Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 34
Jón Eiríksson, skipstjóri: SJÓMINJASAFN, SIGLIN GASAGA Ritstjórar góðir. Ég er ykkur verulega þakklát- ur fyrir að veita sjóminjasafni og knarrarsmíði lið í síðasta (2.) tbl. Víkings. Það eru mörg ár síðan ég fékk fyrst áhuga á að rituð væri siglingasaga íslands og að safnað væri minjum um ís- lenzk skip, siglingar þeirra og sjósókn. Ég stóð lengi í þeirri trú að sjóminjasafni væri sæmi- lega vel borgið, því mér var kunn- ugt um að margir aðilar voru þar að verki, byggðasöfn, stofn- anir, fyrirtæki og einstaklingar. Síðar komst ég þó að því að þetta var allt meira og minna í molum. Margir munir hafa þegar farið forgörðum og aðrir liggja undir skemmdum vegna hirðuleysis og þekkingarleysis manna. Það er brýn nauðsyn að ganga á fjörur, ef svo má að orði komast, og draga það undan sjó, sem ekki hefur skolað út aftur. Fyrstu kynni mín af málum sjóminjasafns og knarrarsmíði, eins og þau líta út nú, var bréf Ólafs Þ. Kristjánssonar, skóla- stjóra Flensborgarskólans í Hafnarfirði, sem birt var í dálk- um Landfara Tímans 8. júní 1978. Málinu kynntist ég þó enn betur eftir að hafa lesið umrædd viðtöl í Alþýðublaði Hafnarfjarð- ar, sem Ólafur lét mér í té. Nokkru síðar skrifaði ég grein, sem birt var í Tímanum 25. júlí s. á. I greininni leitast ég við að draga saman í mjög grófum dráttum það helzta, sem lesa má úr þeim viðtölum, er birt voru í Alþýðublaði Hafnarfjarðar og áður er getið. Ég leitast við að veita hugmyndinni um smíði knarrar lið, en fram höfðu komið raddir, sem voru því máli frem- ur óvilhallar, og var sagt m. a. að vel mætti fresta smíðinni. I því sambandi vil ég segja þetta: Verði knörrinn ekki smíðaður nú, er eins líklegt að það verði aldrei gert. Nú er málið á dagskrá, og þótt ekki takist að ljúka smíðinni á þessu ári þá eru líkur til að unnt verði að hefja hana á ár- inu, og á þann hátt yrði knörr- inn tengdur þessum merku tíma- mótum í sögu landsins. Með þetta í huga minnti ég á þau ummæli Ólafs Þ. Kristjánssonar í fyrr- nefndu Landfarabréfi, „að hlut- verk knarrarins eigi að vera ann- að og meira en að vera sýningar- gripur á 11 alda afmælinu, hann eigi að skipa veglegan sess í sjó- minjasafni sem brýn nauðsyn beri til að koma upp sem fyrst“. (Leturbr. mín J. E.). í bréfi, sem birt var í dálkum Velvakanda í Morgunblaðinu 31. júlí 1973 segi ég m. a.: „En þrátt fyrir mikinn tilkostnað (á smíði knarrar) tel ég það arðvænlegt fyrirtæki, því þótt hver króna sem smíðin kostar, náist ekki aftur, þá er sögulegt og menn- ingarlegt gildi þess svo mikið, að það vegur fullkomlega upp á móti því sem á vantar“. Ég gat þess í upphafi þessa spjalls, að fyrsta hugarfóstur mitt í þessum efnum hafi verið ritun siglingasögu íslands. Síðan sjóminjasafnið komst á dagskrá hef ég látið þau ummæli falla, að sjóminjasafnið ætti sér tví- burabróðir, þar sem siglingasaga íslands er. Út úr sjóminjasafni á helzt að vera hægt að lesa þró- un íslenzkra skipa allt frá land- námstíð til þessa dags, og þar væri siglingasaga mikil hjálp fyr- ir safnið til að geta innt það hlutverk af hendi. Hins vegar gæti það verið góð stoð við samn- ingu sögunnar, ef til vill væru munir í sjóminjasafni frá sem flestum tímabilum Islandsbyggð- ar. Þar mun því miður ekki vera um auðugan garð að gresja. Þegar þjóðhátíðarnefnd til- kynnti, að hún hefði falið tæpum tveim tugum rithöfunda og sagnaritara að rita íslandssögu, sem ætti að koma út á 11 alda afmælinu, þ. e. nú í ár, þá skrif- aði ég bréf, sem Landfari birti í dálkum sínum 21. janúar 1971, og segi þar m. a.: „Það var efnis- ákvörðunin, sem vakti hjá mér hugleiðingar um það hvort sigl- ingar og sjóferðir íslendinga frá fyrstu tíð til þessa dags þættu þess verðar, að minnast þeirra í þessu riti, sem Matthías Jó- hannessen, formaður þjóðhátíð- amefndar, telur að verði einn helzti minnisvarði hátíðarinnar 1974. Siglingar og saga þeirra hefur ekki átt upp á pallborðið hjá íslenzkum sagnariturum. Ekki hefði þó ísland fundist, og ekki hefði það verið byggt, nema fyrir siglingar fornmanna, írskra og norrænna. Óvíst er hvort Is- VÍKINGUR 178

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.