Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 35
Stofnun Stýrimannafélags Islands 1 viðtali, sem J. G. á við Ólaf Val Sigurðsson formann Stýri- mannafélags Islands, og birt er í síðasta tbl. Víkings, koma fram nokkur atriði ,sem ég dreg í efa að hafi við rök að styðjast, og f einu tilviki veit ég með vissu að rangt er með farið. Ólafur vísar til greinar, sem Guðmundur Jensson skrifar um sama efni í 4. tbl. Víkings 1969. Við saman- burð á fyrri hluta viðtalsins og þessari grein Guðmundar get ég ekki séð neinn efnislegan mis- mun, og tel ég því enga goðgá að álykta að grein Guðmundar sé aðalheimild Ólafs fyrir því, sem hann segir í viðtalinu. Þetta er þó ekkert aðalatriði fyrir mig. Það sem máli skiptir, er að fá að vita hvaða heimildargögn þeir hafa við að styðjast. Frásögn þeirra er á þann veg, að það er eins og ekkert sé þar um að vill- ast, en heimilda þó ekki getið. Stofnun Stýrimannafélags Is- lands er sögulegur viðburður, og er því áríðandi að frásögn af honum sé í fullu samræmi við það, sem raunverulega gerðist. Af fyrrgreindum ástæðum hef ég því áhuga á að vita hver heim- ildargögnin eru og hvernig þau hljóða. Ástæðurnar fyrir þessum á- lendingar hefðu nokkurntíma tapað sjálfstæði sínu, ef þeir hefðu getað haldið skipaflota sín- um við líði, og óvíst er hvort við hefðum nokkurntíma losnað und- an erlendum yfirráðum ef við hefðum ekki eignast haffær fiski- skip um aldamótin 1800, sem síðan hafa þróast upp í fullkomn- ustu veiðiskip, sem völ er á, og ef við hefðum ekki eignast okkar eigin millilanda- og flutninga- skip skömmu eftir aldamótin síð- ustu. Ég tel að siglingar og sjó- sókn séu, og hafi alltaf verið, það stór þáttur í lífi Islendinga, að VÍKINGUR huga mínum og efasemdum eru þær, sem hér verða taldar. I fyrsta lagi. Ég er ekki talinn stofnandi. Ég þykist muna það rétt að ég var í nefnd ásamt Ás- geiri Jónassyni og einhverjum þriðja manni, sem ég nú ekki man hver var, er átti að semja uppkast að bráðabirgðalögum fyrir félagið ,og var Ásgeir for- maður nefndarinnar. Það er því harla einkennilegt og ólíklegt, að ég hafi ekki verið stofnandi, og skiptir ekki hvort ég var á stofn- fundinum eða ekki. Ásgeir Sig- urðsson er talinn stofnandi, sem hann og var, en við vorum bók- staflega í sama báti, hann 2. stýri- maður og ég 1. stýrimaður á gamla Lagarfossi. I öðru lagi. Ég var í félaginu í ellefu ár, þar af eitt kjörtíma- bil í stjórn þess (gjaldkeri). Ég efast mjög um að sumir þeirra manna, sem nefndir eru stofn- endur, hafi verið það, og ég ef- ast meira að segja um að þeir hafi nokkurn tíma verið í félag- inu. Úr þessu verður auðvitað skorið, þegar gögnin koma fram, og skal þá að sjálfsögðu hafa það er réttara reynist. I þriðja lagi. I viðtalinu er þess réttilega getið að skipstjórar hafi frá byrjun ekki getað gengið í fé- þess beri að minnast á verðugan hátt.“ Landfari studdi drengilega við það sjónarmið, sem hér kemur fram. Það er gleðiefni, að Víkingur hefur nú tekið þetta mál upp á sínar hendur, og það er mjög vel farið og sérlega ánægjulegt, að Sjómannadagurinn verður því helgaður, en á þann hátt verða öll sjómannasamtök landsins meðvirk. Skrifað í marz 1974. Jón Eiríksson. lagið. I því sambandi vil ég benda á að þeir Ólafur Sigurðsson og Pjetur Björnsson höfðu báðir verið fastráðnir skipstj órar nokkrum mánuðum fyrir stofn- fund. Ólafur Sigurðsson var með m. s. Rigmor fi'á Norðfii'ði, en það skip sigldi úr spænskri höfn öðru hvoru megin við ái’amótin 1918—19 og hefur ekki spurst til þess síðan. Ólafur hefur því ekki verið í lifenda tölu, þegar félagið var stofnað og hann tal- inn einn af stofnendum. Nokkuð öðru máli gegnir með Pjetur Björnsson. Hann hafði unnið rnikið undii'búningsstarf að stofn- un félagsins — og hann var þá á lífi — og er enn! Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að með því að telja hann stofnanda er brotið fyrrnefnt ákvæði, að skip- stjórar geti ekki gerst félagar. I fjórða lagi. Sagt er í viðtal- inu, að eina skilyrðið til að fá inngöngu í félagið væri það, að hafa lokið prófi við Stýrimanna- skólann, að skipstjórum undan- skildum. Þetta þykir mér afar einkennilegt, og er eitt af því, sem ég efast um að sé rétt. Ég manekkibetur en að Stýrimanna- félag Islands hafi frá upphafi verið hreint farmannafélag, en það þýðir, að þeir einir geti orð- ið félagar, sem hafa réttindi til skipstjórnar á flutningaskipum og á vai’ðskipum ríkisins, eða rétt- ara til orða tekið, á öllum skip- um öðrum en fiskiskipum. En ef það er rétt, að fyrstu lög félags- ins hafi verið eins og að framan getur vai’ðandi inntökuskilyrði, hvenær var þeirn þá breytt? Síðari hluti viðtalsins snýst að mestu um stai'f félagsins í nútíð og næstu foi’tíð. Um það hef ég ekkert nema gott eitt að segja. Óska svo félaginu og kvenna- deild þess allra heilla. U. júlí 197U Jón Eiríksson. 179

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.