsins hefur aldrei verið meiri. Nýjasta skipið
M.s. Urriðafoss var það síðasta, sem kom til landsins, en það
er í seríu fimm samskonar skipa, sem félagið hefur keypt
af útgerðarfélagi í Danmörku.
Er Sjómannablaðið á annað borð fór að kynna einstök skip
og áhafnir þeirra, hefði ekki til langframa með góðu móti
verið hægt að ganga fram hjá Eimskipafélaginu, sjálfu óska-
barni þjóðarinnar, en tilviljun réði því hinsvegar, að Urriða-
foss varð fyrir valinu, en ekki eitthvert annað af hinum 19
skipum félagsins.
Þegar ákveðið var að skrifa
um Urriðafoss, kom það skemmti
lega á óvart að skipstjóri þar
skyldi vera Bjöm T. Kjaran, því
fáir menn hafa í hlutfalli við
aldur sinn dvalist eins lengi á
Eimskipafélagsskipunum. Böddi
hefur alltaf verið til sjós, kann
íkkert annað, vill ekkert annað,
eins og maðurinn sagði.
Við hittum Björn Kjaran skip-
stjóra að heimili hans að Bás-
enda 9 í Reykjavík og báðum
hann að rifja upp eitt og annað
úr Sjómennskuferlinum, sem er
orðinn langur, þrír áratugir, fyr-
ir mann, sem er aðeins rúmlega
fertugur.
Byrjnði til sjós á SAðlnni
— Ég fór fyrst til sjós með
föður mínum, Ingvari Kjaran,
sem þá var skipstjóri á Súðinni;
þetta var árið 1945. Var ég á
skipinu í tvö ár en réði mig til
Eimskipafélagsins í janúarmán-
uði árið 1947.
Þessi ár með pabba voru minn-
isstæð og þar var ég með ágæt-
um mönnum. Fyrsti stýrimaður
á Súðinni var þá Pétur Bjarna-
son, 2. stýrimaður Gunnar Stef-
ánsson og einnig Guðmundur
Gíslason. Þeir síðarnefndu urðu
síðar skipstjórar hjá Skipaútgerð
rikisins og 3. stýrimaður var
Tryggvi Blöndal núverandi skip-
stjóri á Esju.
Tildrögin að því að ég skipti
um félag eru ekki mjög ljós, lík-
lega hefur það átt sinn hlut í
því, að bæði var Eimskipafélagið
stærra og ég hafði meiri mögu-
leika og svo vildi ég sjá mig um
í heiminum, en á þeim árum voru
engir aðrir möguleikar til þess
aðrir en að fara í millilandasigl-
ingar.
Eg kunni strax vel við mig
á Brúarfossi. Skipstjóri þar var
Jón Eiríksson, 1. stýrimaður var
Jónas Böðvarsson og 2. stýrimað-
ur Kristján Aðalsteinsson, en
þeir urðu síðar kunnir skipstjór-
ar á skipum félagsins og kunnir
af störfum sínum, en Kristján
stýrði Gullfossi í fjölda mörg ár
sem kunnugt er. 3. stýrimaður
var Sigurður heitinn Jóhannsson
skipstjóri, síðast á Goðafossi, en
hann var einnig um skeið yfir-
verkstjóri með vöruflutningum.
Sigurður varð skammlífur, og
harmdauði. Afleysingastýrimað-
ur á Brúarfossi var þá Stefán
Guðmundsson, sem nú er skip-
stjóri á Mánafossi.
Yfirvélstjóri var Jón Aðal-
steinn Jónsson, sem nú er látinn,
síðar lengi yfirvélstjóri á Lagar-
fossi.
Einn (úr á Brúnrfossl —
8 múnnúir
— Ég fór nú ekki nema einn
túr á Brúarfossi, en sá túr varð
langur því hann stóð í átta mán-
uði. Skipið fór fyrst hringinn í
kringum landið og lestuðum við
kjöt, sem við sigldum með til
Svíþjóðar og fórum síðan til Dan-
merkur, þar sem skipið fór í
stórviðgerð, 20 ára klössun. Þeg-
ar heim kom fór ég af, því ég
var í einskonar afleysingu því
fjölskyldumenn vildu ógjarnan
vera svona lengi að heiman.
Var ég nú í landi í tvo mánuði
og fór þá yfir á gamla Reykja-
foss, á dekkið.
Á Reykjafossi var skipstjóri
Sigurður Gíslason, mikill ágætis-
maður, sem enn lifir í hárri elli,
1. stýrimaður var óskar Sigur-
geirsson, síðar skipstj óri, 2. stýri
maður var Birgir heitinn Thor-
oddsen, síðar skipstjóri.
Þessi skip voru kolakynt og
mjög frumstæð, en í augum okkar
voru þetta miklir drekar og þetta
voru á sinn hátt fínustu skip og
þau stóðu sig vel, þrátt fyrir
rysjótt veður og frumstæð tæki.
Þarna var ég háseti, þar til að
ég fór með Sigurði Gíslasyni, sem
tók þá við stjórn á nýja Lagar-
fossi vorið 1949. Þar var ég í
9 ár sem háseti, 3. stýrimaður
og 2. stýrimaður.
160
VÍKINGUR