Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 9
Samtal um sjómennsku Guðbrandur: Tómas, hver voru tildrög þessarar rannsóknar og helstu markmið hennar? Voru togarasjómenn valdir sem hópur til rannsóknar af gefnu læknis- fræðilegu sjónarmiði frekar en t.d. einhver hópur í landi? Tómas: Ég skal byrja á að svara þér því, að sjómenn voru ekki valdir vegna þess að við teldum að heilsufar þeirra væri verra en annarra, heldur er ástæðan sú, að ég tók þátt í fundi norrænu lækn- isfræðirannsóknaráðanna vorið 1974, þar sem fjallað var um fyrirspurn frá Norðurlandaráði um hvort ekki væri hægt að auka rannsóknir á heilsufari og vinnu- aðstæðum sjómanna til þess að reyna að bæta heilsufar þeirra og fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma hjá þeim. Það sem þá var sérstaklega haft í huga var að huga að far- mönnum í langferðum á þessum stóru skipum sem verða einmana- leg að því er mér skilst, t.d. þessi stóru olíuskip, sem eru kannske 200 þúsund tonn. Auk einmana- kenndarinnar er mikill hávaði og hiti um borð, því skipin sigla oft í hitabeltinu. Þessari fyrirspurn, sem borin var fram í Norður- landaráðinu af sænskum þing- manni, var síðan beint til sam- starfsnefndar norrænu læknis- fræðirannsóknarráðanna til um- sagnar, og var ég staddur á þeim fundi. Viðbrögðin voru þau, að mönnum þótti ekki ástæða til að fara út í frekari rannsóknir á far- mönnum að sinni. Það hafði verið Rætt um rannsókn sem gerð hefur verið á heilsu togarasjómanna og Qölskyldna þeirra Þátttakendur: Tómas Helgason, prófessor Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur Jón G. Stefánsson, læknir Guðmundur Hallvarösson, Sjómannafélagi Reykjavíkur Gísli Jón Hermannsson, útgerðarmaður Ingólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri F.F.S.Í Guðbrandur Gíslason, ritstjóri fjallað um þetta áður en ég fór að sitja þessa fundi, og var vitnað til nokkurra rannsókna sem gerðar hafa verið og sem hafa m.a. sýnt fram á það, að ýmsir tilteknir kvillar, t.d. geðkvillar, voru al- gengari hjá farmönnum en hjá öðrum. Þetta hafði leitt til þess að norsku sjómannasamtökin voru ekki sérlega áhugasöm um frekari rannsóknir á málinu. Hinsvegar stakk ég upp á því þá að við litum á heilsufar sjómanna sem stunda fiskveiðar. Um það vissum við ekkert, og því vildi ég að við tækjum jákvætt undir málaleitan Norðurlandaráðs og reyndum að koma af stað rann- sóknum á heilsufari fiskveiði- manna. Ég vissi um rannsóknir sem gerðar höfðu verið á togara- sjómönnum á Englandi um 1960, en annað ekki. Þetta voru tildrög- in að því að þessar rannsóknir hófust. Að auki hafði ég séð það í starfi mínu sem spítalalæknir að það virtust vera hlutfallsléga margir menn sem titluðu sig sjómenn sem lögðust inn á Kleppsspítalann, og einnig höfðu bæði ég og aðrir orðið varir við það áður að sjó- mannskonur höfðu kannske leitað geðlæknis hlutfallslega oft vegna erfiðleika, sem voru beinlínis tengdir starfi eiginmannanna. Þetta ýtti undir mig að taka já- kvætt í þessa málaleitan og að fá ráðið til að taka jákvætt í þetta líka. Niðurstaðan af þessum fundi vorið 1974 var sú, að ég skyldi taka saman bráðabirgðagreinar- VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.