Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 25
Jónas Guðmundsson:
MÉR DATT ÞAÐ í HUG
SPARISJÓÐU R
VÉLSTJÓRA
Hátúni 4a
(á horni Laugavegs og Nóa-
túns)
Afgreiðslutími kl. 09,30-15,30
og 16,30-18,00
Við bjóðum viðskiptavinum
vorum upp á alla almenna
þjónustu og næg bílastæði.
Slmar: 17674 og 16593
Mér datt það í hug.
Það fer ekki hjá því að manni finnst það oft vera sérstök ham-
ing-ja að vera Islendingur. Það hlýtur að vera fjarskalega leiðin-
legt til lengdar að vera útlendingur.
Þurfa að anda að sér menguðu lofti daginn út og daginn inn og
fara á mis við hið tæra loft og hafandi svo þetta hrognamál milli
varanna sí og æ, eins og fjölfötlun. Ekki gætum við sætt okkur
við þetta til lengdar. Islendingur þarf fyrst og fremst að ná and-
anum og svo þarf hann að geta sagt meiningu sína umbúðalaust.
Klukkan er ellefu í Danmörku núna, og hún er fjögur í New
York, tíu um kvöld í Japan. Er það ekki dásamlegt að eiga heima
í litlu fallegu landi, þar sem klukkan er ellefu þegar hún er ellefu.
Þannig spyr hið danska skáld.
Nú er ísland orðið ellefu hundruð ára, eða með öðrum orðum
er það orðið eldra en Metúsalem, sem varð aðeins 969 ára, en hann
var sonur Enoks, sem átti hann 65 ára.
Metúsalem var hinsvegar 169 ára, þegar hann eignaðist Lamek,
sem var faðir Nóa, sem smíðaði örkina frægu, sem varð okkur til
bjargar. örkin hans Nóa tók allt inn að aftan og hefur þannig
verið einskonar undanfari skuttogaranna, sem nú bjarga öllu Is-
landi.
Já, Metúsalem var afi þessa mikla útgerðarmanns og skipstjóra,
sem við nefnum Gamla-Nóa.
Ekki veit ég hverskonar stjórnarfar Gamli-Nói bjó við, en ef
mönnum finnst allt vera að sökkva á þessum síðustu og verstu
tímum, þá skulum við bara bera okkur mannalega og hugsa um
syndaflóðið, þegar fjöllin sukku.
Nú halda Islendingar hátíðlegt 1100 ára afmæli þjóðarinnar, og
þeir minnast hins liðna, ýmist með hátíðlegum orðum, listum, eða
með því að dansa á milbiki. Ósköp hefði allt verið skemmtilegra
á Islandi, ef menn hefðu orðið jafn langlífir og þessir gömlu biflíu-
karlar, því þá hefðum við getað veitt sjálfum Snorra Sturlusyni
viðbótarritlaun í ár af söluskattspeningunum og ennfremur hefðum
við látið hann fá svolítið af peningunum hennar Guðrúnar frá
Lundi, ásamt Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni. Þeir eru
frægustu skáld íslands.
Svo hefðum við getað spurt hann, hvort hann hefði skrifað
Egilssögu, eða hver það gerði og þá hefðu þeir Helgi á Hrafnkels-
stöðum og Benedikt frá Hofteigi ekki getað haft neitt til að tala
um framar og gætu ekki látið sjá sig á götu í margar vikur; annað
hvort báðir, eða annarhvor þeirra. Snorri hefði ekki verið nema
796 ára um þessar mundir, og því líklega talsvert ern.
VÍKIN(ÞUR
169