Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 33
Hvað egg.j ahvítuinnihald snert-
ir, mun Norse Fish Powder vera
ódýrasta framleiðsla sinnar teg-
undar á heimsmarkaðnum.
f flóttaástandinu í Bangladesh
og Indlandi var talið, að notkun
fiskiduftsins í stað bauna og ann-
arra belgjurta — sem raunar
voru ófáanlegar — mundi þýða
um 60% sparnað hvað snerti
eggjahvítuefni. Þar við bættist
minni flutnings- og geymslu-
kostnaður.
Hvað bragðið snertir, er greini-
legt að Norse Fish Powder er eft-
irsótt hjá fjöldanum, sem borðar
það vegna þess, að fólkinu finnst
bragðið gott.
Breytilegt hráefni gæti hugs-
anlega haft viss áhrif.
Makríl og loðnu má leggja að
jöfnu sem hráefni og tilraunir
með síld, ufsa og annan fisk hafa
leitt í ljós að hráefnið skiptir ekki
meginmáli, enda þótt breyting á
fiskbragðinu kynni að hafa trufl-
andi áhrif í þeim löndum, sem
öðru hafa vanist.
f sambandi við matreiðslu er
viðhorfið þannig að ýmist verði
Norse Fish Powder framleitt í
föstu formi; pressuðu eða sem
duft og er hið fyrrnefnda form
hugsað á almennum sölumarkaði.
Hinsvegar virðist duftið heppi-
legra til dreifingar hjá líknar-
stofnunum, sem leiðir til þess, að
auðveldara er að blanda eggja-
hvítuefnið jafnara í sósur eða
mauk þannig að hinir yngstu og
veikburðari í fjölskyldunni fái
sinn skerf af þessari heilnæmu
fæðutegund.
Þetta er þjóðfélagslegt viðhorf
sem skapað hefir og taka verður
tillit til.
Við rakamagn innan við 10%
hefir Norse Fish Powder allt að
því ótakmarkað geymsluþol og
auðvelt að flytja hvert sem er.
Þetta er mjög þýðingarmikið
atriði þegar reikna verður með
frumstæðum flutningatækjum.
Til verndar framleiðslunni gegn
skordýrum og öðrum meindýrum
eru sérstakar kröfur gerðar til
umbúða, sem stöðugt eru endur-
bættar að fenginni reynslu frá
VÍKINGUE
hinum ýmsu móttökustöðum, um
loftslag og annað.
Varðandi efnasamsetning
Norse Fish Powder er mikil
þekking þegar fengin.
Þegar liðið er frá rannsókn-
um í sambandi við gæði hráefnis-
ins framkvæmd þurrkunarinnar
voru flest vandamál leyst.
Hins vegar voru gerlarann-
sóknir í framleiðslunni nokkuð
vandamál. Þó hefur tekizt með
ómetanlegri aðstoð dr. Gangsaas
sérfræðings í dýrasjúkdómum
við matvælastofnunina í Bergen,
að ná þeim mælikvarða, sem
stendur jafnfætis ef ekki hærra
þeim heilbrigðiskröfum, sem
gerðar eru til allskonar súpu-
dufts,, sem nú er á markaðnum.
Venjulegar síldarmjölsverk-
smiðjur, jafnvel ekki þær beztu
eru hvorki byggðar né útbúnar
til að framleiða matvöru.
Það, sem skortir í véltækni
hefir orðið að bæta upp með full-
komnum hreinlætis og sótthreins-
unartækjum.
Með þessum sérstöku ráðstöf-
unum í náinni samvinnu við
stjórnir verksmiðjanna, hefir
tekist að skipuleggja framleiðsl-
una í þremur verksmiðjum í N,-
Noregi og tveimur í S.-Noregi.
Þetta hefir nægt til framleiðslu
á því magni, sem þörf hefur ver-
ið fyrir.
En, ef markaðir opnast fyrir
alvöru, krefst það ýmissa breyt-
inga og margvíslegra endurbóta
á verksmiðjunum til þess að
framleiðslan nái því takmarki,
sem tryggir hana í framtíðinni.
Meginstyrkur hins norska
fiskimjölsiðnaðar felst í hinni
nánu samvinnu framleiðendanna
við rannsóknarstofnanir, gæða-
eftirlit og söluaðila.
Þetta hefir leitt til þess, að
jafnhliða því, að niðurstöður og
aðvaranir hafa borizt viðkomandi
aðilum, hefir verið innanhandar
að aðlaga framleiðsluna þeim
kröfum, sem gerðar eru um vöru-
gæði.
Þannig hefir tekist, í samvnnu
við Fiskmálastjórnina, matvæla-
eftirlitið og Norsildmel að vinna
að reglugerðum varðandi gæði
hráefnisins meðferð þess,
geymslustaði, véltækni, hrein-
læti og ekki sízt að nákvæmlega
sé fylgzt með ástandi hráefnis-
ins í vinnslunni.
Með þeirri þekkingu, sem náðst
hefir og ákvæðum sem Norse
Fish Powder verður að uppfylla,
verður að álíta tryggt að fram-
leiðslan hafi náð fótfestu á mik-
ilsverðum mörkuðum, sem gæða-
vara í sérflokki og að þetta mik-
ilvæga eggjahvítuauðuga efni
muni í framtíðinni gegna mikil-
vægu hlutverki, ekki aðeins að
tryggð verði öruggari afkoma
fiskimanna, heldur stuðli að því,
að bægja hungurvofunni frá dyr-
um hjá mörgum þjóðum.
Hversu fljótt veruleg aukning
verður á mörkuðum, er erfitt að
segja fyrir, en allt bendir til að
svo verði mjög fljótt.
Ábyrgir aðilar þeirra opinberu
stofnana, sem þessi mál varða
verða að hvetja ríkisvaldið til að
efla frekar en áður skipulagn-
ingu markaðsleitar og að sjálf-
sögðu styrkja alla viðleitni í þá
átt, að efla framleiðslu á Norse
Fish Powder, sem þegar hefir
sannað gildi sitt hvað snertir
margfalt proteininnihald miðað
við fyrirferð og geymsluþol.
Ef S. Þ. og aðrar hjálparstofn-
anir víðsvegar um heim leggðust
á eitt um að skipuleggja fram-
kvæmdir í þessum efnum mætti
ná margfalt meiri árangri en
hingað til.
Endursagt G. Jensen.
177