Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 21
— Hvað Eimskipafélagið varð- ar, þá er þetta staðreynd, en for- ráðamenn félagsins hafa lýst því yfir, að þessi fimm seríuskip, sem Urriðafoss tilheyrir, séu keypt til bráðabirgða, til að minnka leigu- skipafarganið. Það er ekki hent- ugur tími til að láta byggja skip núna. Gert er ráð fyrir að þess- um skipum verði breytt síðar, milliþilfarið á að breytast og þau verða styrkt. Nú, þá er það einnig sjónar- mið, að það er líka hagkvæmt að hafa fleiri minni skip, en færri stór, þar eð siglingar verða með því móti tíðari og félagið telur sig missa af farmi, ef ferðir eru strjálar. Innflytjendur taka auð- vitað fyrsta skip. Samkeppnisað- staða myndi því versna. ,,Hrað- ferðirnar“ sem svo eru nefndar. eru skipulagðar, og verður þetta skip í föstum ferðum milli Ant- verpen og Reykjavíkur og fara 12—13 dagar í hverja ferð, sagði Björn Kjaran skipstjóri að lok- um. Ilið nýja snmfélag einmnnn- Ieiknns Urriðafoss sigldi á miðnætti. Það er fyrir þá sem lengi hafa verið til sjós, tilkomuminna en áður var, þegar millilandaskipin láta úr höfn. Skipshöfnin á Urr- iðafossi telur aðeins 11 manns. Ef til vill hefði verið 25 manna skipshöfn á slíku skipi á tímum gufualdar og kola, 16—18 manns fyrir tveim áratugum, en nú hef- ur sjálfvirknin þokað manneskj- unni af farskipunum og þau sigla hraðar, oftar og staðnæmast minna í höfnum, en þau gerðu áður, og hafa færri menn innan- borðs. Þetta setur óhjákvæmilega mark sitt á hið daglega líf. Far- maðurinn gengur vaktir í hafi, hann sefur einn í klefa, skipstj- óri og háseti, hver einasti maður. Lúkarinn, þessi þrönga, en nána félagsmálastofnun er ekki leng- ur til, þar sem einn klæddi sig í einu á gólfinu, meðan hinir lágu í fletunum og ræddu málin, og menn sofa ekki einasta einir í klefa, heldur matast þeir einir líka, því vaktin stendur vörð, aðrir sofa, og þannig hefur hin félagslega aðstaða mannsins eða samfélagið orðið mun daufara en það var, þegar skipshafnir voru fjölmennar. Þetta er tímabil ein- manaleikans. Björn Kjaran hefur lifað öll þessi tímabil, sem rekja má frá kolum til sjálfvirkni á öllum svið- um og engir farmenn hafa lifað eins litríkt tímabil í íslenskri siglingasögu og þeir, sem það gjöra. J G Vélstjórar og vélgœzlumenn! Athugið tegundir tœkjanna sem eru í ykkar umsjó og hafið sam- band við okkur ef þeirra á meðal eru einhverjar neðangreindar gerðir sem þurfa eftirlit og viðgerð: LUCAS - rafbúnaður alls konar C.A.V. - dieselkerfi, rafbúnaður, forþjöppur o. fl. SIMMS - rafbúnaður og dieselkerfi BRYCE - dieselkerfi HOLSET - forþjöppur (Turbochargers) Varahlutir og viðgerðaþjónusta! SlMI 81350 VERZLUNIN SlMI 81351 VERKSTÆÐIÐ SlMI 81352 SKRIFSTOFAN VÉLA- & VARAHLUTAVERZLUN SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK HLOSSI ss F VlKINGUR 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.