Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 31
þegar eftir seinni heimsstyrjöld, eftir að hinn vestræni iðnþróaði hluti heims hafði komist í kynni við matarskort og hungur. Smám saman höfum við kom- ist að raun um áþreifanlegt á- stand sem er í hæsta máta ó- þægilegt og sem blasir við okkur; varðandi meirihluta mannkyns. Frá öruggum heimildum blas- ir við okkur sú staðreynd að í heiminum er fjöldi þeirra sem þann forgangsrétt hafa að fá örugga fylli sína og lifa í alls- nægtum telur um 20% af 3.500 milljónum íbúum jarðarinnar, sem þýðir það, að 3000 milljónir manna eru ýmist misnærðir, vannærðir eða svelta heilu hungri. Ef við hyggjum að þessum ó- hugnanlegu tölum, getum við dregið þá raunhæfu ályktun, að hungrið er ekki hinn vandlátasti matreiðslumeistari, heldur einnig eitt af því afdrifaríkasta á jarð- kringlunni. Þetta eitt er hollt að hugleiða þegar verið er að ræða og rita fram og aftur um óvenjulegar matartegundir, sem í dag mega heita að séu óþekktar á okkar yfirfyllta matvælamarkaði og sem ekki hafa enn sem komið er verið viðurkennd næringarefni hjá alþjóða hjálparstofnunum. Meginhörgull þess neysluefnis sem heiminn hungrar eftir, er protein; eggjahvítuefni. Upprunalega þýðing orðsins protein er: „Eg er hinn fyrsti". Já, svo þungt vegur þetta efni, að tillögur hafa verið á lofti um að taka það upp sem gildismat verðmætis í stað gulls. En það hefir nú, enn sem kom- ið er fengið daufan hljómgrunn hjá þeim ráðandi stjórnmála- mönnum, sem sýslað hafa með matvælaframleiðsluna í heimin- um. 1 þessu sambandi er full ástæða til að vekja athygli á þeirri stað- reynd, að hin svokallaða „Græna bylting“ hefir, miðað við líðandi stund, síður en svo náð árangri í því að ráða bót á eggjahvítu- skortinum, vegna þess, að hún VÍKINGUE hefir stuðlað að aukningu korn- framleiðslu á kostnað jurta, sem innihalda langt um meiri eggja- hvítuefni eins og baunir og fleiri belgjurtir. Sú eggjahvítuauðlind, sem einna mest hefir vafist fyrir vís- inda- og stjórnmálamönnum um árabil, er verksmiðjufiskurinn, þ. e. sá fiskur, sem í dag er nýtt- ur í mjöl og lýsi, annaðhvort vegna þess, að hann hentar ekki fyrir hinn venjulega neyzlumark- að, eða að honum er landað í stærra magni en möguleikar hafa verið á að gjörnýta. Á heimsmælikvarða er hér um að ræða 25 milljónir tonna á ári. Hvað Noreg snertir hefir hrá- efnismagnið hin síðari ár verið um 2 milljónir lesta, sem svarar til um það bil 400 þúsund lesta mjöls með yfir 70% protein. Samkvæmt bæklingi, sem gef- inn var út af „Mot sult“-samtök- unum í Noregi mundi þetta magn fuilnægja þörf 70 milljón manns fyrir eggjahvítuefni, ef það lifir eingöngu á kornmeti, sem undir- stöðufæði. Ef aðalnæringin er jurtarætur ýmiskonar, bananar o. þ. h. verð- ur proteinþörfin enn þá brýnni þar sem slíkar fæðutegundir eru enn þá eggjahvítusnauðar. Þörfin fyrir eggjahvítuefna- ríkari fæðu er svo rílc og aökall- andi, aö í náinni framtíð verður að taka þróunina fastari tökum varðandi framleiðslu bæði fyrir vanþróaðar þjóðir og hinar iðn- væddu. Að sjálfsögðu ganga fyrst og fremst fyrir þjóðir þær, sem verst eru á vegi staddar og þau atriði, sem stefna verður að og taka tillit til eru í höfuðatriðum þessi, svo að uppfylltar verði meginkröfur til manneldis: 1. Vel fallið til neyzlu. 2. Hóflegt verð. 3. Bragðgóð fæða. 4. Geymsluþol í dreifingu. 5. Fullnægjandi með tilliti til skaðvænna áhrifa. 6. Ströngustu hreinlætiskröfur við framleiðslu. Hvað þriðja lið viðvíkur; bragðgæðin, er skilgreiningin háð því, hverskonar fæðutegund það á að sameinast. Af einni eða annarri ástæðu hefir sá almenni skilningur verið ríkjandi, að fiskpróteinið mætti blandast annarri fæðu án þess að breyta hinu upprunalega bragði. Flestar rannsóknaráætlanir um heim allan hafa lagt meginá- herzlu á, að framleiða bragð- og lyktarlaust eggjahvítuefni úr fiskhráefnum. Gildi slíks efnis sem markaðs- vara hefir valdið miklum von- brigðum og þetta jafnhliða tækni- legum og efnahagslegum vanda- málum hefir leitt til þess að stærri áætlanir víða um heim hafa brugðist. Nú er hinsvegar ástandið þann- ig í stórum hluta heims, fyrst og fremst í Asíu og Afríku, að íbú- arnir sætta sig mjög vel við bragðið af þurrkuðum fiskafurð- um, þykir það beinlínis afbragðs- gott. Það má því í hæsta máta þykja óeðlilegt, að reyna að afnema það, sem fólkið sækist eftir. Á grundvelli þessara athugana og út frá reynslu og að fengnum upplýsingum víðsvegar að, hófu norskar rannsóknarstofnanir 1968 tilraunir, sem í fyrsta á- fanga náðu ekki lengra en að prófa viðbrögðin í einstaka markaðslöndum, gagnvart fram- leiðslu, sem hlaut nafnið Norse Fish Powder. Nafnið var valið í þeim til- gangi að skapa samheiti með þekktri vöru eins og mjólkur- dufti. Við urðum að byggja á eigin athugunum við að meta mismun- inn á fyrsta flokks síldarmjöli og þurrkuðum fiskafurðum við daglega notkun í nokkrum lönd- um. Þetta veitti ekki nógu raun- hæfan árangur. Vænlegra þótti þá, að samræma reynslu og þekk- ingu á hráefninu og þeirri fram- leiðslutækni, sem fyrir hendi var, þótti sýnt að verulegur árangur hlyti að nást. Verður síðar að því vikið hvaða 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.